Nick Cave kemur aftur!!
Þá veit ég hvað ég verð að gera 16. september næstkomandi, alltaf gaman að gera plön þrjá mánuði fram í tímann ... myndi skrifa þetta í dagbókina mína en ég held ég gleymi ekki þessum tónleikum;)
í öðrum fréttum þá er tölvan mín í viðgerð og verður það kannski fram yfir helgi (viðgerðin tekur að meðaltali 3 virka daga og í þessari viku er að sjálfsögðu einn frídagur ... ég er með fráhvarfseinkenni en tölvuleysið hefur ekki staðið nema rúman sólarhring;)
ég er nördið sem bíð eftir að vinnan mín opnast á morgnanna ... var mætt hálftíma fyrir opnun í morgun en ég gat ekki sofið lengur vegna flókinna draumfara:) ég ákvað nefnilega að eiga kassann sem ég fékk gefins um daginn, ég er búin að mála hann og er núna að ákveða hvernig lokið á að vera ... ég er eiginlega búin að ákveða að skera keltneska "hnúta" í lokið þannig að ég er búin að vera að æfa mig í útskurði undanfarið ... ég er ekkert sérlega góð í að skera út ENNÞÁ en ég er viss um að þetta komi með tímanum;) en ég er sem sagt að æfa mig og það var þess vegna sem ég gat ekki sofið í alla nótt og mætt á skynsamlegum tíma í vinnuna í morgun, mig dreymdi að hnútarnir sem ég var að skera út væru aldrei kyrrir ... þeir vildu ekki fara ofan í viðinn heldur lyftust þeir alltaf upp af honum og mér fannst ég ekki vera að skera þá út heldur var ég að reyna að negla þá á lokið ... eftir þennan draum hef ég ákveðið að sleppa öllum pælingum um drekahöfuð og stafnlíkneskjur:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli