Missssjóón Impossible! Tom Cruise freimaður minnir mig ... flottar brellur? Man ég hafði gaman af henni einu sinni en man samt ekkert eftir henni:) Rugla henni saman við Bourne Identity í höfðinu á mér ... spurning um að horfa á M.I. og rugla Bourne Identity saman við hana?:)
var að koma úr bíóinu þar sem ég sá Prime og hló mikið:) Við vorum ósammála um hvernig endirinn á myndinni var en mér fannst myndin barasta slatta fyndin:) Meryl Streep var frábær og Uma Thurman barasta ágætis leikkona þannig að ég mæli alveg með myndinni sem ágætis afþreyingu, auk þess sem Bryan Greenberg var mjög flottur sem David;)
Seifur braust inn í forstofuskápinn minn, þrátt fyrir að um það bil 50 klósettrúllur hafi legið upp við skápinn til að koma í veg fyrir innbrot (ég þekki köttinn;)), hann stal öllum harðfiskinum úr efstu hillunni og át hann ... fyrir framan Fídel sem ég held að hafi ekki fengið neitt:( Seifur kann ekki á klemmur eins og þá sem ég notaði til að loka pokanum þannig að hann át sig í gegnum plastið til að komast í harðfiskinn ... kannski gef ég honum ekki nóg að borða? Nahhh, ég held að þessi köttur sé einfaldlega svangur og forvitinn að eðlisfari:)
ég fór á fyrstu Taekwondo æfinguna mína í gær og skemmti mér alveg konunglega þó að mig hafi langað svolítið til að fara heim eftir upphitunina sem fólst í því að hoppa á mismunandi hátt í ca. 10 mínútur ... ég er ekki hoppi skoppi manneskja utaná þó að ég sé það auðvitað svona inní mér:) fullt af teygjum og svo spörk og fleiri spörk og svo öðruvísi spörk og að lokum nudd:) af einhverjum óútskýrðum ástæðum setti ég hendina undir ennið á mér á meðan á nuddinu stóð og lá á hnúunum þannig að í dag líður mér eins og ég sé með marblett á enninu en sem betur fer sést hann ekki:) eini gallinn við æfinguna var að ég fékk blöðru (sem sprakk) á mótum stóru táar og tábergsins ... í morgun setti ég plástur á blöðruleifarnar til að hlífa þeim á meðan ég fór í 8 kílómetra langan göngutúr í hellidembu með kjarnakonum úr vinnunni:) eftir rúma 3 kílómetra fór ég að finna fyrir plástrinum á tánni við hliðina á stórru tánni svo fann ég meira fyrir honum og þegar ég komst á þurrt aftur og þegar ég fór úr skónum sá ég myndarlega blöðru en ósprungna sem betur fer ... mér finnst alltaf betra þegar þær eru ekki sprungnar af einhverjum ástæðum, jú, þær eru fyrirferðameiri en að minnsta kosti kemur ekki sár á meðan húðin er heil ... vitið þið eitthvað um blöðrur? ... stelpan í apótekinu vissi ekkert meira um þær en ég, hún hafði aldrei heyrt um blöðrur á tánum en seldi mér plástra sem ég átti að geta klippt en fyrsta Importantið á leiðbeiningunum er "Never cut a Compeed plaster" þannig að plástrarnir eru alltof stórir eða ég er með alltof litlar tær:)
... ég ætla aftur í Taekwondo samt og það eru allir velkomnir með mér, næsta miðvikudag klukkan 19:00:)
laugardagur, apríl 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli