miðvikudagur, apríl 05, 2006

Góðan og blessaðan:)

Undanfarið hef ég séð ungan mann næstum á hverjum degi. Ég þekki hann ekki neitt en ég er alltaf að mæta honum og mér finnst ég kannast við hann, eða hann minnir mig á einhvern. Ég hef aldrei komið því fyrir mig hver er svona líkur honum (eða hverjum hann er líkur) og mér finnst ég þekkja hann þó ég geri það ekki ... fyrr en núna:) Ég þekki hann ekkert betur að vísu en ég mætti þessum unga manni rétt áðan og það rann upp fyrir mér ljós, hann er alveg eins og Edward Norton ... útskýrir samt ekki afhverju mér finnst ég þekkja hann, ég þekki Edward Norton ekki neitt í alvörunni ... en það er ábyggilega sama syndrómið að verki og þegar ég heilsa þulum og fréttafólki þegar ég mæti þeim "því mér finnst ég þekkja það" :)

Lifið heil

Engin ummæli: