sunnudagur, desember 03, 2006

Fjórhjólaferdin var ofsalega skemmtileg og ég laerdi ad borda kaktusfíkjur sem er ekki audvelt thví eins og nafnid gefur til kynna thá vex hún á kaktusum og getur stungid thig í puttana :) thad var ekkert hrikalegt "off-road" í gangi eins og var auglýst thar sem vid vorum á malarvegum mest allan tímann en ég býst vid ad ef thú ert úr stórborg og thad naesta sem thú kemst náttúru heima hjá thér er chiuaháahundur nágrannans thá var thetta alveg hrikaleg ferd:) ég fékk geisladisk ad henni lokinni med myndum af mér "á baki" og á leid yfir spraenurnar sem vid fórum yfir thannig ad thad mega allir koma og kíkja thegar ég kem heim ... annars hefur heill hellingur gerst undanfarid!

hef ekki gert eins mikid og til stód í thessari ferd samt thví fyrstu vikuna var ég med kvef etc. og svo vorum vid thrjú sem kennum sundlauginni um einhvers konar pest sem vid fengum en enginn annar og vid vorum thau einu sem syntum:( thetta var einhvers konar innvortispest sem lýsti sér sem bílveiki og eins og innyflin vaeru oll steypt saman thannig ad vid vildum ekkert hreyfa okkur ef hjá thví var komist ... ég hef sem sagt ekki mikid gert til ad vinna á móti góda matnum á hótelinu og sagan af skipstjóranum er sonn og sést vaentanlega á mér thegar ég kem heim, óboj, óboj ... en ég passa enn í fotin sem ég kom med hingad og hef ekki keypt mér nýjar buxur eins og hefur heyrst ad komi fyrir;)

ég hef samt farid uppí fjollin thar sem vegirnir eru svo mjóir ad thad er alltaf flautad fyrir horn thví thú veist ekkert hvad er hinum megin vid thad, ég hef séd úlfalda, sítrónutré, limgerdi úr aloe vera, mannhaedarháar jólarósir, fornminjar, hitabeltisfiska taka framúr mér í sjónum, ég tók thátt í galdrasýningu, ég hef fengid símanúmer skrifud á mida og mér hefur verid bodid á heilan helling af deitum sem er óumdeilanlega gott fyrir sjálfstraustid ef ég hugsa ekki um thad ad ástaedan fyrir bodinu er líklega sú ad ég er kvenkyns og med púls, raudu náttfotin mín týndust (thau eru vaentanlega í thvotti med hvítu hótelrúmfotunum) og ég er ákvedin í ad taka aldrei neitt rautt med mér aftur til útlanda, thegar ég var í París var raudum naerbuxum stolid af herberginu mínu, thernur leita í rautt greinilega eda thá ad ég er svona óheppin? amk hef ég laest nýja bikiníid mitt í peningaskápnum thegar ég hef ekki verid í thví sídan náttfotin hurfu, thad er nefnilega svo langt sídan ég var í París ad ég var búin ad gleyma thessu med raud-blaetid og keypti mér glampandi rautt bikiní :)

ég var uppí fjollunum í dag og sá alvoru dýrling sem fólk heitir á og labbar á hnjánum til ad bidja í kirkjunni hennar og ádan var verid ad raesa tour-de-france-ískt hjólreidamót fyrir framan lobbíid ... nóg ad gerast og ég er ad hugsa um ad koma hingad aftur einhver daginn thví í sannleika sagt langar mig ekkert heim á thridjudaginn ef ekki vaeri fyrir ykkur oll sem ég sakna;)

thakka ykkur ollum fyrir kommentin og verum í bandi:)

Lifid heil

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar vel, kúl að fá 700 mb af myndum af sjálfum sér :) Það ættu að vera um 1000 myndir? Þakkaðu bara fyrir að þú fékkst ekki nema 2 ofnæmi/veikindi, miðað við þig þá er það vel sloppið lol Rautt er bannað í útlöndum og líka að fá sér nýja skó og ætla að venja þá við sig á meðan maður er úti. Heppin þú að vera boðið á fullt á deitum og svo ertu með þinn eigin stalk...leynilega aðdáenda :) Á ekki að fara aftur út sem fyrst?

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim Guðrún mín!

Nafnlaus sagði...

Gott að þú skemmtir þér vel...frí er e-ð sem er bráðnauðsynlegt á hverju ári:o)