mánudagur, apríl 17, 2006

Gleðilega páska allir saman:)

ég horfði á Four Weddings and a Funeral áðan:) ykkur finnst ég kannski vera morbid en mér finnst Funeral Blues eftir W.H. Auden eitt rómantískasta ljóð sem ég veit um:

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crépe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever: I was wrong.

The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood.
For nothing now can ever come to any good.


... sérstaklega seinni tvö erindin ... kannski vegna þess að ég heyrði það í fyrsta sinn í myndinni þegar John Hannah las það í jarðaförinni og John Hannah er mjög myndarlegur maður OG skoskur;) George Clooney er ekki slæmur heldur, þó hann sé ekki endilega mín týpa, en vá hvað Intolerable Cruelty er leiðinleg mynd! Jamms, ég hef verið að horfa á sjónvarpið með öðru í kvöld og núna er ég að velta fyrir mér hvort ég vilji horfa á The Human Stain? Ég las bókina þegar ég var í námskeiðinu Amerískar bókmenntir (minnir mig að það hafi heitið, frekar en bandarískar?) og við áttum að sjá myndina en ég klúðraði því, komst ekki eða eitthvað og svo var hætt að sýna hana í bíó og hún kom ekki á leigurnar fyrr en eftir að námskeiðið var búið:) mig rámar samt í að mér hafi verið boðið í heimsókn til að horfa á myndina en ég man ekki eftir að hafa séð hana? ég man eftir heimsókninni en ekki myndinni, var heimsóknin svona eftirminnileg eða myndin óeftirminnileg?:) ... bókin var fín minnir mig, kannski bara vegna þess að ég las hana alla? Stundum verða bækur betri í minningunni þegar ég hef lagt það á mig að lesa þær, fyrir skólann til dæmis:) Þetta er sálfræðilegt og ég man að ég las rannsókn um þetta þegar ég var að læra sálfræði, þegar þú hefur eytt tíma, peningum eða orku í eitthvað þá verður það betra þó það sé lélegt ... dæmi um þetta er þegar ég sagði fólki að Spawn væri fín mynd þó mér hafi sjaldan leiðst jafnmikið í kvikmyndahúsi:) tveim vikum seinna þá réttlætti ég miðaverðið og tímann sem ég eyddi í bíóinu með því að myndin hafi ekki verið svo slæm:) skil samt ekki hvernig Anthony Hopkins getur leikið Coleman Silk en ég ætla ekki að segja afhverju ég skil það ekki fyrir þá sem ætla að horfa á myndina eða lesa bókina og asnast til að lesa þessa færslu fyrst:)

í gær fór ég í pallatíma í Hreyfingu og komst að því að ef "pallar" flokkast undir íþrótt þá eru þeir ekki mín íþrótt ... fyrir utan að ná ekki sporunum auðvitað þá fannst mér þetta bara ekkert skemmtilegt:( kannski ef ég kynni öll sporin kynni ég líka að meta palla-íþróttina? en ég held ég sleppi því að læra þau:) ekki misskilja mig ég skil að fólki finnist þetta skemmtilegt en ég kann ekki að meta palla, mér fannst þrektíminn sem ég fór í á sama stað miklu skemmtilegri:) eftir leikfimina fór ég á skauta með litlu frænku minni og datt aldrei:) núna hef ég farið tvisvar á skauta með stuttu millibili án þess að detta:) kannski ég fari bara að taka línuskautana úr geymslu og hætta rófubeininu á malbikið? :)

Lifið heil og dillið rófunni, svona inní ykkur ...

Engin ummæli: