laugardagur, maí 31, 2008

Þá er síðasta vaktin í törninni langt komin - og ég er að hugsa um að fara í leikhús í kvöld, laugardagskvöld ... mig langar til að sjá Dauðasyndirnar því ég þekki aðstoðarleikstjórann, mig langar líka til að sjá Mr Skallagrímsson og Brák og þessi sagnakeppni þeirra er rosalega spennandi:) ætla að sjá til hvernig ég vakna hvað ég geri, er einhver maður í leikhús?

ég þarf líka að taka til heima ... hef eiginlega ekkert verið heima síðan ég kom til landsins og er ekki einu sinni búin að ganga frá ferðatöskunni ennþá:) en Fídeli er sama eins lengi og ég eyði þeim litla tíma sem ég er heima með honum;)

gallinn við næturvaktir er að vaktafríið er svo stutt (samt lengra en helgarfrí þannig að ég er alls ekki neitt að kvarta, alls ekki neitt) en á milli dagvakta og næturvakta eru næstum því alveg fimm dagar:) ég hef verið að hugsa um það undanfarið hvort ég hafi gert vitleysu með að hafna klikkháum launum fyrir að vera á ekki-svo-háum launum og meira í fríi - ég er nokkuð viss um að ég hafi valið rétt en ég verð sannfærð um það ef mér tekst að nota þessi vaktafríi í sumar:) ef ég geri það ekki vel ég launin næst þegar ég spái í vinnu;)

Lifið heil

Engin ummæli: