fimmtudagur, maí 18, 2006

Töframaður tekst á við draumaverkefni

Töframaðurinn fífldjarfi, David Blaine, hefur nú að mestu jafnað sig á hrakförunum í vatnskúlunni á dögunum og er nú staddur hér á landi til að takast á við það sem hann kallar stærsta 'töfrabragð allra tíma'.

Blaine segist vart hafa trúað sínum eigin eyrum þegar honum var boðið að spreyta sig á verkefninu og segir það draum allra metnaðargjarnra töframanna að fá tækifæri sem þetta.

Blaine kom til landsins snemma í morgun og hefur þegar hafið undirbúning - en hann mun, standist hann læknisskoðun, stýra kosningabaráttu framsóknarflokksins í Reykjavík á lokasprettinum.


Baggalútur klikkar aldrei;)

Góðar stundir

Engin ummæli: