Það er komið meira en vika síðan ég bloggaði síðast og það var ekki sérlega merkilegt blogg, þannig að spurning um að skirfa eitthvað hérna ... hvað hefur gerst síðastliðna viku? ég fékk aðgang til að dánlóda Desperate Housewifes og á núna alla fyrstu seríuna á tölvunni minni og þeir eru ekkert smá skemmtilegir:) ég fór með fólk í versta tilbrigði sögunnar við Gullna hringinn á laugardaginn; nokkrir Íslendingar búnir að bjóða heilum haug af útlenskum bissnessmönnum til landsins í von um að þeir myndu kaupa kerfi/tæki/vöru-eitthvað sem þeir eru búnir að sitja sveittir við að forrita/búa til/hanna í marga mánuði. Á föstudaginn var einhver mikil kynning á dæminu, matur og svo áfengi .... þegar útlensku bissnessmennirnir voru komnir í glas tilkynntu þeir Íslendingunum að dótið þeirra væri einfaldlega ekki þess virði að borga fyrir, það var ekki "fullklárað", það vantaði að fínpússa of mörg atriði, þessi kynning virtist alveg óundirbúin og þeim datt ekki í hug að kaupa það "en takk kærlega fyrir að bjóða okkur til Íslands" .... mórallinn var vægast sagt ömurlegur á laugardeginum, þynnka og fýla ... en ég vissi ekki hvað var að fyrr en seint, seint um kvöldið, þegar við vorum búin að keyra í um það bil níu tíma og ég var eiginlega búin að lýsa frati í aftursætisbílstjórana (sem voru ósáttir við hvorn annan og gátu ekki valið leiðina sem ég átti að keyra og sama hvaða leið ég fór var einhver ósáttur) og hópinn þeirra og ákvað að njóta þess bara að vera að rúnta um Ísland á svona gullfallegum degi, blankalogn, Þingvallavatn eins og spegill, sólskin, heiðskírt, gufan á Nesjavöllum steig beint upp í lóðrétt ský ... bara ótrúlega fallegur dagur og ég ákvað að njóta hans og gleyma því að ég var með fullan bíl af fýlupokum:) seinasta stopp var á Geysi, hálftími í kaffi en nei ... tveim tímum seinna kemur hópurinn af barnum! og situr á trúnó alla leiðina í bæinn:) þá fyrst frétti hvað hafði komið uppá og gert alla svona fúla, eins og einn Íslendinganna sagði svo eftirminnilega, þvoglumæltur af drykkju með handlegginn um axlir viðmælandans:
"I am very hurt and dishappy, we didn't plan to have you here yesterday, we have been working very hard for months"
... en ég hélt bílnum á veginum:)
ég er búin að vera að pæla í jólagjöfum líka undanfarið og allir fullorðnir fá heimatilbúnar gjafir frá mér þetta árið, fyrir því eru tvær ástæður, fjárhagslegar og tími, ég er bara í einni 100% vinnu og tveim aukavinnum sem eru ekki reglulegar heldur þegar þörf er á mér sem er alls ekki alltaf. Ég hef sem sagt tíma til að sitja heima hjá mér á kvöldin og um helgar og dunda mér og það er vægast sagt frábært:) ... og ég hef einmitt verið að dunda mér mikið undanfarið:) ... svo fór ég að sjá Edit Piaf og vá!! mæli með því:) ótrúlega góð söngkona og verulega merkilegt að hlusta á lögin hennar á íslensku:) ... held að mér finnist bara frekar gaman að fara í leikhús:) núna er ég að hugsa um að fara á Koddamanninn ... ef þeir eru ennþá að sýna hann?
en eitt það merkilegasta sem ég hef gert undanfarið er að á mánudaginn fór ég til meistara í austrænum læknavísindum:) læknirinn minn jók alltaf verkjalyfjaskammtinn og síðast þegar ég fór sagði hann mér að taka 600 mg af íbufeni þrisvar á dag en mér dettur það bara ekki í hug! þannig að ef ykkur vantar Ibufen þá á ég ennþá lyfseðilinn;) í staðinn pantaði ég tíma hjá meistaranum sem ég hafði heyrt svo góða hluti um því ég er tilbúin til að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að eyðileggja líffæri etc. með því að bryðja verkjalyf ... ég bjóst svo sem við að ég myndi finna eitthvað því gaurinn stakk nálum í mig alla en vá ... þegar tíminn var búinn leið mér eins og ég hefði sofið 12 tíma og væri alveg úthvíld (nema hvað ég sofnaði ekkert hjá honum) og var svo vönkuð að hann varð að minna mig á að borga:/ blóðroðnaði að sjálfsögðu;) svo gekk ég út í sólskinið og leið eins og ég hefði verið vafin inn í mjúkt og hlýtt ský ... ég flissaði í tvo klukkutíma, sólheimaglottið er ennþá til staðar:) ég fer aftur næsta mánudag og ég er með steina í eyrunum sem ég á að nudda nokkrum sinnum á dag, heimavinnan mín:) og ég ætla að vinna hana ... bara um leið og ég get komið við eyrun á mér:)
ætla að koma mér í vinnuna, ég hlakka til, fíllinn er loksins búinn, hann klárðaist í síðustu viku;)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli