"Ertu alveg hætt að blogga?"
"Nei, ég veit bara ekki hvar ég á að byrja."
... og það er alveg satt en svo fór ég að hugsa (í kjölfar þess að viðmælandi minn hló að mér) afhverju þarf ég að segja hvað hefur á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast? ég er alls ekki þessi persónulegi bloggari sem segi frá öllum sem er að gerast þannig að ég ætti ekki að sleppa því að blogga vegna þess að ég hef ekki sagt frá því sem er að gerast undanfarið? er það nokkuð? :)
það merkilegasta sem gerðist í dag hins vegar var að ég sendi tölvupóst á alla samstarfsmenn mína (rúmlega hundrað) og hvatti þá til stunda jóga í vetur svo við getum fengið ókeypis jógatíma, á vinnutíma, í vinnunni:) ... að vísu ekki á launum but you can't win them all:)
og það sem er helst í fréttum er að ég er að fara til Kanarí:) pantaði að vísu ferðina í maí síðastliðnum þannig að þetta eru ekkert nýjar fréttir en það er bara svo stutt þangað til ég fer núna að mig er farið að dreyma hvað ég ætla að taka með mér:) ... tveggja vikna sumarfrí í sól á fimm stjörnu hóteli við ströndina ... tvær heilar vikur:) hef ekki farið í frí frí síðan ... 1998? :/
kominn tími til! :)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli