föstudagur, desember 15, 2006

Kominn föstudagur, vinna á morgun en samt kominn föstudagur og bróðir minn kemur heim á eftir:)

verð að fara að huga að jólunum bráðum, ég er búin að skreyta skrautinu mínu en ég er að hugsa um að setja upp ljósin aftur sem ég var með síðasta vetur ... gallinn er bara að ég setti þau á svo góðan stað að ég man ekki í svipinn hvar þau eru:) sama gildir um sokka og nærföt ... kvöldið áður en ég fór út fattaði ég að fírskattapassarinn yrði að fá pláss fyrir sín föt og allt var fullt af mínu dóti, ég tók þess vegna efstu skúffuna sem var full af sokkum og nærfötum (stór skúffa) og tæmdi hana en ég man ekki hvert ... sem betur fer er ég með 2ja vikna skammt sem ég var með úti en mjög óþægilegt að finna allt hitt úr skúffunni ekki ... ég bý ekki í svo stórri íbúð:) ... kannski hef ég sett innihald skúffunar á sama stað og ljósin mín því ég ætlaði að hengja þau upp þegar ég kæmi heim aftur:)

til að enginn verði sár þá ætla ég að upplýsa alla sem búast við jólakorti um að sendi ég engin jólakort á jólunum, ég hef aldrei gert það og ætla ekki að byrja á því núna ... hins vegar kaupi ég alltaf jólakort á hverjum jólum, yfirleitt án þess að fá þau í hendurnar samt því ég nota þau ekki og þá er hægt að endurselja þau og koma þeim á betra heimili en mitt:) hvað er eðlilegt að eyða mánaðarlega í góðgerðamál?

Lifið heil

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er með orðablæti og þessvegna verð ég að soyrja hvað þýðir fírskattapassarinn ???

Nafnlaus sagði...

Eitt enn, sorry en þú ert barasta ekkert lík Nick Cave. Sorry að það skyldi vera ég sem sagði þér það en einhver varða að segja það...

Nafnlaus sagði...

Fer eftir launum, kannski 5 þús.?

Nafnlaus sagði...

Ég skil þetta ekki alveg. Ætlaðir þú að hengja upp nærfötin þín? Ég vona að það séu þá jólanærföt...

Syneta sagði...

Múhahahahaha!!! :D