þriðjudagur, maí 30, 2006


Fídel er illa við MGM ljónið ... hvernig veit Fídel að hljóðið er ljónahljóð? Er hann kannski bara hræddur því það kemur skyndilega eftir þögn? Það hlýtur eiginlega að vera því ég er nokkuð viss á að hann hafi aldrei hitt ljón þrátt fyrir að vera lífsreyndur miðaldra kisa:) Ég trúi ekki að MGM ljónið hljómi eins og eitthvað frumdýr sem genin í Fídel þekkja sem óvin. Ég þori að fullyrða að íslenski ruslatunnukisinn hafi aldrei nokkrum tíma í þróunarsögu sinni þurft að óttast ljón, síðast þegar ljón og íslenskir ruslatunnukisar hittust voru þeir báðir hreistruð og eldspúandi fornaldarskrímsli ... með vængi og svöruðu annað hvort nafninu Cringer eða Battle Cat:)

Þar sem ég er að ræða fornöld og jarðsöguleg tímabil þá vil ég leiðrétt einn misskilning sem ég veit ekki hversu útbreiddur er, Krítartímabilið er ekki nefnt svo vegna þess að risaeðlubein hafi fyrst fundist á eyjunni Krít:) Loftslagið var hlýtt að vísu eins og á eyjunni en Krítartímabilið er nefnt eftir risastórum krítarlögum við Bretland og meginland Evrópu ... ótrúlegt að hlusta á vitleysinu sem fólk röflar yfir kaffibollum! Þegar “hjólað í vinnuna” átakið var í gangi sagði einn snillingurinn við annan: “þetta er alveg ótrúlega vinsælt, það eru bara allir að hjóla í vinnuna! Í morgun á leiðinni á skrifstofuna hjólaði ég eftir Miklubrautinni og allir sem voru ekki í bílum voru að hjóla eða ganga eða bíða eftir strætó!!“ stórmerkilegt! Á Miklubrautinni! Jamms, það tóku sko allir þátt í þessu átaki, nema þeir sem voru á bílum auðvitað:)

Góðar stundir

Engin ummæli: