Missti af því að fara á línuskauta í gærkvöldi en planið er að kíkja í kvöld ef hann helst þurr. Ég er samt hálfpartinn að vona að það fari að rigna vegna þess að ég er heigull og ... líkamlega-sérhlífin-þegar-kemur-að-því-að-meiða-mig:) það hlýtur að vera til eitthvað orð yfir þetta á íslensku annað en lífhrædd? ég er nefnilega ekkert sérlega lífhrædd yfirleitt en púkinn inní mér sem er sér um rófubeinið (því púkar eru með rófur, ekki stelpur) telur línuskauta verkfæri djöfulsins og kiprast saman af hræðslu (eða gleði, þetta er nú púki) við tilhugsunina;) afhverju var ég að kaupa mér nýja skauta um daginn? því þeir sem ég átti eru sérhannaðir til að skella skautaranum á bossann og ég hef fengið nægilega mikla reynslu í að detta, núna langar mig til að læra að skauta því ég veit að ég get þetta og mig langar alveg ofsalega að vera línuskautafær:) ég er samt ekki að hugsa um að kaupa mér nýjan fataskáp í sportvöruverslun og sannfærast um að íþróttatoppur virki sem frambærileg hversdagsföt! Ég vil bara geta rúllað áfram án þess að horfa á tásurnar á mér og titra í hnjánum:) Einarinn er líka búinn að koma með alveg snilldarhugmynd um hvernig ég geti verið með rasshlíf án þess að vera með "rasshlíf" sem ég er að hugsa um að notafæra mér - þá verða mér allir vegir færir!!
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli