miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Það er varla hægt að segja að sumarið 2006 hafi verið bloggsumarið mikla hjá mér ... en kannski fer ég að blogga aftur núna þar sem ég er komin aftur í gömlu góðu vinnuna mína þar sem eru engir viðskiptavinir og stress þekkist ekki, í minni deild að minnsta kosti:)

Ég þoli nefnilega ekki að vera stressuð og ég er búin að vera svo leiðinleg við fólk að ég held að það komi barasta enginn í afmælið mitt:(

... sem verður haldið eftir tæpan hálfan mánuð en ég er ekki hvorki búin að ákveða hvar né hvenær ... né hvernig:) planið var alltaf að leigja mér trampólín og bjóða öllum í grillveislu í Hljómskálagarðinum en svo benti einn snillingurinn mér á að ef einhver slasar sig á trampólíninu ber ég alla ábyrgð á tjóninu (verandi leigutakinn) en þar sem ég er á almenningssvæði og trampólínið líka þá borga tryggingarnar mínar ekki krónu ... ég þekki of marga klaufa (no offense, en þið vitið hver þið eruð:)) til að taka sénsinn á því:) þá datt mér í hug að leigja hoppukastala en ég held að það væri sambærilegt við að biðja æðri vættir allra náðsamlegast um rigningu á afmælisdaginn sinn (hoppukastalar = rigning, ef indjánarnir hefðu átt plast, skæra liti og loftdælu (?) hefðu þeir aldrei þurft að búa til regndansinn)

Þannig að ég veit ekkert hvað ég á að gera, útiafmæli er ennþá planið en mynduð þið vilja koma í svoleiðis eða mun ég standa ein við hliðina á blautum hoppukastala? Ekki þannig að þið þurfið að koma til að hanga og tjitttjatta, það verður væntanlega einhver dagskrá,
klukkan eitt núll núll reipitog
klukkan eitt núll þrjú brúnku keppni
klukkan eitt þrettán krikket
klukkan eitt tuttuguogsjö grillveisla
klukkan tvö fjörtíuogfimm ropkeppni
klukkan fimmtán núll tvö brennókeppni
klukkan fimmtán sautján pakkar afhentir og allir sendir heim ...

þá geta allir mætt í það sem þeir vilja vera með í eða horfa á eða hlæja að og geta látið sig hverfa fyrir klukkan fimmtán sautján:) ... annars er ég að hugsa um að afþakka alla pakka því það sem mig langar í er allt of stórt til að passa í afmælispappír;) er þetta of "líkamleg" afmælisveisla? er ég eina sem myndi hafa gaman af þessu?:)

... á ég kannski bara að kaupa bjórkúta eins og fyrir tveim árum, bjóða öllum á fyllerí og fara sjálf heim á miðnætti?

Lifið heil

Engin ummæli: