Fídel er aftur kominn á spítlann og íbúðin er mjög tómleg og stór bara fyrir okkur Seif ... hann var lagður inn í gær og við Seifur dunduðum okkur við að hengja upp ljósaseríur í gærkvöldi, ég festi þær á gluggana og Seifur hékk í endanum sem átti eftir að festa upp:) hann er svo duglegur að hjálpa til þessi köttur:)
en við söknum Fídelar ... hann fer líklega í aðgerð í dag, það verður læknafundur eftir hádegið til að meta hann og ástandið og svo ákveða þeir hvað verður að gera ... en helgin var mjög ljúf:) mikið kúrt og lesið og malað og kúrt meira en ég held að Fídel haldi að ég sé eitthvað skrítin því alltaf þegar hann stóð upp elti ég hann, ég átti að fylgjast með honum en hann er vanari að elta mig;)
ég er farin að hlakka svolítið til jólanna, þau hafa yfirleitt bara verið komin án þess að ég hafi áttað mig á hvað tímanum liði en þetta árið "sé" ég þau koma og ég er farin að hlakka svolítið til:) líka vegna þess að ég býst ekki við botnlausri vinnu eins og svo oft áður og ég veit nokkurn veginn hvað fólk fær í jólagjafir frá mér:) man ekki hvenær ég hlakkað beint til jólanna síðast? kannski er ég að verða jólabarn? betra seint en aldrei;)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli