ég vil bara leiðrétta svolítið sem snöggvast, ég KANN að brúna kartöflur, þetta hlýtur bara að hafa verið byrjenda-óheppni þarna á sunnudaginn því ég fékk mér afgang af steikinni í gærkvöldi og mér tókst að brúna kartöflur í fyrstu tilraun og þær voru alveg eins og þær áttu að vera og nei, ég freistaðist ekki til að nota brúnan sósulit:)
æfingin skapar meistarann en innst inni er ég frekar fegin að þurfa ekki að hafa brúnar kartöflur með öllum mat eins og planið var áður en ég fattaði að ég kunni þetta barasta ... spagettí, sósa og brúnar kartöflur; chicken fajitas með brúnum kartöflum; kjúklingaréttir með hrísgrjónum og brúnum kartöflum ... hafragrautur og brúnar kartöflur? ekki sérlega girnilegt?;)
ég var rosalega þyrst í nótt, á meðan ég var sofandi sem sagt, og ég vaknaði þrisvar við vaskinn, bæði í eldhúsinu og inná baði ... ég var svo þyrst að ég gekk (að minnsta kosti?) þrisvar í svefni til að ná mér í eitthvað að drekka ... veit ekki með ykkur en mér finnst það frekar merkilegt:)
Lifið heil
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli