fimmtudagur, júlí 13, 2006

úje!... hvar er grámosinn? er sjórinn svartur af síld?

get ekki sofið en verð að sofna, ekki góð blanda;)

annars er ég ekki í neinu bloggstuði þessa dagana og hef þar af leiðandi ekki loggað mig inn lengi, lengi, lengi en ég hef samt nóg að segja come to think of it:)

þakka ykkur öllum fyrir kommentin á síðustu færslu!! ég veit ég hef ekki svarað þeim en það var ofsalega gaman að fá þau öll;)

ég á núna tvo bíla, annar er til sölu og hinn heitir Ari :) Ari er pínku ponsu jeppafóstur, hvítt að lit og eyðir ekki neinu, sá sem er til sölu er alvöru jeppi, 33" breyttur Wrangler '90, svartur, silfrað hardtop, skoðaður athugasemdalaust 07, fín dekk undir honum, mjög gott á honum lakkið og selst ódýrt gegn staðgreiðslu ... um að gera að plögga aðeins fyrst ég á þessa síðu og þannig:)

Ari er ofsalega sætur en er ekki að gera mikið fyrir kúlið ... sem er allt í lagi, ef ég vildi að fólk tæki eftir mér myndi ég bara kaupa mér þrönga boli sem ná hvorki alla leið upp né niður og hlébarðaleggings, það væri ódýrara:)

Lifið heil

Engin ummæli: