Ég er búin að gleyma hvaða tannkrem mér finnst gott ... ég veit að þetta hljómar furðulega en ég man bara ekki fyrir mitt litla hvaða tannkrem það var sem mér fannst gott á bragðið:(
ástæðan fyrir því að ég man þetta ekki, ég veit að allir eiga að muna svona hluti um eigin smekk, en ég versla stundum í Bónus og þar eru ekki allar tannkremstegundir seldar en samt kaupi ég tannkrem þar þegar mitt er alveg að verða búið ... það er ekkert að þessum tegundum sem ég kaupi, mismunandi í hvert skipti held ég, en þær eru bara ekki eins góðar og mér finnst að tannkrem eigi að vera því ég veit að ég hef notað betra tannkrem um ævina en það sem er inná baði núna ... og betra en það sem ég keypti síðast líka ...
hvaða tannkrem notið þið? eruð þið sátt? hvar er það keypt?
Góðar stundir
þriðjudagur, maí 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli