Góðan og blessaðan:)
ég er enn netlaus heima hjá mér en það er víst ekkert að ... farin að halda að ég sé að ímynda mér netleysið? ... annars fínt að vera netlaus núna, ég sakna þess ekkert sérstaklega lengur:) vissi að þetta væri bara spurning um tíma þangað til ég væri búin að afvenja mig daglegu surfi:) en það er frekar svekkjandi að tala við mismunandi fólk og stofnanir og fá alltaf að heyra að það sé ekkert að ... eins og að fara til læknis með verk í hendinni og fá að heyra að ég sé ekki með hendi eða að það sé ekkert að henni eða að hún hafi aldrei verið til staðar ...
en ég var að fá brandara með tölvupósti sem ég held að sumir sem lesa þetta hafa gaman af?
Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum. Hann langaði til þess að stinga upp kartöflugarðinn en það var of mikil erfiðisvinna fyrir hann. Sonur hans, Bubbi, var sá sem hjálpaði honum venjulega en Bubbi sat á Hrauninu.
Gamli sendi honum tölvupóst og sagði honum frá vandræðum sínum:
"Elsku Bubbi minn. Mér líður hálf-illa því það lítur út fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig.
Áttu von á helgarleyfi bráðlega?
Kær kveðja elsku sonur, pabbi."
Eftir örfáa daga, fékk hann svar frá syni sínum:
"Elsku Pabbi Í GUÐANNA BÆNUM EKKI STINGA UPP GARÐINN!
Ég gróf dópið og byssurnar þar!
Þinn Bubbi."
Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og stungu upp öll beðin, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut. Sama daginn fékk hann annan tölvupóst frá syninum:
"Elsku pabbi. Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur Bubbi."
Lifið heil og góða helgi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli