Dyggir lesendum muna ef til vill eftir því að í vor var ég búin að gera samning við málarameistara um að mála húsið okkar og gera það aftur gult eins og það var þegar ég keypti. Það hefur rignt svo mikið í sumar að eymingjans málarinn er kominn langt, langt á eftir með verkin sem hann tók að sér. Ég hef ekkert verið að pressa á hann því ég veit að hann er ekkert að drolla, það er ekki hægt að mála húsveggi í grenjandi rigningu og ég þarf bara að líta út um gluggan til að sjá afhverju hann er ekki kominn:) uppúr sjö í morgun heyrði ég umgang fyrir aftan húsið mitt og rétt fyrir hálfátta þegar ég var á leiðinni í vinnuna tóku á móti mér sex gallaklæddir málarar með jafnmarga stiga og gula málingu í dollum!! húsið mitt verður væntanlega orðið gult þegar ég kem heim í kvöld!! en draumurinn um menn á pöllum umhverfis húsið mitt er orðinn að engu ef þeir ætla svo bara að nota stiga við verkið :)
Annars er ég stressuð þessa dagana og ég er farin að vera þreytt í hnjánum sem er ótvíræð vísbending um að ég verði að fara að slappa af en vegna verkefna og vinnu verður það ekki fyrr en á mánudaginn ... en ég er að sjálfsögðu strax komin með lista yfir það sem ég verð að gera á þriðjudaginn ;)
En það er margt annað gleðilegt fyrir utan að húsið mitt er orðið gult til að gleyma því að hnéin á mér eru orðin þreytt. Það er hamborgari í mötuneytinu í hádeginu, við erum komin með kennara í jógaið þannig að núna mun ég fara í jóga í vinnunni einu sinni í viku og vegna þess að ég stakk uppá þessu hefur mér verið falið að halda utan um þetta allt saman ... ég er greinilega orðin félagsmálatröll á efri árum, sem er gleðilegt held ég barasta? og það er komin helgi eftir nokkra klukkutíma :)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli