þriðjudagur, október 18, 2005

Bloggdeyfð í mér þessa dagana, var of lengi netlaus og er ekki búin að fatta að ég er það ekki ... nema á laugardaginn þegar ég ætlaði að blogga en allar síðurnar voru "á tali" ... skil það ekki sjálf þannig að ég ætla ekki að velta því fyrir mér, sérstaklega því það er allt í himnalagi núna:) ... en þar sem ég er í vinnunni og á ekki að vera að blogga þá ætla ég bara að láta enn einn Bush-brandarann fljóta, þó að flestir hafi ábyggilega lesið hann nú þegar:)

Þú ert í Texas. Í Houston nánar tiltekið.
Það ríkir í kringum þig mikið öngþveiti, því á hefur skollið mikill fellibylur og orsakað hræðileg flóð.
Þú ert ljósmyndari, þú vinnur hjá stóru dagblaði og ert í miðju þessarar hryllilegu hringiðu.

Staðan er svo að segja vonlaus.

Þú ert að reyna að taka bestu myndir ferils þíns.
Það er brak úr húsum og fólk allt í kringum þig, fljótandi í vatninu.
Sumir dragast undir og koma ekki aftur upp. Náttúran sleppir lausum eyðileggjandi krafti sínum.

Allt í einu sérðu mann berjast um í vatninu nálægt þér. Hann berst fyrir lífi sínu og reynir á örvæntingarfullan hátt að halda höfðinu upp úr vatninu.
Þegar hann flýtur nær þér finnst þér að þú eigir að kannast við hann.
Það rennur allt í einu upp fyrir þér hver hann er.
Þetta er George W. Bush!
Á sama tíma sérðu að ólgandi vatnið er um það bil að færa hann í kaf... að eilífu.

Þú hefur tvo valmöguleika:
Þú getur bjargað lífi G.W.Bush,
Eða þú getur tekið myndir sem myndu án efa vinna þér inn Pulitzer verðlaun. Myndir, sem sýna dauða valdamesta manns í heiminum í dag.

Svo hér kemur spurningin, og mundu að þú verður að svara henni í fyllstu hreinskilni:


Hvort myndirðu velja hágæða litafilmu
eða klassískan einfaldleikann sem svarthvítar filmur bjóða upp á?


Góðar stundir

Engin ummæli: