fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég hef stundað blizt-blogg undanfarið, ég hef líka bloggað næstum daglega ... blitz-blogg eru sem sagt fín:) en núna er búið að "klukka" mig tvisvar (oftar?) og ég hef ekkert svarað því fyrr en núna, fyrst vegna netleysis og svo vegna blitz-blogg ástundunarinnar:)

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
Fiskistelpa í fiskbúð
Bókastelpa í bókabúð
Hótelstelpa á hóteli
Stafrænn varðveitari
(bara vinnur sem ég hef unnið samfellt í meira en ár í fullri vinnu ... skúringarnar voru að vísu nánast samfelldar í 13 ár ... hlutastöfin og sumarvinnurnar eru ekki alveg óteljandi en næstum því:) bréfberi, póstafgreiðsla, gámaflutningar, kaffihúsastelpa, þjónn, útkastari, barþjónn, byggingarvinna, sendill, ritari etc.)

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur: ... bara fjórar?
Shrek og Shrek II
Meg Ryan myndir (You've Got Mail, Sleepless in Seattle ...)
Söndru Bullock myndir (Miss Congeniality, Practical Magic ...)
Nicholas Cage/Edward Norton/John Cusak myndir (Con Air/Fight Club/Grosse Point Blank)
... búin að svindla en það eru fleiri, miklu, miklu fleiri:)

4 staðir sem ég hef búið á:
Seltjarnarnes
Garðabær
Reykjavík
Lerwick - samtals:)

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar: ... aftur bara fjórir:/
Star Trek Voyager og Enterprise
CSI Las Vegas og New York (Miami líka ef Horatio myndi gleyma að setja öryggið á byssuna sína á meðan hann væri að þrífa hana)
Survivor auðvitað:)
Family Guy og South Park

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan bloggið:
snopes.com
sniglar.is
google.com
urbanlegends.com

4 matarkyns sem ég held upp á:
Maturinn hennar mömmu
Maturinn hans Kristófers
Enchilladain mín:)
Súkkulaði!

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Arúba
Lerwick
Nýja Sjálandi
Japan

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Skotland
Frakkland
Þýskaland
Færeyjar:)

4 bloggarar sem þurfa að gera þetta líka:
Gummi
Pálína
Ella Maja
Guðrún hin

Sko! Finnst ykkur þið ekki þekkja mig miklu betur núna?? ... kannski of vel?:)

Lifið heil

Engin ummæli: