miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hefur Vísindakirkjan svona slæm áhrif á fólk? eða er Tom Cruise bara skringilegur að eðlisfari? en það getur vel verið að þetta sé löglegt þó það sé ógeðslegt ... kannski er það löglegt vegna þess að það hefur engum dottið í hug að það þurfi að banna með lögum að fólk borði ekki fylgju og naflastreng nýfædds barns? Ég veit að dýrin gera þetta en þau eru "nær náttúrunni" en við og það er raunverulegur möguleiki á því að það komi annað dýr, finni lykt af blóðinu og éti móður og afkvæmi, lítil hætta á að þetta komi fyrir Hollywood stjörnur ... kannski ætlar Tom að borða fylgjuna til að vera viss um að hlutar hennar verði ekki boðnir upp á eBay? mér finnst það líklegra:) nýjasta fréttin er samt að núna eiga þau Tom og Katie dótturina Suri

ég er búin að lesa mikið af slúðursíðum (og blogg og fréttir etc.) í dag því ég var ein í vinnunni og myndaði í 5 tíma samfleytt ... þannig varð þessi blitz-færsla til:) ég er ekki fræg og ég er rosalega fegin því:) talaði við ókunnugan einstakling áðan og roðnaði um allt, á framhandleggjunum og líka bakvið eyrun ... ég sá það ekki en ég fann það og roðnaði aðeins meira í framan:/ væri samt ábyggilega í lagi að vera fræg því frægar konur eru alltaf með svo mikla andlistmálningu þegar þær fara út að það myndi ekki sjást þegar ég roðna:) svo þegar paparazzíið væri að taka svona candid myndir þá væri ég bara eðlileg á litinn því ég myndi ekki vita að það er verið að taka myndir af mér:) málið leyst, ok, þá get ég alveg verið fræg nema ef þetta með að borða fylgjur komist í tísku? ef það er vesen að nota stofnfrumur í rannsóknir (sem koma að mér skilst úr naflastrengnum) því þær teljast "lifandi" er þá ekki naflastrengsát mannát?

Góðar stundir

Engin ummæli: