föstudagur, nóvember 11, 2005

Ég fékk mér að borða í mötuneytinu hérna í vinnunni áðan, fínn matur alveg, en ég kann ekki alveg að meta hann:( sem mér finnst afskaplega leiðinlegt ... ég fékk mér indverska kartöflusúpu en hún var of sterk fyrir minn smekk ... fólki fannst hún að vísu almennt mjög sterk, held ég, en mér leið eins og hálskirtlarnir væru að vaxa aftur innan í hálsinn á mér og að ég væri að fá hár á bringuna:)

Fídel er búinn að vera á spítala síðan á miðvikudaginn en ég fæ að sækja hann á eftir:) hann er ekki alveg orðinn hress þannig að ég þarf að gefa honum meðal, fylgjast óskaplega vel með honum næstu daga og fara með hann strax á spítalann ef það kemur eitthvað uppá en ég hlakka mikið til að fá hann heim ... mjög mikið, ég hef saknað hans óskaplega... ég fór og heimsótti hann í gær, klappaði honum og talaði við hann heillengi en hann var samt ennþá mjög veikur og skíthræddur þegar ég fór - aumingjans litli kisinn:(

þegar hann kemur heim verður hann dekraðasti kötturinn í Reykjavík ... Seifur fær samt líka knús og dekur fyrir að hafa haldið mér félagsskap þessa Fídel-lausu-daga:) ... Seifur er samt orðinn dekraður, hann fékk meira að segja harðfisk í gærkvöldi að ástæðulausu, bara fyrir að vera til eiginlega ... sem er slatti góð ástæða þegar ég pæli í því;)

Lifið heil

Engin ummæli: