... ég á 55 og hálfa klósettrúllu ... hversu lengi endast 7x8 klósettrúllur? ég býst ekki við að þurfa að kaupa fleiri fyrr en eftir afmælið mitt:) ég myndi bjóða í heimsókn til að klára þetta fyrr, eins og ég myndi gera ef ég ætti 55 og hálfan kexpakka eða 55 og hálfa köku en ég vil helst ekki að fólk komi til að nota klósettið mitt ... jújú, þeim sem koma í heimsókn er velkomið að brúka aðstöðuna, ekki misskilja mig, en ég vil helst ekki að fólk geri sér sérstaka ferð í þeim eina tilgangi, það er bara ekki rétt:)
ég spilaði Risk God Storm á sunnudagskvöldið:) mæli hiklaust með þessu spili, alveg jafnskemmtilegt og Risk en að sumu leyti líka skemmtilegra, Miracle kortin geta verið brútal, Atlantis getur sokkið með manni og mús og musterum, það eru plágur sem geta drepið hálfa heri, fjallgarðar sem er ekki hægt að ráðast yfir, guðirnir eru með í spilinu ... og allir "kallarnir" eru rosalega flottir:) líka ofsalega fínt spil fyrir meðvirka því hermennirnir sem deyja í bardögum "deyja" ekki eiginlega heldur fara í Underworldið þar sem þeir geta haldið áfram að berjast og eiga möguleika á að fæðast aftur:) einn galli við spilið er samt að fólk gleymir íslenskunni um leið og það er búið að lesa leiðbeiningarnar:) ég vann spilið en ég býst við að ég hafi svindlað eins og í fyrsta skipti sem ég spilaði Risk þannig að ég tek þetta ekki of alvarlega, ég fer að monta mig þegar ég er búin að vinna nokkrum sinnum ... samkvæmt reglunum:)
ég get ekki sofið og þess vegna er ég að horfa á Threshold ... hef ekki séð þá í nokkrar vikur en mér sýnist þau ekkert vera að standa sig, geimverurnar eru búnar að fjölga sér og eru um allt að búa til fleiri ... það er komið heilt geimveruþorp og börn að fæðast ... mikið finnst mér Lucas myndarlegur:)
kannski get ég ekki sofið því mér finnst svo jólalegt heima hjá mér og ég fer alltaf svo seint að sofa á jólunum?:) góð vinkona mín keypti nefnilega handa mér ilmkerti eins og ég kaupi alltaf sjálf á jólunum svo ég gæti haft það notalegt og verið dugleg um páskana:) yndisleg vinkona og þetta er alveg að virka, það hefur ekki verið svona kósý heima hjá mér í eitt og hálft ár, ég keypti mér ekkert kerti síðustu jól því ég var svo lasin:)
kötturinn er að taka brjálæðiskast þannig að ég ætti að leika við hann í staðinn fyrir að blogga ... kannski ætti ég að fá mér ís og horfa á rómantíska gamanmynd? eða hita kakó og athuga hvort ég eigi til kex? kannski ætti ég bara að fara aftur upp í rúm, hætta þessari vitleysu og bíða þangað til ég sofna?
... farin að leika við köttinn, vonandi þreytumst við bæði og sofum vel og lengi:)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli