föstudagur, maí 12, 2006

Föstudagur ...

stundum vildi ég að hver færsla væri titluð eins og á sumum bloggum en "templateið" sem ég valdi mér býður ekki uppá það ... sem er fínt því þá neyðist ég ekki til að finna titil á hverja einustu færslu;) en þessi færsla er sönn, alvöru, hundrað prósent föstudagsfærsla:)

ég hef ekki getað sofið undanfarið og hef verið hálfsvefnlaus í rúmlega hálfan mánuð:( jú, ég sofna yfirleitt að lokum en þá er ég búin að snúa mér hundrað sinnum, reyna að sofna á sófanum, opna glugga, loka gluggum, opna útá svalir, loka aftur og núna um daginn flutti ég rúmið mitt úr svefnherberginu inní stofu því ég náði ekki andanum þegar ég reyndi að sofna, ég prófaði að fara út að hlaupa og ganga og hjóla til að þreyta mig almennilega líkamlega, prófaði að leysa Soduko gátur og teikna í þrívídd til að þreyta mig almennilega andlega, jú, þetta virkaði alveg, ég varð drulluþreytt en ég hef ekkert náð að hvílast:) í dag datt mér loksins í hug að taka stóran ofnæmislyfjaskammt og viti menn!! ég get andað, mér klæjar ekki í hálsinn og ekki í eyrun og mér svíður ekkert í augun:) ég á eftir að sofa eins og ungabarn í nótt sama hvar ég ákveð að sofa;) ég tók lyfin eftir að ég frétti að mælingar sýna fjórfalt magn frjókorna í Reykjavík miðað við venjulegan maí ... alltaf skemmtilegt þegar þegar vandamál leysast svona auðveldlega, verð greinilega að fylgjast betur með þessum mælingum í framtíðinni?? ég hef ábyggilega gert illt miklu, miklu verra með því að vera alltaf að reyna á mig í útiloftinu rétt fyrir háttinn ...

hvað um það ... í gær keypti ég mér nýja línuskauta:) ég held að þetta sé mynd af þeim, nema ég keypti auðvitað rauða því ég er svo mikil gella ... og svo voru þessir bláu líka búnir;) en ég er ekki alveg hundrað prósent viss því ég er ekki með skautana hérna hjá mér:) ég var sko hjólandi og keypti þá í Everest í Skeifunni þannig að Majan mín elskuleg, sem fór með mér til að auðvelda mér valið á réttu skautunum, ætlar að ná í þá á bílnum sínum á morgun:) það reyndist líka mjög góð hugmynd að skilja þá eftir í búðinni því við enduðum á því að hjóla upp í Salarhverfið í Kópavogi í heimsókn til systur Maju, mjög mikið uppá móti en næst þegar við förum verða brekkurnar ekki eins erfiðar því væntanlega munum við ekki villast á leiðinni eins og í gær;) hringurinn hefur verið 20-25 kílómetrar (ekki hægt að segja að við höfum farið "beinustu leiðina") og ég fór beint í afmæli til Hilmars eftir hjólatúrinn í gærkvöldi og ég fann það á fótunum mínum í dag að þeir hefðu alveg viljað sofa í nokkra klukkutíma í viðbót ... á leiðinni heim áðan kom ég við í Húsasmiðjunni útá Granda, Bónus á Laugavegi, kaffihúsinu (til að taka myndir ekki til að vinna;)), skilaði af mér pakka frá kollega mínum til sameiginlegs vinafólks okkar og pumpaði í dekkin á hjólinu á leiðinni heim ... mikið ofsalega var gott að setjast niður!:) ég hef varla staðið upp síðan ég kom heim en þyrfti að gera það ... þyrfti að gera eitthvað en mig langar bara til að fara að sofa;)

hvernig fer fólk að því að eiga tvö börn og gera ekki uppá milli þeirra? ég á í erfiðleikum með að gera ekki uppá milli kattanna, þegar einn malar finnst mér ég vera að vanrækja hinn en vil ekki hætta að klappa þeim sem malar til að klappa hinum því þá hættir hann að mala ... en samhæfingin mín er öll að koma til, ég er farin að geta leikið mér við tvo ketti samtímis með tveimur leikföngum og er ekki stórsködduð eftir leikinn;)

annars komst ég að svolitlu í dag sem kom mér í verulegt uppnám en það er ekkert sem ég get gert ... hafið þið einhverja skoðun á karma? haldið þið að fólk uppskeri eins og það sái í alvöru eins og orðatiltækaið segir?

þetta er vissulega föstudagsfærsla en vinnuvikan er ekki búin, ég verða að vinna á morgun og hinn og alla næstu viku og svo er ég að þjóna í veislu held ég á föstudagskvöldið eða á veitingastað, veit það ekki ennþá en vin minn bráðvantar fólk þetta kvöld og ég er að skoða eyjar í Adríahafi sem mig langar til að eyða peningum á í haust;)

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum ... hlýtur að vera komið sumar því þessi ljóðlína suðar í kollinum á mér:)

Lifið heil

Engin ummæli: