Þetta er búið að vera mjög fínn dagur þrátt fyrir asnalega mikinn vetur svona allt í einu ... ég fór með nýju skónna mína til skósmiðs því þeir voru ekki ... eins og ég vildi hafa þá ... í laginu? hélt kannski að þeir væru gallaðir en það er ekki neitt að þeim nema að þeir eru nýjir:) þessi yndislegi skósmiður sem ég held að heiti Þráinn? (er með verkstæði sitt á Grettisgötunni, bakvið Spron?) gerði sér lítið fyrir og nuddaði skónna mína frá toppi til táar, brakaði, hnykkti og nuddaði, hægri, vinstri og núna eru skórnir miklu mýkri og meira eins og ég vil hafa þá í laginu:) og þetta kostaði ekki krónu en "ef það er einhvern tímann eitthvað að skónum þínum kemurðu bara með þá hingað" ... þetta kalla ég þjónustulund! það er nefnilega alls ekki sama hvernig þú segir fólki að það sé heimskt:)
... fór og kíkti á Hannes í vinnuna eftir að skó-nuddið, þaðan í Byko sem sendi mig í Brynju sem sendi mig í Litir og föndur til að kaupa ný blöð í hnífinn minn ... Litir og föndur hættuleg búð ... stórhættuleg:( ég fór líka í Leikbæ á Laugaveginum (hélt að Leikbær væri bara í Skeifunni, Mjódd og Firði Hafnarfirði en hann er líka á Laugaveginum!!) og keypti það sem mig vantaði í fimm ára afmælisgjöf á morgun:) þar sem ég þurfti ekki að fara í úthverfi og austur fyrir Rauðará sparaði ég svo mikinn tíma og bensín að ég ákvað að skella mér á kaffihús:) Tíu dropar, rosalega fínt og kósý og gott kaffi og hlýlegt og þægilegt og sjarmerandi og góð þjónusta og einstaklega skemmtilegir eigendur:) amk einn þeirra en hún var ekki að vinna ... ég verð greinilega að fara aftur ... og aftur og aftur;)
annars lenti ég í svolitlu merkilegu í gær. Ég var að labba eftir götu og allt í einu kom veggur af laufblöðum á móti mér. Ég veit ekki hvert þau voru að fara en þau voru á mikilli ferð, vel skipulögð, í þéttum hóp og alveg örugglega orðin of sein. Þar sem ég stóð þarna á miðri gangstéttinnu með hendurnar fyrir augunum, umvafin laufblöðum eins og býflugnabóndi með hunang í vösunum, leið mér skyndilega eins og ég væri í low budget fellibyljabíómynd (fellibyla eða fellibylja? Maja?) það eina sem vantaði voru mennirnir með laufblaðapokana, vindvélar, ljós og myndavélar ... og auðvitað bikiníið, gengur alls ekki að vera skynsamlega klædd eftir veðri í B-myndum ... og ég þyrfti að vera ljóshærðari ... og bikiníið helst rifið ... rosalega er gaman að þykjast vera kvikmyndastjarna þó það sé bara í augnablik og inní sér:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli