Góðan og blessaðan:)
komin til landsins og er um það bil að lenda :)
búin að hafa nóg að gera undanfarið en mikið ofsalega var gaman að fara í frí! Mæli hiklaust með svoleiðis tímaeyðslu og ég er ansi hrædd um að ég fari að gera þetta oftar, kannski á hverju ári;) svo komst ég líka að því að mér er ofsalega vel við sól og gott veður þó það hafi verið fremur skrítið að vera í sumarveðri en samt var dagurinn bara um 11 tíma langur, engin miðnætursól ... var búin að gleyma þessu með útlönd, mjög skringilegt:)
hef samt verið að spá síðan ég kom heim hvort það stytti í alvöru veturinn að fara svona í sólina? hvort þetta sé ekki bara sambærilegt við það að pissa í skónna sína, bara á miklu stærri skala? :)
í dag er versti hárdagurinn sem ég hef upplifað lengi, hárið á mér stóð beint í allar áttir þegar ég vaknaði í morgun, eins og ég hefði sofið með höfuðið í innstungu í nótt ... eða innan í blöðru:) ég er búin að bleyta það tvisvar sinnum en ég er ennþá með kokeisíanafró ... að framan, hárið að aftan er heft með teygju í tagl sem betur fer:)
fór að sjá Skolað niður í gær með þremur litlum frænkum og skemmti mér konunglega:) margir fyndnir brandarar (samanber þegar snjóhvíta rannsóknarstofurottan fékk niðurgang; "þú ættir að sjá á mér bossann, ég er eins og japanski fáninn" :D) og ég mæli með þessari mynd fyrir bæði börn og fullorðna ... sem eru ekki alveg vaxnir upp úr klósetthúmornum, myndin heitir Skolað niður á íslensku en ætti kannski frekar að heita Sturtað niður? :)
fæ heimsókn utan af landi í kvöld og frammá miðvikudag skilst mér og hlakka barasta slatta til ... jafnvel að hugsa um að taka eitthvað til þegar ég kem heim:)
segi þetta gott núna, segi meira næst
hafið það gott og lifið heil
mánudagur, desember 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk kærlega fyrir mig!! Þetta var yndislegt.
Skrifa ummæli