þriðjudagur, október 04, 2005

Ég var að vinna alla síðustu helgi og ég er ennþá netlaus heima hjá mér þrátt fyrir að hafa reynt allt sem mér dettur í hug til að tengjast ... það vantar tilfinnanlega tæknigenið í mig:)

Í gær ákvað ég að skipta um kattasandstegund. Ég var með svona sand sem var alveg eins og sandur en samt úr einhvers konar efni sem klessist saman í köggla þegar það blotnar, fræðilega rosalega góð hugmynd en þegar kattasandskassinn er inná baðherbergi er það ekki sérlega góð hugmynd ... sturtan er þarna líka og það subbast alltaf einhver sandur útfyrir kassann ... hvað um það, þetta var bara ekki að virka fyrir mig þannig að ég ákvað að nota gömlu góðu tegundina mína aftur. Þegar ég var búinn að tæma allan sandinn út kassanum fannst mér botninn ekki vera nægilega hreinn (??!!) auðvitað er hann ekki hreinn hreinn því hann er alltaf fullur af sandi og nýlega fullur af sandi sem “bráðnar” þegar hann blotnar ... en mér fannst þetta ekkert ganga að botninn væri ekki hreinn þannig að ég ákvað að þrífa kassann nú almennilega að innan ... eins og fólk gerir? kannski ekki? ... ég var búin að vera að þrífa í nokkrar mínútur þegar ég fattaði að nýr kattasandskassi kostar skít á priki og ég var að skrúbba hann að innan ... kannski gerir fólk ekki þannig? En það var orðið of seint því ég var eiginlega búin ... þegar mér fannst kassinn orðin nægilega hreinn þurrkaði ég hann, setti hann á sinn stað og fyllti hann af sandi... þannig að núna sést botninn ekki frekar en áður

Kettirnir kunnu samt að meta þrifin, þeir fylgdust báðir með því sem ég var að gera af mikilli athygli og þegar kassinn var aftur fullur af sandi skiptust þeir á að prófa nýja sandinn og nota hann eins og á að gera... jamms, hreini kassinn er ekki lengur svo hreinn ... ég er eiginlega fegin því að hafa ekki keypt mér nýjan kassa

Lifið heil

Engin ummæli: