fimmtudagur, maí 04, 2006

Ég hef ósjaldan haldið því fram að ég sé betri skriflega en í alvörunni en kannski er það ekki rétt hjá mér, jú ég roðna aldrei þegar ég skrifa ... yfirleitt ekki og þegar ég geri það þá er enginn sem horfir á mig þannig að ég roðna ekki meira vegna roðn-meðvitundarinnar ... og það er gott að roðna ekki (annars var stelpa sem ég þekki að segja mér í kvöld að hún hafi aldrei séð mig roðna ... hún man greinilega ekki eftir því þegar við vorum að kynnast, ég held ég hafi aldrei talað við ókunnugan einstakling án þess að roðna?:)) en svo var mér sagt um daginn að þegar fólk sem ég þekki les bloggið mitt heyrir það mig tala um leið og það les, það "sér" handahreyfingarnar sem ég nota alltaf þegar ég er að segja frá hlutum og það er það sem gerir bloggið mitt skemmtilegt ...

skoðanakönnun: "sérð" þú mig tala þegar þú lest bloggið mitt?

og já, ég ákvað í dag að framvegis skyldi ég svara öllum kommentum ... þessi ákvörðun er að vísu ekki afturvirk þannig að þið verðið öll að kommenta aftur til að fá svar:)

... takk samt fyrir öll kommentin, mér finnst alltaf gaman að fá svoleiðis ... og ef þú ert með blogg og hugsar "ég ætla ekki að kommenta því hún kommentar aldrei hjá mér" þá segi ég tveir mínusar gera ekki plús (nema í stærðfræði samkvæmt Írisinni, en stærðfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið:)) fyrir utan það að yfirleitt les ég blogg þegar ég er að mynda í vinnunni og þá get ég ekki notað lyklaborðið;)

Lifið heil

Engin ummæli: