Kíttisspurningu minni, þeirri sem varðar umfram-efnið-eftir-verkið, hefur verið svarað af mér kíttisfróðari manni ... ég gleymdi að ýta á "losunar-hnappinn" til að taka þrýstinginn af gorminum og þar með sílikontúbunni, auðvitað!! :) skil ekki hvernig ég gat gleymt því vegna þess að framleiðslulandið sem virðist á sumum heimilum skipta höfuðmáli en einmitt skrifað á þennan "losunar-hnapp" ... framleiðslulandið skiptir því greinilega máli þó að mikilvægi þess er annað en ég hélt:) hefði ég ýtt á "Tævan" hefði ekkert sílikon haldið áfram að flæða:)
annað sem ég hef séð fólk gera nokkur hundruð sinnum er að brúna kartöflur og en enn og aftur sannast að það er alls ekki það sama að sjá og að gera ... við prófuðum að elda "jólamat" í gærkvöldi, hamborgarahrygg, salat, rauðkál, gular baunir, sósa the works og ætluðum að hafa brúnar kartöflur með ... gekk ekki:) nokkrar uppskriftir og nokkur símtöl og nokkrar tilraunir sem enduðu í mismunandi tegundum af karmellu:) karmellan var mjög góð en ekki alveg það sem við vorum að reyna að búa til:) núna verða brúnar kartöflur með öllum mat þangað til þær bragðast eins og brúnar kartöflur og eru brúnar eins og hjá mömmu:) hefði kannski átt að nota brúnan matarlit eins og forfeður mínir hafa gert til að ná tilætluðum áhrifum? geri það kannski á jólunum ef ég verð ekki búin að læra galdurinn?:)
annars fór ég í afmæli á laugardaginn síðasta og skemmti mér alveg konunglega!:) ef þú lest bloggið mitt Berglind þá þakka ég kærlega fyrir mig!! skemmtilegasta afmæli sem ég hef farið í lengi lengi:) flottur matur og nóg að drekka og alvöru hljómsveit, skemmtilegt fólk og fyndnar skreytingar og svo fengu allir barmmerki:) enduðum tvær kvöldið á Hótel Sögu þar sem árshátíð Landvara (félag truckdrivera Íslands) var í fullum gangi, hitti þar mág systur minnar og var kynnt fyrir lange-baner af bílstjórum héðan og þaðan af landinu ... ég lagði eina gátu fyrir mann frá Húsavík, að vísu meira til að búa til samræður en að virka dularfull;) ... "hvaða gata í 101 er lengri en Hverfisgatan, með hringtorgi og umferðaljósum, liggur undir brú, upp brekku, gegnum mýri og samsíða flugbraut?" hann hélt ég væri að búa þessa götu til en hún er raunveruleg ... ætli hann sé enn að velta þessu fyrir sér? :)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli