Jarðskjálftinn maður!
Ég vaknaði við hann og vissi ekki alveg hvað gekk á, nógu ringluð er ég yfirleitt þegar ég vakna svona um miðjan dag eftir næturvaktir til að ekki bætist við að vera vakin við jarðskjálfta. Rúmið lék á reiðiskjálfi, ég lyfti höfðinu frá koddanum og horfði beint í augun á Fídel sem virtist vera alveg jafnruglaður á þessari truflun og ég. Eiga dýr ekki að vera hrædd við jarðskjálfta? Hann geispaði og teygði úr sér þannig að ég lagðist bara aftur á koddann og ætlaði að sofa aðeins lengur þegar meðvitundin fattaði að þetta hlyti að hafa verið jarðskjálfti ... þannig að ég gerði það eina í stöðunni, stóð upp og kíkti útum gluggan, jú, hjólið stóð ennþá þannig að ég fór bara aftur uppí rúm:) gat að vísu ekki sofnað aftur því ég var víst alveg búin að sofa í að verða átta tíma þannig að ég fór á fætur og maður lifandi hvað ég var með miklar harðsperrur!
ég fór nefnilega á hestbak með Frekjunni á miðvikudagskvöldið og skemmti mér konunglega:) það eru komin nokkur ár síðan ég fór á bak síðast en ég er að hugsa um að láta ekki eins langan tíma líða áður en ég fer næst ... og ekki bara útaf harðsperrunum;) en mér skilst að "seasonið" sé að verða búið sem er synd því ég hefði haldið að það væri skemmtilegast að stunda hestasportið á sumrin? vera að moka skít og frjósa í hel allan veturinn og senda svo alla hestana í sveit um leið og veðrið fer að vera gott:) skringilegt sport, en ábyggilega rosalega gefandi;)
en eitt sem böggar mig alltaf reglulega, rakvélar! Hvað er málið með að vera alltaf að breyta rakvélum sem virka bara fínt, takk fyrir, og setja nýjar og nýjar rakvélar á markaðinn og hætta að selja rakblöðin í þessar gömlu?? Ég var mjög sátt við mína rakvél en svo hættu þeir að selja þær og loks var ekki hægt að fá blöð í hana lengur - ég komst þó upp með að nota hana lengur en flestar býst ég við því það var enn verið að selja blöðin í hana í Ungverjalandi þannig að ég keypti tvo pakka:)
þó kom að því að ég kláraði blöðin og varð að kaupa mér nýja vél um daginn og ég er ekki sátt! Þetta er glæný vél en rakvélablöðin eru handónýt (jafnvel þegar þau eru splunkunýkomin úr umbúðunum) þannig að ég geri ekki ráð fyrir að þessi vél verði lengi á markaðinum - hún virkar bara alls ekki - sem þýðir að ég verð að kaupa mér nýja vél aftur ... kannski er ódýrara að kaupa bara einnota? hvað gerið þið?
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Iss, þegar ég var í "hestunum" þá voru þeir á viðráðanlegum stað á sumrin og fóru ekkert í frí fyrr en á haustin! Það er sko ekkert gaman að vera í hestamennsku ef maður getur ekki farið í reiðtúr í góðu veðri á sumrin og tjillað einhvers staðar úti í sveit!!
Hildur
hestarnir okkar fóru aldrei í frí fyrr en eftir hrossaréttir sem voru um miðjan október.
Ég kaupi einnota því ég gafst upp á þessu með vélar sem hættu og blöðum sem kostuðu hvítuna úr augunum en dugðu ekki neitt!!!
Ég skipti því miður reglulega um rakvélategund um leið og gilette dettur í hug að bæta við einu rakvélarblaðinu í viðbót á hausinn (held að það séu 5 blöð núna á hausnum). En ég er núna með með Gillette Mach Fusion eitthvað sem er með titrara og það virkar bara rosa vel. Kannski ættirðu að fá þér karlmannsvél, ég held að þeim sé ekki breytt jafn oft...
Ég gleymdi auðvitað að segja þér frá því að það eru til allskonar tips og trix með rakstur sem koma ekki rakvélinni við. Hérna er td. uppskrift Gumma að hinum fullkomna rakstri.
1)hita upp húðina, setja á sig sápu og raka með rótinni
2)hita aftur upp húðina, setja sápu á og raka á móti rótinni
3)kæla húðina eða nota rakspíra til að losna við raksturs exem
4)fara út í sjoppu og láta biðja mann um skilríki þegar maður kaupir sígó
p.s. Ég hef rakað mig í 18 ár, sem þýðir um 6000 rakstra um æfina þannig að ég veit hvað ég er að tala um,lol
Ef þig vantar e-h fleiri upplýsingar um rakstur þá skal ég glaður deila úr viskubrunni mínum :)
Skrifa ummæli