sunnudagur, maí 14, 2006

Það hvellsprakk á hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna í morgun! Ég vissi ekki að svoleiðis gæti komið fyrir en ég heyrði bara svona "púfffTTTT" hljóð svo "SSSSSSSSSSSSSSSsssssssssss" og dekkið varð alveg loftlaust:) stórmerkilegt alveg hreint en ég datt ekki þó það sé komið sumar og það er orðið frekar langt síðan ég datt síðast - ég er væntanlega að spara mig fyrir línuskautana;)
ég tók dekkið af og keypti bætur á leiðinni heim þannig að núna er ég með ilmandi dekk (ég finn enga lykt sjálf en kettirnir eru einstaklega áhugasamir um þetta allt saman) og pakka af bótum heima hjá mér en er bara nýbúin að uppgötva stórkostlegan feil í áætluninni, ég get ekkert fundið gat í slöngu ef ég get ekki pumpað í hana er það nokkuð?

Sprengikveðjur

Engin ummæli: