Komin heim eftir fyrsta 8 til 4 vinnudaginn:) já, krakkar mínir, það kom að því að ég væri að vinna venjulegan vinnutíma en núna kem ég heim á loftborstíma ... þetta er gallinn við að búa í hverfi þar sem alltaf er verið að gera upp hús, byggja við og laga garða ... um leið og vorar fara eigendur og íbúar af stað og allar helgar og öll kvöld má heyra óm framkvæmda þar sem flestir eru í fullri vinnu við að gera eitthvað allt annað á daginn og nota svo sumarfríið sitt í að sitja á nýjum palli við nýmálað hús með nýtt dren og nýtt þaki:) "ómur framkvæmda" er hugsanlega ekki alveg rétt lýsing á þessum dómsdagshávaða sem nístir merg og bein og gerir kettina að skjálfandi taugahrúgum en það er takmarkað mikið sem loftbor dugir, það hlýtur að koma að því að loftborshluti verksins klárist og siðmenntaðri framkvæmdir hefjast ... málingarvinna finnst mér til að mynda afskaplega siðmenntuð, þar eru menn hver með sitt vasadiskó/ipod og eina sem heyrist er létt skvamp þegar pensli er dýft í fötu ... þá er ég að meina þegar búið er að reisa stillansinn og það er ekki kaffitími og þegar allir starfmennirnir eru ekki á svipuðum aldri og hlusta ekki á svipaða tónlist í gettóblaster á sterum ... vonandi verður málingarteymið sem við ætlum að fá til að mála húsið okkar í sumar allir á mismunandi aldri, af mismunandi þjóðernum og með mismunandi tónlistarsmekk þannig að þeir hlusta hver á sína tónlist og tala ekki saman:) að sjálfsögðu er ég að grínast, þeir mega allir vera á sama aldri, hlusta á sömu tónlist, þeir mega meira að segja allir vera fyrrum þátttakendur í Herra Ísland ef þeir fara úr að ofan í vinnunni:) jamms, ég vil fá hálfbera hnakka á palla í kringum húsið mitt í sumar, við ætlum að mála það gult þannig að kannski að Gilzenegger vilji vera með? ég sá hann í auglýsingu um daginn í gulum jakkafötum að auglýsa gular síður þar sem hann var að mála hús gult, tilvalinn kandídat í gulhúsamálun finnst mér:)
en talandi um jakkaföt þá veit ég hvað varð um öll hvítu jakkfötin sem Herra Hafnarfjörður var að auglýsa um daginn:) Trabant keypti lagerinn og var í þeim á Manchestertónleikunum síðasta laugardag! Ég fékk boðsmiða, takk stelpur:) og þetta voru alveg ágætir tónleikar en þegar Elbow (hljómuðu eins og blanda af Coldplay og Sting-eftir-gráa-fiðringinn) byrjaði að spila fórum við heim til að spila Catan sem mér persónulega fannst miklu skemmtilegra:)
í gærkvöldi fórum við í Matador en enginn mundi reglurnar almennilega og Íris rústaði okkur Hilmari eftir að hafa unnið 20.000 króna sveitastyrk ... en Sigga var bankastjóri þannig að kannski voru brögð í tafli? man einhver hvað það þýðir að eiga allar götur í sama lit? kann einhver reglurnar í Matador? ef svo er þá er laust pláss næst þegar Matador verður tekið fram ... sem verður um leið og við Hilmar hættum að vera bitur:)
fyrstu útileikir sumarsins leystust upp í impróveseraðan skotbolta og klifrugrindarklifr ... ég vissi ekki að ég væri með vöðva í handakrikanum, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt um líkamann sinn:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli