Gleðilegan mánudag aftur krakkar mínir:)
alltaf eitthvað að gerast sem kemst aldrei á bloggið, ég kenni því um að núna er sumar og ég er aldrei heima til að blogga ... þegar ég hef verið heima undanfarið hef ég verið að horfa á snilldar þætti að nafni Firefly sem ég fékk lánaða hjá vini mínum í síðustu viku:) ofsalega skemmtilegir og ég mæli hiklaust með þeim:)
annars er það helst í fréttum að nú er ég hamingjusamur eigandi mótorhjóls, Yamaha XT 660R, blátt og hrikalega flott!!
þið eigið eftir að sjá mig á því á götum bæjarins í framtíðinni en þangað til getið þið skoðað þessa mynd eins oft og þið viljið:)
... og já, mig vantar líka bíl en ég hef nú megnustu óbeit á bílasölumönnum (löng saga, fyndin en fær samt að bíða betri tíma) þannig að ef þið þekkið einhvern sem er að selja bílinn sinn megiði endilega láta mig vita;)
Góðar stundir
mánudagur, júlí 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli