Jújú, það hefur sést til mín í Reykjavík undanfarna viku - suma hef ég meira að segja farið að hitta viljandi þannig að ég get víst ekki lengur farið huldu höfði og haldið út þessa bloggþögn mikið lengur:)
Ferðin var afskaplega góð, bæði Miðjarðarhafið og tíminn sem ég var í London. Ég lærði margt og gerði fleira og veit ekki alveg á hverju ég á að byrja ...
- Titanic brandarar eru ekki sérstaklega vinsælir um borð í skemmtiferðaskipum
- aldrei spyrja Tyrkja hvort eitthvað matarkyns sé sterkt eða ekki
- mamma og pabbi eru ofsalega skemmtilegt og gott fólk sem á fullt af skemmtilegum og góðum vinum (þetta vissi ég þó en fékk enn og aftur staðfest í ferðinni)
- ég man ennþá danssporin við Macarena og Saturday Night og kann ennþá textann við Black and White með Michael Jackson, rappið líka:)
- ég dansaði við lög sem ég fílaði fyrir fimmtán árum og skemmti mér konunglega í marga, marga klukkutíma
- úr Strombolini eldfjallinu koma víst einhvers konar "volcanic bombs" samkvæmt skipstjóranum okkar
- Norðmenn geta líka verið fyndnir, skipstjórinn okkar var Norðmaður og endaði stundum skipstjóraávörpin sín með brandara á borð við: A man walked into the doctors office with a carrot in one ear and a banana in the other. He said: Doctor, I think I'm loosing my hearing. The doctor said: my dear Sir, your problem is not your hearing it's that you are not eating properly! Geri aðrir betur:)
- Góa er alvöru borg á Indlandi ekki bara nammitegund
- það er hægt að búa til smjör-líkan af öllu, ég tók myndir
- það er til ódýr búð við Oxford Street
- stórstjörnur ganga um Londonborg, ég mætti Antony Hopkins á Piccadilly:)
... og svo framvegis:)
núna er ég komin aftur í vinnuna, á næturvaktir og farin að eiga afskaplega misgáfulegar samræður við viðskiptavinina:
"nei, þú færð ekki að reykja núna, það er mið nótt og þú ert í opinberri byggingu"
"samkvæmt Mannréttindasáttmálanum á ég að fá að reykja á klukkutíma fresti eftir tvo tíma" (held það þýði að hann eigi að fá að reykja á klukkutíma fresti þegar hann er búinn að sitja inni í tvo tíma? ekki að það skipti máli, það eru engin ákvæði í Mannréttindasáttmálanum um reykingar manna í skammtímavistun, já, ég er 100% viss)
"nei, það er ekki rétt"
"heyrðu, veistu hver ég er? ég heiti Gísli Eiríkur Helgason (hann sagði nafnið sitt en ég ætla að sjálfsögðu ekki að hafa það eftir) og er Nóbelsverðlaunahafi, ertu eitthvað rugluð??!!"
hverju er hægt að svara svona spurningu?:)
Annars er ég komin aftur og mun væntanlega blogga fljótlega:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Velkomin heim mín kæra,
Frábært að ferðin var frábær.
Og auðvitað eru til fyndnir norðmenn, þeir verða bara að fara ótrúlega leynt með það til að eyðileggja ekki ímynd lands og þjóðar :0)
Sjáumst vonandi í sumar!
Mér finnst nú útgáfan af bananrandaranum, sem ég heyrði í teiknitíma í Való... sennilega 1986, betri en skipstjórans:
Einu sinni var maður með banana í eyrunum.
-Fyrirgefðu, en þú ert með banana í eyrunum.
-Ha?
-Þú ert með banana í eyrunum!
-Hvað segirðu?
-Þú ert með banana í eyrunum!!
-Ég heyri ekkert hvað þú ert að segja.
-Þú! Ert! Með!! Banana!! Í eyrunum!!!
-Þú verður að tala hærra, ég er nefnilega með banana í eyrunum.
Gott að þú skemmtir þér vel alla ferðina....ég er farin að hugsa um að ég þurfi að fara í svona ferð - kannski er ég bara þreytt!!!!
Skemmtilegur þessi mannréttindasáttmáli sem leyfir manni það sem maður vill og tryggir mannni réttinn á því að reykja á klukkutímafresti....ekkert mikilvægt að borða eða fá vatn!!!!
Skrifa ummæli