Ég þjáist af valkvíða, ég vissi ekki að þessi tegund af kvíða væri til fyrr en frekar nýlega en í dag sé ég að ég þjáist af honum:)
og mig/mér klæjar undan blöðruplástrunum sem ég setti á mig í gærkvöldi á meðan ég horfði á M.I. og bloggaði .... það sést á blogginu að ég var að einbeita mér að plástrunum og bíómyndinni sem var ekki eins skemmtileg og mig minnti og svo fór allt continuity ruglið í Prime að fara í taugarnar á mér, á þessum lista minnast þeir ekki á kleenexboxið sem var alltaf á fleygiferð um borðið við sófann og hvernig fólk lá í einu skoti en sat upprétt í því næsta án þess að hafa haft tíma til að setjast upp ... ég ætti kannski bara að gerast skripta í Hollywood? þá get ég sjálf komið í veg fyrir svona mistök ... held samt að ég sé of ... of anal? til að ráða við svoleiðis starf, ég gæti ekki aldrei sofnað ef ske kynni að eitthvað væri að færast úr stað í stúdíóinu:) og að lokum myndi ég missa vitið:)
what to do, what to do ... ég fór ekki í göngutúr í morgun til að hlífa blöðrunum mínum en mig langar út núna, veðrið er frábært og það virkar alvöru, ekki glugga en ég tími ekki að standa upp því kettirnir liggja sitthvoru megin við mig og mala, ef ég stend upp fara þeir að slást og hvæsa og svo þarf ég líka að taka til, herbergið mitt til dæmis er óþekkjanlegt ... ég er að hugsa um að gefa öll fötin mín nema nokkur pör af sokkum, nærfötum, tvennar buxur, tvo boli og kannski tvær peysur þá þyrfti ég aldrei að ákveða í hverju ég ætlaði um morguninn og það væru færri flíkur til að þvo og brjóta saman ... ég lifi í of miklum vellystingum held ég barasta og það versta er að mér finnst ég þurfa að kaupa nýja skó! ég þarf þess ekkert, mér bara finnst það, þessir sem ég er í leka ekki og eru ekki rifnir á áberandi stöðum, reimarnar eru meira að segja heilar en samt langar mig í nýja skó ... ég er kannski búin að horfa of mikið á Sex & the City? fyrst að veðrið er svona gott ætla ég að leysa þetta skó-vandamál með því að fara í sandalana mína og nota þá í nokkra daga þangað til ég-vil-kaupa-nýja-skó tilfinningin er liðin hjá:)
Með ást og virðingu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli