fimmtudagur, maí 29, 2008

Afskaplega er Facebook skemmtilegt:) ef ekki væri vegna þess myndi ég eflaust ekki vita af því að vinir mínir hafa ... voted on your strengths and weaknesses:

STRENGTHS:
best companion on a desert island
most artistic
merriest

WEAKNESSES:
best dancer
most organized


ekki slæmt að fólk vilji fara með mér á eyðieyju, ég er meira að segja fremur upp með mér en kommon!! þið getið ekki sagt að ég sé slæmur dansari, óskipulögð já, kannski er það rétt, en þið sem eruð að kjósa um danshæfileika mína getið ekki hafa séð mig dansa! ég er "on fire" þegar ég kemst í návígi við dansgólf! ég er að segja ykkur það:)

jamms, klukkan er að verða þrjú um nótt og ég er að skipuleggja sumarið - er á leiðinni í Húsafell eftir nokkra daga, stefni á að kíkja á Akureyri seinna í sumar til að hitta nokkrar stelpur og hvolp, fer væntanlega hringinn með tveim heiðurskonum og ... :)

sem minnir mig á það, hefur þig alltaf langað til að læra á línuskauta? ert þú línuskautari "inní" þér en vantar að læra að tjá það? keyptirðu línuskauta fyrir löngu en notarðu þá aldrei? ertu laus 5. júní klukkan 18:00? vertu í bandi, það er verið að safna liði til að fá námskeiðið ódýrar og auðvitað, the more the merrier:)

Góðar stundir

Engin ummæli: