Gleðilega hátíð!!
Ég vona að þið hafið öll haft það gott undanfarna daga og notið jólanna og alls sem þeim fylgir:)
Það er ekkert að frétta af mínum vígstöðvum annað en að ég fékk þetta klassíska jólakvef sem ég virðist alltaf fá um leið og ég næ heilum nætursvefni eftir vinnutörn;) var að vinna frekar mikið í desember, vakti frammeftir aðeins of oft og fór ekkert sérlega vel með mig þannig að þegar ég loksins fór uppí rúm í nokkra klukkutíma samfellt vaknaði ég með kvef ... en það var flott því ég fékk þvílíkt frábærar jólagjafir sem kröfðust þess að kúra til að njóta, himinblá satín rúmföt frá mömmu og pabba, harðan disk fullan af "öryggisafritum", DVD diskar og bækur ... lífið hefur verið mér óhemju gott undanfarna daga og ég hef á tilfinningunni að nýja árið eigi eftir að vera gott líka, enda hlaupár - ég get sagt ykkur strax hvaða ár eru hlaupár og hvaða ár eru það ekki, tékkið endilega á þessum einstaka hæfileika mínum næst þegar við hittumst:)
og takið 23. febrúar frá until further notice:)
Lifið heil og góðar stundir
mánudagur, desember 31, 2007
föstudagur, desember 21, 2007
Ég var búin að fresta jólunum um einn dag. Ég var búin að sætta mig við það að ég væri að vinna kvöldvakt á aðfangadag, þrjú til ellefu. Ég kveið svolítið að fara í samlokusjálfsalann um kvöldið en hei, einu sinni þegar ég var nánast óharðnaður unglingur borðaði ég á McDonalds á aðfangadagskvöld og hertist bara, drapst ekki.
Ekki málið. Ég ætlaði bara í jólamat til mömmu og pabba á jóladag í staðinn en varðstjórinn hringdi áðan og tilkynnti mér að hann tæki það ekki í mál að ég væri að vinna aukavakt á aðfangadag, "þeir redda þessu sem eiga vaktinu, þú verður að eiga jólin" - jamms, ég er mjög sátt í vinnunni og vinnufélagarnir eru frábærir:)
... fyrir utan það að ég er búin að vinna hérna í hálftíma og í dag fékk ég jólagjöf frá embættinu:)
Glampandi góðar stundir allir saman!
og pé ess, ég hef skrifað to-do lista síðan ég lærði að skrifa, ég hef bara aldrei lært að fara eftir þeim:)
Ekki málið. Ég ætlaði bara í jólamat til mömmu og pabba á jóladag í staðinn en varðstjórinn hringdi áðan og tilkynnti mér að hann tæki það ekki í mál að ég væri að vinna aukavakt á aðfangadag, "þeir redda þessu sem eiga vaktinu, þú verður að eiga jólin" - jamms, ég er mjög sátt í vinnunni og vinnufélagarnir eru frábærir:)
... fyrir utan það að ég er búin að vinna hérna í hálftíma og í dag fékk ég jólagjöf frá embættinu:)
Glampandi góðar stundir allir saman!
og pé ess, ég hef skrifað to-do lista síðan ég lærði að skrifa, ég hef bara aldrei lært að fara eftir þeim:)
fimmtudagur, desember 20, 2007
Mér finnst ég alltaf vera að skrifa to-do lista en ég geri aldrei neitt á þeim því mér tekst alltaf að gleyma að kíkja á þá, opna ekki dagbókina fyrr en of seint eða skil miðana eftir í "hinum" buxunum/jakkanum.
Ég skrifaði to-do lista hérna áðan, á honum stóð "taka til" og núna finn ég ekki listann.
Ég hef mig grunaða um að hafa hent honum í tiltektinni ;)
Góðar stundir
Ég skrifaði to-do lista hérna áðan, á honum stóð "taka til" og núna finn ég ekki listann.
Ég hef mig grunaða um að hafa hent honum í tiltektinni ;)
Góðar stundir
þriðjudagur, desember 18, 2007
Hvað haldiði??!!!
Ég er að fara á tveggja tíma fimleikaæfingu á fimmtudaginn:)
Litla frænka mín bauð mér á sérstaka fullorðins jólafimleikaæfingu, allar mömmurnar (og frænka) sem fóru til Ungverjalands mega koma og vera með ... auðvitað verð ég með ... auðvitað :)
Eins og litla frænka mín minnti mig á þá kann ég að "fara pírúett" og það er rétt, ég gat það í verslunarmiðstöð í Búdapest, ég hlýt að geta það í fimleikasal? :)
Auk þess er þetta ekki spurning um að geta eitthvað heldur að vera með, komið að því að stunda að sem ég prédikka - þó eitthvað virki ógnvekjandi og hrikalegt er stundum nauðsynlegt að hoppa út í djúpu laugina, auk þess verður þetta fínn undirbúningur undir það sem tekur við í janúar :)
Annars vona ég að þið séuð róleg og ekki að fara yfirum útaf því sem er að gerast í næstu viku? Það er betra að vera ekki að stressa sig of mikið, ef þú nærð ekki að klára allt fyrir aðfangadag get ég lofað því (og ég lofa ekki nema ég geti efnt) að heimurinn mun ekki farast - og ef svo ólíklega vill til að heimurinn skyldi farast (aldrei að vita og allt það) þá sver ég að það hefur nákvæmlega ekkert með þig og óhreinu gluggana þína að gera:)
Lifið heil og ræktið róna inní ykkur !
[stafsetning í setningunni að ofan leiðrétt eftir uppflettingu á lexis.hi.is - mér finnst ég sjálf ofsalega fyndin auðvitað:)]
Ég er að fara á tveggja tíma fimleikaæfingu á fimmtudaginn:)
Litla frænka mín bauð mér á sérstaka fullorðins jólafimleikaæfingu, allar mömmurnar (og frænka) sem fóru til Ungverjalands mega koma og vera með ... auðvitað verð ég með ... auðvitað :)
Eins og litla frænka mín minnti mig á þá kann ég að "fara pírúett" og það er rétt, ég gat það í verslunarmiðstöð í Búdapest, ég hlýt að geta það í fimleikasal? :)
Auk þess er þetta ekki spurning um að geta eitthvað heldur að vera með, komið að því að stunda að sem ég prédikka - þó eitthvað virki ógnvekjandi og hrikalegt er stundum nauðsynlegt að hoppa út í djúpu laugina, auk þess verður þetta fínn undirbúningur undir það sem tekur við í janúar :)
Annars vona ég að þið séuð róleg og ekki að fara yfirum útaf því sem er að gerast í næstu viku? Það er betra að vera ekki að stressa sig of mikið, ef þú nærð ekki að klára allt fyrir aðfangadag get ég lofað því (og ég lofa ekki nema ég geti efnt) að heimurinn mun ekki farast - og ef svo ólíklega vill til að heimurinn skyldi farast (aldrei að vita og allt það) þá sver ég að það hefur nákvæmlega ekkert með þig og óhreinu gluggana þína að gera:)
Lifið heil og ræktið róna inní ykkur !
[stafsetning í setningunni að ofan leiðrétt eftir uppflettingu á lexis.hi.is - mér finnst ég sjálf ofsalega fyndin auðvitað:)]
mánudagur, desember 17, 2007
Ég fattaði svolítið um daginn sem mig langar til að deila með ykkur.
Ég held að við getum öll verið vínsmökkunarfólk og sælkerar (sælkerar eru þeir kallaðir sem borða mat og hafa stærri orðaforða til að lýsa honum en við venjulega fólkið sem notum "gott" og "mjög gott" yfir ... góðan mat) - ef okkur langar til að verða svoleiðis fólk. Eyrun á mér skilja orðin sem eru notuð til að lýsa vínum en tungan á mér finnur bara muninn á góðum vínum og vondum vínum, súrum og römmum. Ég hef aldrei fundið bragð af eik eða sítrusávöxtum eða leðri eða lakkrís í vínglasi. En líklega er það vegna þess að ég hef ekki drukkið nægilega mikið vín um ævina, ég hef heldur ekki borðað sælkeramat nægilega oft til að læra inná hann. En ef ég drekk meira og borða meira er ég viss um að ég gæti líka orðið sælkeri! Þið getið það líka og ég hvet ykkur því til að gera litla tilraun á ykkur, tilraun sem ég gerði á sjálfri mér óvart.
VS.
Ég fór í búð um daginn til að kaupa mér hádegismat, ég keypti mér samloku og kókómjólk en vegna þess að ég var að flýta mér tók ég kókómjólk í flösku í stað fernu (hún var í samlokukælinum í andyrinu, fernur voru innar í búðinni geri ég ráð fyrir). Ég hafði aldrei smakkað kókómjólk í flösku og ég verð að segja að ég stefni á að halda mér frá þeim í framtíðinni. Þetta er alls ekki sama kókómjólkin! Ég er nokkuð viss um að þeir þarna í MS blandi alla kókómjólk eins þannig að munurinn hlýtur að liggja í eðli flöskunnar og fernunnar og hvernig kókómjólkin fer mismunandi upp í neytandann ... kannski ég gefi flöskukókómjólkinni einn séns enn og drekk hana með röri? Alvöru mjóu, kókómjólkurröri? Ef hún bragðast "venjuleg" þá skal ég hætta að gera grín að fólki sem getur bara drukkið ákveðin vín úr ákveðnum glösum og hætta að hugsa með sjálfri mér að þetta fólk sé skrítið ... já, þá vitiði það, mér hefur alltaf fundist sælkerar vera skringilegt fólk;)
Góðar stundir
Ég held að við getum öll verið vínsmökkunarfólk og sælkerar (sælkerar eru þeir kallaðir sem borða mat og hafa stærri orðaforða til að lýsa honum en við venjulega fólkið sem notum "gott" og "mjög gott" yfir ... góðan mat) - ef okkur langar til að verða svoleiðis fólk. Eyrun á mér skilja orðin sem eru notuð til að lýsa vínum en tungan á mér finnur bara muninn á góðum vínum og vondum vínum, súrum og römmum. Ég hef aldrei fundið bragð af eik eða sítrusávöxtum eða leðri eða lakkrís í vínglasi. En líklega er það vegna þess að ég hef ekki drukkið nægilega mikið vín um ævina, ég hef heldur ekki borðað sælkeramat nægilega oft til að læra inná hann. En ef ég drekk meira og borða meira er ég viss um að ég gæti líka orðið sælkeri! Þið getið það líka og ég hvet ykkur því til að gera litla tilraun á ykkur, tilraun sem ég gerði á sjálfri mér óvart.
VS.
Ég fór í búð um daginn til að kaupa mér hádegismat, ég keypti mér samloku og kókómjólk en vegna þess að ég var að flýta mér tók ég kókómjólk í flösku í stað fernu (hún var í samlokukælinum í andyrinu, fernur voru innar í búðinni geri ég ráð fyrir). Ég hafði aldrei smakkað kókómjólk í flösku og ég verð að segja að ég stefni á að halda mér frá þeim í framtíðinni. Þetta er alls ekki sama kókómjólkin! Ég er nokkuð viss um að þeir þarna í MS blandi alla kókómjólk eins þannig að munurinn hlýtur að liggja í eðli flöskunnar og fernunnar og hvernig kókómjólkin fer mismunandi upp í neytandann ... kannski ég gefi flöskukókómjólkinni einn séns enn og drekk hana með röri? Alvöru mjóu, kókómjólkurröri? Ef hún bragðast "venjuleg" þá skal ég hætta að gera grín að fólki sem getur bara drukkið ákveðin vín úr ákveðnum glösum og hætta að hugsa með sjálfri mér að þetta fólk sé skrítið ... já, þá vitiði það, mér hefur alltaf fundist sælkerar vera skringilegt fólk;)
Góðar stundir
föstudagur, desember 14, 2007
Ég keyrði kartöflur í dag og er búin að vera að passa menn í nótt, Riddari götunnar er gestur hjá mér núna. Hann var til einhverra vandræða áðan vegna ölvunar og var sóttur. Hann útskýrði fyrir mér afhverju hann drekkur:
Forstöðukonan [ég veit ekki hvar] sagði við mig að þegar ég væri fullur væri ég eins og hundrað menn en þegar ég er edrú er ég eins og lamb. Ég vil ekki vera einhver andskotans kind!! Meeeeeeee!
... þetta eru ágætis rök verð ég að segja:)
Annars hef ég verið að spá, myndi ég koma nakin fram til að verða heimsfræg? Ég er ansi hrædd um að svarið sé já, ég myndi koma nakin fram til að verða heimsfræg EN ég myndi ekki vilja verða heimsfræg fyrir að hafa komið nakin fram ... tvennt ólíkt nefnilega.
En vil ég verða heimsfræg? Það er allt önnur saga og ljótari.
Góðar stundir
Forstöðukonan [ég veit ekki hvar] sagði við mig að þegar ég væri fullur væri ég eins og hundrað menn en þegar ég er edrú er ég eins og lamb. Ég vil ekki vera einhver andskotans kind!! Meeeeeeee!
... þetta eru ágætis rök verð ég að segja:)
Annars hef ég verið að spá, myndi ég koma nakin fram til að verða heimsfræg? Ég er ansi hrædd um að svarið sé já, ég myndi koma nakin fram til að verða heimsfræg EN ég myndi ekki vilja verða heimsfræg fyrir að hafa komið nakin fram ... tvennt ólíkt nefnilega.
En vil ég verða heimsfræg? Það er allt önnur saga og ljótari.
Góðar stundir
þriðjudagur, desember 11, 2007
Þessi gerðist í afskekktri sveit á Austfjörðum ekki alls fyrir löngu.
Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.
Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.
Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.
Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.
Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.
Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:
"Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!".
... ég veit að nokkrir sem lesa þetta munu kunna að meta þessa sögu;)
Lifið heil
Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.
Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.
Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.
Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.
Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.
Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:
"Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!".
... ég veit að nokkrir sem lesa þetta munu kunna að meta þessa sögu;)
Lifið heil
mánudagur, desember 10, 2007
Löggan stoppaði mig á leiðinni heim úr vinnunni á laugardagsmorguninn, ég var eitthvað að vandræðast með að finna bílastæði og keyrði hægt upp götuna og beygði svo inn Freyjugötuna á löllinu og án þess að gefa stefnuljós - ólöglegt, ég veit, en umferðin var ekki nein um sexleytið á laugardagsmorgni ... nema löggubíllinn á eftir mér:)
ég fór út í kant um leið og bláu ljósin blikkuðu á eftir mér, tók af mér húfuna og skrúfaði niður rúðuna:
"Nei, ert þetta bara þú! Ertu á leiðinni heim?"
"Já, er ég svona grunsamleg?"
"Nei, nei, við erum svona desperat, það er allt orðið svo rólegt"
síðustu tímarnir á vaktinni geta verið lengi að líða ef það er ekkert að gerast:)
lítið að gerast mín megin í kvöld, ekki hægt að handtaka þakplötur fyrir að fjúka:)
það var eitthvað sem ég ætlaði að skrifa um hérna en ég man ekki hvað það var? læt að sjálfsögðu heyra í mér þegar ég man það,
þangað til, farið vel með ykkur og ekki gera neina vitleysu:)
ég fór út í kant um leið og bláu ljósin blikkuðu á eftir mér, tók af mér húfuna og skrúfaði niður rúðuna:
"Nei, ert þetta bara þú! Ertu á leiðinni heim?"
"Já, er ég svona grunsamleg?"
"Nei, nei, við erum svona desperat, það er allt orðið svo rólegt"
síðustu tímarnir á vaktinni geta verið lengi að líða ef það er ekkert að gerast:)
lítið að gerast mín megin í kvöld, ekki hægt að handtaka þakplötur fyrir að fjúka:)
það var eitthvað sem ég ætlaði að skrifa um hérna en ég man ekki hvað það var? læt að sjálfsögðu heyra í mér þegar ég man það,
þangað til, farið vel með ykkur og ekki gera neina vitleysu:)
mánudagur, desember 03, 2007
WunderBaum-hugmyndin er stórkostleg Olla, ég ætla að bera hana undir varðstjórana við tækifæri - hlýtur að vera hægt að finna glufu einhvers staðar í fjárútlátarammanum til að koma töfratrjánum fyrir;)
Ég var að spjalla við Fídel í morgun áður en ég fór að sofa og skyndilega fannst mér nefið á honum afskaplega merkilegt, ég kenni þreytu að sjálfsögðu eitthvað um pælingarnar en ég er að spá í að kalla hann Bleiknef í staðinn fyrir Loðkút:)
hann er með barbí-bleikt nef, það hefur auðvitað alltaf verið bleikt en það var bara svo ofsalega áberandi í morgun af einhverjum ástæðum:) ... gæti samt farið illa með egóið þannig að kannski kalla ég hann bara Loðkút áfram? það er svo miklu karlmannlegra, hann má ekki við meiri "vönun" en þegar er orðin;)
hvernig gengur ykkur annars að undirbúa jólin? ... ég verð að fara að spá í þeim bráðum, annars bilast ég á Þorláksmessu og kaupi allar gjafirnar hugsunarlaust með visakortinu;)
lifið heil
Ég var að spjalla við Fídel í morgun áður en ég fór að sofa og skyndilega fannst mér nefið á honum afskaplega merkilegt, ég kenni þreytu að sjálfsögðu eitthvað um pælingarnar en ég er að spá í að kalla hann Bleiknef í staðinn fyrir Loðkút:)
hann er með barbí-bleikt nef, það hefur auðvitað alltaf verið bleikt en það var bara svo ofsalega áberandi í morgun af einhverjum ástæðum:) ... gæti samt farið illa með egóið þannig að kannski kalla ég hann bara Loðkút áfram? það er svo miklu karlmannlegra, hann má ekki við meiri "vönun" en þegar er orðin;)
hvernig gengur ykkur annars að undirbúa jólin? ... ég verð að fara að spá í þeim bráðum, annars bilast ég á Þorláksmessu og kaupi allar gjafirnar hugsunarlaust með visakortinu;)
lifið heil
föstudagur, nóvember 30, 2007
Ég gerði mér enga grein fyrir hvað væri mikið í sjónvarpinu um miðja nótt ... ég hélt að svona miðnætursjónvarp væri bara bundið við helgar, jól og páska ekki virkar nætur líka:)
Það er alltaf í gangi hérna í vinnunni, sjónvarpið sko, en ég fylgist mjög mismikið með því, fer bæði eftir því hvað er að gera og hvaða þátt er verið að sýna. Einhvern tímann eftir miðnættið á Skjá einum sýna þeir gamla CSI Las Vegas þætti sem er gaman að horfa á og eftir fjögur er Numb3rs á Stöð tvö - fyrsta skiptið sem ég sá tilgang með stærðfræði var þegar ég sá Numbers:) ég veit auðvitað að stærðfræði er notuð í alls konar hluti í daglega lífinu en aldrei eins áberandi og í þessum þáttum:)
aníhú, ég er að venjast þessum næturvöktum aðeins en það er samt skringilegt að vera vakandi alla nóttina og vakna á kvöldin sem morgun væri, ekkert að því svo sem, geri það stundum í prívatlífinu og oft þegar ég var unglingur, bara skrítið að fá borgað fyrir það?:)
það er engin klórlykt á nóttunni en í nótt hef ég verið að nota rúðusprey hingað og þangað þannig að það er svona frískleg hrein lykt hérna inni:) ætla að spjalla við stelpurnar sem láta okkur fá þrifefni næst þegar ég er að dagvakt og fá eitthvað ilmgott í stað klórsins, hlýtur að vera hægt þó þetta sé ríkisstofnun;)
Góðar stundir
Það er alltaf í gangi hérna í vinnunni, sjónvarpið sko, en ég fylgist mjög mismikið með því, fer bæði eftir því hvað er að gera og hvaða þátt er verið að sýna. Einhvern tímann eftir miðnættið á Skjá einum sýna þeir gamla CSI Las Vegas þætti sem er gaman að horfa á og eftir fjögur er Numb3rs á Stöð tvö - fyrsta skiptið sem ég sá tilgang með stærðfræði var þegar ég sá Numbers:) ég veit auðvitað að stærðfræði er notuð í alls konar hluti í daglega lífinu en aldrei eins áberandi og í þessum þáttum:)
aníhú, ég er að venjast þessum næturvöktum aðeins en það er samt skringilegt að vera vakandi alla nóttina og vakna á kvöldin sem morgun væri, ekkert að því svo sem, geri það stundum í prívatlífinu og oft þegar ég var unglingur, bara skrítið að fá borgað fyrir það?:)
það er engin klórlykt á nóttunni en í nótt hef ég verið að nota rúðusprey hingað og þangað þannig að það er svona frískleg hrein lykt hérna inni:) ætla að spjalla við stelpurnar sem láta okkur fá þrifefni næst þegar ég er að dagvakt og fá eitthvað ilmgott í stað klórsins, hlýtur að vera hægt þó þetta sé ríkisstofnun;)
Góðar stundir
sunnudagur, nóvember 25, 2007
Afhverju haldiði að ég horfi ekki á hryllingsmyndir?
... ok, þetta var ekki ég, en það hefði vel getað verið það:)
ég fór á villibráðaárshátíðarhlaðborð hjá Þykkvabæjar í gærkvöldi og ég er eiginlega ennþá aðeins södd:) þetta var haldið í Árhús á Hellu og svo gistum við öll (sem vorum úr bænum) í litlu húsunum sem staðurinn leigir út. Ég skemmti mér óskaplega vel og ég vildi óska (ekki í fyrsta skiptið um ævina) að ég gæti verið í fleiri en einni vinnu í einu, allt fólkið hjá Þykkvabæjar eru svo miklir öðlingar ... Bókhlöðuliðið er líka einstakt og nýju vinnufélagarnir eru alltaf að verða skemmtilegri ... ef útí það er farið eru fiskibúðarstrákarnir algerar perlur:) ... ég held barasta að ég hafi aldrei unnið á virkilega lélegum vinnustað, það hafa verið kostir og gallar alls staðar auðvitað eins og gerist. Í fiskbúðinni var ég stundum í alltof miklu návígi við dill (já, kryddið .... uuugggghhhh!!!) og dauð fiskaaugu (þau eru miklu óhuggulegri en allt annað í sambandi við dauða fiska, finnst mér). Það var aðeins of lítið um dagsljós og of mikið af ryki á hlöðunni og í Þykkvabæjar var kartöfluslímið, einstaka sinnum fóru kartöflur að gerjast (til dæmis ef þær voru ekki nægilega mikið soðnar áður en þær fóru í pokann) þá blésu pokarnir út og ef þeir sprungu kom ógurleg lykt sem fór ekki af manni fyrr en eftir nokkra þvotta ... og hún festist í nefninu á mér líka, í bæði skiptin:) Zorró var hins vegar sérlega hrifinn af lyktinni og slefaði stjórnlaust með nefið límt við buxurnar mínar og úlpuermina þegar ég kom heim þannig að það er spurning hvort kartöfluslímið hafi verið galli?:)
í nýju vinnunni er gallinn klór og klórlykt, við þrífum með því til að gera allt bakteríufrítt en þegar ég er búin að standa inn í klefa og skrúbba með klór í smá stund er ég komin með bragð í munninn eins og þegar ég var krakki og búin að vera í sundi í þrjá tíma og fara aðeins of oft í kaf á þeim tíma;) þannig að þó að bragðið sé óþægilegt og velgjuvekjandi (er það orð, móðurmálsmeistarar mínir góðir?) er spurning hvort ég eigi ekki bara að njóta bernskuminninganna? ekki á hverjum degi sem ég finn lykt sem minnir eins mikið á æsku mína og þessi blessaða klórbræla ... sem betur fer;)
klór, kartöfuslím, dill, ryk, klikkaðir fararstjórar, nöldrandi kúnnar ... en án þeirra væru kostirnir kannski ekki eins skínandi, áberandi og eftirminnilegir? :)
Lifið heil og njótið lífsins
... ok, þetta var ekki ég, en það hefði vel getað verið það:)
ég fór á villibráðaárshátíðarhlaðborð hjá Þykkvabæjar í gærkvöldi og ég er eiginlega ennþá aðeins södd:) þetta var haldið í Árhús á Hellu og svo gistum við öll (sem vorum úr bænum) í litlu húsunum sem staðurinn leigir út. Ég skemmti mér óskaplega vel og ég vildi óska (ekki í fyrsta skiptið um ævina) að ég gæti verið í fleiri en einni vinnu í einu, allt fólkið hjá Þykkvabæjar eru svo miklir öðlingar ... Bókhlöðuliðið er líka einstakt og nýju vinnufélagarnir eru alltaf að verða skemmtilegri ... ef útí það er farið eru fiskibúðarstrákarnir algerar perlur:) ... ég held barasta að ég hafi aldrei unnið á virkilega lélegum vinnustað, það hafa verið kostir og gallar alls staðar auðvitað eins og gerist. Í fiskbúðinni var ég stundum í alltof miklu návígi við dill (já, kryddið .... uuugggghhhh!!!) og dauð fiskaaugu (þau eru miklu óhuggulegri en allt annað í sambandi við dauða fiska, finnst mér). Það var aðeins of lítið um dagsljós og of mikið af ryki á hlöðunni og í Þykkvabæjar var kartöfluslímið, einstaka sinnum fóru kartöflur að gerjast (til dæmis ef þær voru ekki nægilega mikið soðnar áður en þær fóru í pokann) þá blésu pokarnir út og ef þeir sprungu kom ógurleg lykt sem fór ekki af manni fyrr en eftir nokkra þvotta ... og hún festist í nefninu á mér líka, í bæði skiptin:) Zorró var hins vegar sérlega hrifinn af lyktinni og slefaði stjórnlaust með nefið límt við buxurnar mínar og úlpuermina þegar ég kom heim þannig að það er spurning hvort kartöfluslímið hafi verið galli?:)
í nýju vinnunni er gallinn klór og klórlykt, við þrífum með því til að gera allt bakteríufrítt en þegar ég er búin að standa inn í klefa og skrúbba með klór í smá stund er ég komin með bragð í munninn eins og þegar ég var krakki og búin að vera í sundi í þrjá tíma og fara aðeins of oft í kaf á þeim tíma;) þannig að þó að bragðið sé óþægilegt og velgjuvekjandi (er það orð, móðurmálsmeistarar mínir góðir?) er spurning hvort ég eigi ekki bara að njóta bernskuminninganna? ekki á hverjum degi sem ég finn lykt sem minnir eins mikið á æsku mína og þessi blessaða klórbræla ... sem betur fer;)
klór, kartöfuslím, dill, ryk, klikkaðir fararstjórar, nöldrandi kúnnar ... en án þeirra væru kostirnir kannski ekki eins skínandi, áberandi og eftirminnilegir? :)
Lifið heil og njótið lífsins
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
mánudagur, nóvember 19, 2007
Jæja:)
ég var að spjalla við Farandi áðan, við ræddum allt mögulegt og þar á meðal bloggletina sem kvelur báðar síðurnar okkar undanfarið ... ég kaus að blogga ekki á Degi íslenskrar tungu - af augljósum ástæðum - en Farandi er að spá í að bæta íslensku við ferða- og heilsubloggið sitt ... blogginu mínu vantar hugsanlega einhvurn svoleiðis vinkil þó ég geti lofað ykkur að hann verður hvorki málfars- né íslenskutengdur, af einhverju viti að minnsta kosti:)
ég gæti bloggað sögur úr vinnunni (alveg þangað til ég yrði rekin sum sé), en hver nennir að lesa endalaust um hvað annað fólk er að gera í vinnunni? sögurnar eru kannski fyndnar til að byrja með, á meðan ég er ennþá að kynnast fólkinu og starfinu, en þegar á líður og ég er komin meira inn í hvernig allt gengur breytist húmorinn ábyggilega þannig að það sem mér finnst fyndið eða skondið og frásagnarvert er það ekki í augum lesenda - alveg eins og endurskoðendur segja vafalítið brandara sem við framtalsfatlaða fólk skiljum alls ekki og hver veit nema bakarar kunni óhemjuskondnar sögur af kökum sem bökuðust ekki ... eða eitthvað? :)
sjáum til hvað verður, við Farandi ákváðum að blogga í kvöld um hvað við fílum en er hallærislegt, hlutir sem við gerum en viðurkennum ekki eða afsökum ef það ber á góma ... eins og að geta farið með línur úr heilalausum rómantískum gamanmyndum eða sungið með hnakkapoppi;) en ég hef gert það svo oft áður á þessum vettvangi, viðurkennt bresti mína opinberlega, að ég hvet ykkur eindregið til að skoða "Gamlar Synetur" hér að neðan, hægra megin - sem minnir mig á það Olla mín, spurðirðu pabba þinn einhvern tímann að því afhverju Dagvarðareyri heitir Dagvarðareyri? :)
Lifið heil og klæðið ykkur eftir veðri!
ég var að spjalla við Farandi áðan, við ræddum allt mögulegt og þar á meðal bloggletina sem kvelur báðar síðurnar okkar undanfarið ... ég kaus að blogga ekki á Degi íslenskrar tungu - af augljósum ástæðum - en Farandi er að spá í að bæta íslensku við ferða- og heilsubloggið sitt ... blogginu mínu vantar hugsanlega einhvurn svoleiðis vinkil þó ég geti lofað ykkur að hann verður hvorki málfars- né íslenskutengdur, af einhverju viti að minnsta kosti:)
ég gæti bloggað sögur úr vinnunni (alveg þangað til ég yrði rekin sum sé), en hver nennir að lesa endalaust um hvað annað fólk er að gera í vinnunni? sögurnar eru kannski fyndnar til að byrja með, á meðan ég er ennþá að kynnast fólkinu og starfinu, en þegar á líður og ég er komin meira inn í hvernig allt gengur breytist húmorinn ábyggilega þannig að það sem mér finnst fyndið eða skondið og frásagnarvert er það ekki í augum lesenda - alveg eins og endurskoðendur segja vafalítið brandara sem við framtalsfatlaða fólk skiljum alls ekki og hver veit nema bakarar kunni óhemjuskondnar sögur af kökum sem bökuðust ekki ... eða eitthvað? :)
sjáum til hvað verður, við Farandi ákváðum að blogga í kvöld um hvað við fílum en er hallærislegt, hlutir sem við gerum en viðurkennum ekki eða afsökum ef það ber á góma ... eins og að geta farið með línur úr heilalausum rómantískum gamanmyndum eða sungið með hnakkapoppi;) en ég hef gert það svo oft áður á þessum vettvangi, viðurkennt bresti mína opinberlega, að ég hvet ykkur eindregið til að skoða "Gamlar Synetur" hér að neðan, hægra megin - sem minnir mig á það Olla mín, spurðirðu pabba þinn einhvern tímann að því afhverju Dagvarðareyri heitir Dagvarðareyri? :)
Lifið heil og klæðið ykkur eftir veðri!
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
Vá, ég þakka kærlega fyrir öll kommentin við færslunni að neðan og ég vona innilega að ekkert ykkar komi að heimsækja mig í vinnuna - en ef það kemur fyrir lofa ég að koma með aukateppi og kaffi til ykkar:)
ég mun ekki, tek það fram strax til að forðast misskilning seinna meir ef þær aðstæður koma upp, alls ekki, hleypa ykkur út, ég má það ekki - það felst nefnilega í fangavörslunni að passa uppá það að fangarnir haldi áfram að vera inni:)
ég má auðvitað ekki tala um það sem er að gerast í vinnunni en þetta er gífurlega fjölbreytt starf, ólíklegasta fólk verður að gista hjá okkur - ekki bara glæpamenn:) fólk sem á hvergi heima kemur og gistir, sumir skemmta sér of mikið og rata ekki heim, aðrir ganga aðeins of langt, eru til dæmis með stæla þegar löggan mætir á svæðið (í mismunandi erindum) og fær að láta renna af sér inní klefa hjá okkur - kúlið fer samt aðeins af þeim þegar vinirnir eru ekki lengur áhorfendur heldur einn skitinn fangavörður, sem neitar að hleypa þeim út:)
þegar árhátíðatímbilið hefst er svolítið um það að formenn skemmtinefnda og venjulegt fólk sem smakkar yfirleitt ekki áfengi missi algera stjórn á sér eftir að hafa verið stressað í lengri tíma og vaknar hjá okkur án þess að muna eftir nóttinni - eða man of mikið;)
það er enginn sérlega ánægður með að láta loka sig inni auðvitað þannig að þetta er ekki beint "skemmtileg vinna" og hingað til hef ég lært þrennt; ég ræð, ég ræð og ég ræð - sem er víst ekki ósvipað því að vera leikskólakennari, ýmislegt líkt með fangelsum og leikskólum þegar út í það er farið ... en ég er líka orðin fær í sjá hvort fólk andi, merkileg færni sem ég hélt ekki að ég þyrfti að æfa mig í - ekki mörg stöfin sem kalla á að fólk fylgist með því hvort annað fólk andi nema þá kannski á sjúkrahúsum?? eða líkhúsum sem gæti vel verið næsta starf? svona til að viðhalda kúlinu?:)
þó að þetta sé ekki "skemmtileg vinna" þá er hún það samt:) vinnufélagarnir eru skemmtilegir og það er alltaf eitthvað að gerast, vinnustaðurinn er alltaf sá sami en vinnuumhverfið er alltaf nýtt á hverjum degi, þegar ég mæti veit ég aldrei hvort það er einhver inni, hversu margir munu koma inn eða fara og hvað á eftir að gerast á vaktinni - óvissa sem er soldið spennandi:) svo er þetta líka vaktavinna þannig að ég er í fríi á hinum ýmsu tímum sólarhringsins og vikunnar sem er afskaplega gaman eftir 8 til 5 vinnu undanfarin ár:) ef þið eruð í fríi á óvenjulegum tíma og viljið kíkja á kaffihús eða niðrá Tjörn eða eitthvað tékkið endilega á mér, ég gæti vel verið í fríi líka:)
og varðandi konuna sem snýst, ég hef ekki hugmynd um rétt svar - hún snýst ýmist rétt- eða rangsælis í hvert sinn sem ég lít á hana þannig að við verðum bara öll að gera það upp við okkur sjálf hvora áttina hún fer;)
lifið heil og verum í sambandi
ég mun ekki, tek það fram strax til að forðast misskilning seinna meir ef þær aðstæður koma upp, alls ekki, hleypa ykkur út, ég má það ekki - það felst nefnilega í fangavörslunni að passa uppá það að fangarnir haldi áfram að vera inni:)
ég má auðvitað ekki tala um það sem er að gerast í vinnunni en þetta er gífurlega fjölbreytt starf, ólíklegasta fólk verður að gista hjá okkur - ekki bara glæpamenn:) fólk sem á hvergi heima kemur og gistir, sumir skemmta sér of mikið og rata ekki heim, aðrir ganga aðeins of langt, eru til dæmis með stæla þegar löggan mætir á svæðið (í mismunandi erindum) og fær að láta renna af sér inní klefa hjá okkur - kúlið fer samt aðeins af þeim þegar vinirnir eru ekki lengur áhorfendur heldur einn skitinn fangavörður, sem neitar að hleypa þeim út:)
þegar árhátíðatímbilið hefst er svolítið um það að formenn skemmtinefnda og venjulegt fólk sem smakkar yfirleitt ekki áfengi missi algera stjórn á sér eftir að hafa verið stressað í lengri tíma og vaknar hjá okkur án þess að muna eftir nóttinni - eða man of mikið;)
það er enginn sérlega ánægður með að láta loka sig inni auðvitað þannig að þetta er ekki beint "skemmtileg vinna" og hingað til hef ég lært þrennt; ég ræð, ég ræð og ég ræð - sem er víst ekki ósvipað því að vera leikskólakennari, ýmislegt líkt með fangelsum og leikskólum þegar út í það er farið ... en ég er líka orðin fær í sjá hvort fólk andi, merkileg færni sem ég hélt ekki að ég þyrfti að æfa mig í - ekki mörg stöfin sem kalla á að fólk fylgist með því hvort annað fólk andi nema þá kannski á sjúkrahúsum?? eða líkhúsum sem gæti vel verið næsta starf? svona til að viðhalda kúlinu?:)
þó að þetta sé ekki "skemmtileg vinna" þá er hún það samt:) vinnufélagarnir eru skemmtilegir og það er alltaf eitthvað að gerast, vinnustaðurinn er alltaf sá sami en vinnuumhverfið er alltaf nýtt á hverjum degi, þegar ég mæti veit ég aldrei hvort það er einhver inni, hversu margir munu koma inn eða fara og hvað á eftir að gerast á vaktinni - óvissa sem er soldið spennandi:) svo er þetta líka vaktavinna þannig að ég er í fríi á hinum ýmsu tímum sólarhringsins og vikunnar sem er afskaplega gaman eftir 8 til 5 vinnu undanfarin ár:) ef þið eruð í fríi á óvenjulegum tíma og viljið kíkja á kaffihús eða niðrá Tjörn eða eitthvað tékkið endilega á mér, ég gæti vel verið í fríi líka:)
og varðandi konuna sem snýst, ég hef ekki hugmynd um rétt svar - hún snýst ýmist rétt- eða rangsælis í hvert sinn sem ég lít á hana þannig að við verðum bara öll að gera það upp við okkur sjálf hvora áttina hún fer;)
lifið heil og verum í sambandi
sunnudagur, nóvember 04, 2007
Góðan og blessaðan daginn:)
segið mér, vegna þess að ég er orðin ringluð og get ekki svarað fyrirspurn góðvinar míns um í hvora áttina þessi unga stúlka er að snúa sér, hvort snýr hún sér réttsælis eða rangsælis?
annarsvar ég að vakna eftir fyrstu vaktina mína í nýju vinnunni og mér líður bara slatti vel:) ég held jafnvel að ég eigi alveg eftir að ráða við að vera fangavörður, þó að fangageymslurnar hafi verið fullar í nótt þá reddaðist þetta allt saman:)
verð samt að venjast búningnum aðeins, hef aldrei unnið með bindi og síðast þegar ég var í blárri skyrtu, með "skynsamlega hárgreiðslu" og varð að fara í plasthanska fyrir
viðskiptavininn var það ekki vegna hlandbleytu heldur fisks ... en á móti kemur þá er ammóníak í skötunni og þegar ég var að vinna í skötutunnunum mátti ég heldur ekki vera ein oní henni þannig að ég er viss um að ég eigi eftir að venjast þessu eins og andarungi tjörninni:)
Lifið heil
segið mér, vegna þess að ég er orðin ringluð og get ekki svarað fyrirspurn góðvinar míns um í hvora áttina þessi unga stúlka er að snúa sér, hvort snýr hún sér réttsælis eða rangsælis?
annarsvar ég að vakna eftir fyrstu vaktina mína í nýju vinnunni og mér líður bara slatti vel:) ég held jafnvel að ég eigi alveg eftir að ráða við að vera fangavörður, þó að fangageymslurnar hafi verið fullar í nótt þá reddaðist þetta allt saman:)
verð samt að venjast búningnum aðeins, hef aldrei unnið með bindi og síðast þegar ég var í blárri skyrtu, með "skynsamlega hárgreiðslu" og varð að fara í plasthanska fyrir
viðskiptavininn var það ekki vegna hlandbleytu heldur fisks ... en á móti kemur þá er ammóníak í skötunni og þegar ég var að vinna í skötutunnunum mátti ég heldur ekki vera ein oní henni þannig að ég er viss um að ég eigi eftir að venjast þessu eins og andarungi tjörninni:)
Lifið heil
þriðjudagur, október 30, 2007
Auðvitað átti ég við viðtengingarháttARsýki og að sjálfsögðu ætla ég ekki að vera lögfræðingur:) ég var að meina þegar fólk talar skringilega og notar "sé" í sífellu í staðinn fyrir "er" - "ef það sé laust" og "ef það sé frí" ... ég hef aldrei heyrt þetta en mér var sagt um daginn að þetta væri málýska að vestan, hafið þið heyrt það?
Núna er tími vetrardekkjanna, ekki endilega negldra dekkja bara ekki sumardekkja - persónulega myndi mig langa í hnetuskeljadekk ef ég væri ekki á fínum heilsársdekkjum, hentuskeljar ríma einhvern vegin við Ara litla finnst þér ekki?
Ég varð hins vegar að setja vinnubílinn á nagladekk í síðustu viku, negld Michellindekk eins og allir hinir vinnubílarnir. Ég fer á dekkjaverkstæðið sem fyrirtækið notar og tilkynni manninum á skrifstofunni að ég sé "komin til að kaupa negld Michellindekk á Þykkvabæjarbílinn þarna í hlaðinu" - tegund dekkjanna er ákveðin af forstjóranum eftir álit og umræður allra starfsmannanna og að fenginni reynslu nokkurra áratuga, samanlagt:)
Dekkjamaðurinn skoðar bílinn, flettir upp í tölvunni og kveður svo upp dóminn, hann "á ekki til dekkin í þessari stærð" en hann "á hins vegar til ..." svo hefst söluræðan. Ég ítreka nokkrum sinnum að ég hafi ekki nokkurt umboð til að kaupa öðruvísi dekk en þau sem ég var send til að kaupa en gaurinn heldur áfram og fer meira að segja að telja upp þá möguleika sem leynast í loftbóludekkjum og grófum heilsársdekkjum. Ég spyr hvort að "von sé á dekkjunum sem ég á að kaupa, ég get alveg komið aftur í næstu viku ef þau verða komin þá?" Honum er alveg sama, hann ætlar að selja mér eitthvað sem ég má ekki kaupa, ég geri því það eina rétta í stöðunni, ég hringi í forstjórann:)
"blessaður, er ég að trufla? geturðu rætt dekk?" jú, hann gat það þannig að ég rétti sölumanninum mikla símann og hann segir "sæll, ég var að segja stelpunni að við eigum ekki til negld Michellindekk í réttri stærð en við eigum negld BFGoodrich?" hann þegir í nokkrar sekúndur og ég heyri að forstjórinn svarar einhverju. Hvað haldiði að dekkjasölumaðurinn hafi sagt þá?
"Má ég þá ekki bara athuga lagerinn og biðja hana um að koma aftur þegar dekkin eru komin inná gólf til mín?"!!!!!!!!
... ég varð að hringja í forstjórann til að fá hann til að svara þessu???!! Skammaðist mín nett auðvitað því þetta virkaði eins og ég væri algerlega ófær um að taka sjálfstæða ákvörðun!! Þegar ég hitti forstjórann í morgunkaffinu daginn eftir bað ég hann afsökunar á símtalinu, "ef ég hefði fengið tækifæri til að svara þessari spurningu hafði ég aldrei þurft að hringja, ég fékk bara söluræðuna"
"Ég velti því einmitt fyrir mér afhverju þú gast ekki svarað þessu sjálf en áttaði mig svo á því að hann var auðvitað að reyna að selja þér eitthvað annað, ef þú værir með typpi elskan mín myndirðu aldrei lenda í þessu, þetta er allt í lagi."
Mér finnst forstjórinn mjög fínn gaur - þeir eru það allir, skrifstofustelpurnar líka, ég mun sakna þeirra:)
Lifið heil
Núna er tími vetrardekkjanna, ekki endilega negldra dekkja bara ekki sumardekkja - persónulega myndi mig langa í hnetuskeljadekk ef ég væri ekki á fínum heilsársdekkjum, hentuskeljar ríma einhvern vegin við Ara litla finnst þér ekki?
Ég varð hins vegar að setja vinnubílinn á nagladekk í síðustu viku, negld Michellindekk eins og allir hinir vinnubílarnir. Ég fer á dekkjaverkstæðið sem fyrirtækið notar og tilkynni manninum á skrifstofunni að ég sé "komin til að kaupa negld Michellindekk á Þykkvabæjarbílinn þarna í hlaðinu" - tegund dekkjanna er ákveðin af forstjóranum eftir álit og umræður allra starfsmannanna og að fenginni reynslu nokkurra áratuga, samanlagt:)
Dekkjamaðurinn skoðar bílinn, flettir upp í tölvunni og kveður svo upp dóminn, hann "á ekki til dekkin í þessari stærð" en hann "á hins vegar til ..." svo hefst söluræðan. Ég ítreka nokkrum sinnum að ég hafi ekki nokkurt umboð til að kaupa öðruvísi dekk en þau sem ég var send til að kaupa en gaurinn heldur áfram og fer meira að segja að telja upp þá möguleika sem leynast í loftbóludekkjum og grófum heilsársdekkjum. Ég spyr hvort að "von sé á dekkjunum sem ég á að kaupa, ég get alveg komið aftur í næstu viku ef þau verða komin þá?" Honum er alveg sama, hann ætlar að selja mér eitthvað sem ég má ekki kaupa, ég geri því það eina rétta í stöðunni, ég hringi í forstjórann:)
"blessaður, er ég að trufla? geturðu rætt dekk?" jú, hann gat það þannig að ég rétti sölumanninum mikla símann og hann segir "sæll, ég var að segja stelpunni að við eigum ekki til negld Michellindekk í réttri stærð en við eigum negld BFGoodrich?" hann þegir í nokkrar sekúndur og ég heyri að forstjórinn svarar einhverju. Hvað haldiði að dekkjasölumaðurinn hafi sagt þá?
"Má ég þá ekki bara athuga lagerinn og biðja hana um að koma aftur þegar dekkin eru komin inná gólf til mín?"!!!!!!!!
... ég varð að hringja í forstjórann til að fá hann til að svara þessu???!! Skammaðist mín nett auðvitað því þetta virkaði eins og ég væri algerlega ófær um að taka sjálfstæða ákvörðun!! Þegar ég hitti forstjórann í morgunkaffinu daginn eftir bað ég hann afsökunar á símtalinu, "ef ég hefði fengið tækifæri til að svara þessari spurningu hafði ég aldrei þurft að hringja, ég fékk bara söluræðuna"
"Ég velti því einmitt fyrir mér afhverju þú gast ekki svarað þessu sjálf en áttaði mig svo á því að hann var auðvitað að reyna að selja þér eitthvað annað, ef þú værir með typpi elskan mín myndirðu aldrei lenda í þessu, þetta er allt í lagi."
Mér finnst forstjórinn mjög fínn gaur - þeir eru það allir, skrifstofustelpurnar líka, ég mun sakna þeirra:)
Lifið heil
miðvikudagur, október 24, 2007
Hversu mörg egg sjóðið þið í einu? Ég hélt það væri ekki hollt að borða meira en eitt í einu? ... og ég var svona lengi með bakkann því mér fannst svo sorglegt hvað ég var lélegur kokkur að ég borðaði yfirleitt túnfiskinn egglausan og uppúr dósinni;)
og takk öll fyrir kommentin!! ég er ekki nægilega góð í þakka fyrir mig en mér finnst frábært, æðislegt að fá komment:)
Ég tók popp heim úr vinnunni áðan og hugsaði að við Fídel myndum kúra í kvöld, borða popp undir teppi og hafa það kósí inni í hlýjunni og hlusta á rigninguna ... svo var ég stopp á ljósum og opnaði blessaðan pokann til að fá mér tvö, bara tvö ... en það sem var eftir í pokanum þegar ég kom heim var ekki uppí nös á ketti;)
"gerir ekkert til," hugsaði ég, ef ég er ekki að borða popp get ég einbeitt mér að því að knúsa og klappa Fídeli, hann er búinn að vera svo mikið einn undanfarið að hann á skilið að fá óskipta athygli mína eitt kvöld, bara vera góð við hann eitt kvöld og hræða hann ekki með skrjáfi í popppoka:)
jújú, kem heim, opna inn, fer inn í eldhús með kisumat, legg frá mér poka í stofunni, loka útidyrahurðinni, fer aftur inn í eldhús og set vatn í potta og byrja að undirbúa kvöldmatinn - á meðan ég er að bardúsa í eldhúsinu er Fídel að mjálma frammi og ég tala við hann á fullu eins og klikkaðri kattarkonu sæmir, "já, loðkúturinn minn, ég er loksins komin heim" og "eigum við ekki bara að hafa það kósí í kvöld, litli kall?" og alltaf svarar hann mér með háværu mjái svo hætti ég að tala því ég var búin að segja allt sem mér datt í hug og var farin að endurtaka mig. En þó ég hætti að tala heldur hann áfram að mjálma og mjálmar sífellt "vælulegra" ... hann mjálmar yfirleitt ekki vælulega þannig að ég fer að tékka á honum en finn hann hvergi!!!
hvað haldiði að ég hafi gert? mér er ekki viðbjargandi - ég át nammið á leiðinni heim og læsti svo litlu kisuna mína, sem ég ætlaði að sinna svo óskaplega vel, frammá gangi!!
ég kem betur fram við óvini mína! :)
en að öðru, ég er ekki sérlega klár í íslensku en ég þekki algera snillinga sem margir hverjir lesa bloggið mitt og mig langar til að spyrja að einu:
er viðtengingarháttssýki til?
ef svo sé, endilega látið mig vita, þetta hljómar svo asnalega;)
lifið heil
og takk öll fyrir kommentin!! ég er ekki nægilega góð í þakka fyrir mig en mér finnst frábært, æðislegt að fá komment:)
Ég tók popp heim úr vinnunni áðan og hugsaði að við Fídel myndum kúra í kvöld, borða popp undir teppi og hafa það kósí inni í hlýjunni og hlusta á rigninguna ... svo var ég stopp á ljósum og opnaði blessaðan pokann til að fá mér tvö, bara tvö ... en það sem var eftir í pokanum þegar ég kom heim var ekki uppí nös á ketti;)
"gerir ekkert til," hugsaði ég, ef ég er ekki að borða popp get ég einbeitt mér að því að knúsa og klappa Fídeli, hann er búinn að vera svo mikið einn undanfarið að hann á skilið að fá óskipta athygli mína eitt kvöld, bara vera góð við hann eitt kvöld og hræða hann ekki með skrjáfi í popppoka:)
jújú, kem heim, opna inn, fer inn í eldhús með kisumat, legg frá mér poka í stofunni, loka útidyrahurðinni, fer aftur inn í eldhús og set vatn í potta og byrja að undirbúa kvöldmatinn - á meðan ég er að bardúsa í eldhúsinu er Fídel að mjálma frammi og ég tala við hann á fullu eins og klikkaðri kattarkonu sæmir, "já, loðkúturinn minn, ég er loksins komin heim" og "eigum við ekki bara að hafa það kósí í kvöld, litli kall?" og alltaf svarar hann mér með háværu mjái svo hætti ég að tala því ég var búin að segja allt sem mér datt í hug og var farin að endurtaka mig. En þó ég hætti að tala heldur hann áfram að mjálma og mjálmar sífellt "vælulegra" ... hann mjálmar yfirleitt ekki vælulega þannig að ég fer að tékka á honum en finn hann hvergi!!!
hvað haldiði að ég hafi gert? mér er ekki viðbjargandi - ég át nammið á leiðinni heim og læsti svo litlu kisuna mína, sem ég ætlaði að sinna svo óskaplega vel, frammá gangi!!
ég kem betur fram við óvini mína! :)
en að öðru, ég er ekki sérlega klár í íslensku en ég þekki algera snillinga sem margir hverjir lesa bloggið mitt og mig langar til að spyrja að einu:
er viðtengingarháttssýki til?
ef svo sé, endilega látið mig vita, þetta hljómar svo asnalega;)
lifið heil
mánudagur, október 22, 2007
Það besta við svona daga er að vera loksins komin heim til mín:) fara í sturtu og elda kvöldmat sem er svo góður að Fídel vælir um að smakka áður en hann er tilbúinn - litli loðkúturinn er frábær gagnrýnandi því honum finnst maturinn minn svo góður:) ég var á tímabili með smá komplexa yfir því að geta ekki eldað en undanfarið eru þeir alveg horfnir því ég hef ekki klúðrað neinu, það hefur allt verið ætt fyrir utan það að eggjafíaskóið hefur verið útskýrt og hafði ekkert með mína eldunarhæfileika að gera:)
það var alltaf brandari að ég hafi verið nokkra mánuði að læra að sjóða egg því sama hvað ég gerði þá gat ég ekki soðið egg skammlaust - þegar ég tók skurnina af kom alltaf öll hvítan með í flygsum, í föstu formi eða fljótandi eftir eldunartíma og stundum flaut gulan með líka ... afskaplega neyðarlegt og ég tók sökina alfarið á mig og mína hæfileika, þar til um daginn:) það er prótínskortur eða efnasambandsrugl sem orsakar það að eggið sýðst ekki almennilega ekki potturinn minn, vatn, edik, salt, gat oná, gat undir etc. etc. sem ég prófaði:) og allan þennan tíma notaði ég sama 12 eggja eggjabakkann þannig að öll eggin í honum voru væntanlega gölluð - eggin sjáiði, ekki ég:)
hrísgrjónin eru hins vegar annað mál ... þau klúður á ég skuldlaust en núna kann ég að elda þau fullkomlega - geta grjón verið a la dent eins og pasta?;)
góðar stundir
það var alltaf brandari að ég hafi verið nokkra mánuði að læra að sjóða egg því sama hvað ég gerði þá gat ég ekki soðið egg skammlaust - þegar ég tók skurnina af kom alltaf öll hvítan með í flygsum, í föstu formi eða fljótandi eftir eldunartíma og stundum flaut gulan með líka ... afskaplega neyðarlegt og ég tók sökina alfarið á mig og mína hæfileika, þar til um daginn:) það er prótínskortur eða efnasambandsrugl sem orsakar það að eggið sýðst ekki almennilega ekki potturinn minn, vatn, edik, salt, gat oná, gat undir etc. etc. sem ég prófaði:) og allan þennan tíma notaði ég sama 12 eggja eggjabakkann þannig að öll eggin í honum voru væntanlega gölluð - eggin sjáiði, ekki ég:)
hrísgrjónin eru hins vegar annað mál ... þau klúður á ég skuldlaust en núna kann ég að elda þau fullkomlega - geta grjón verið a la dent eins og pasta?;)
góðar stundir
sunnudagur, október 21, 2007
Jæja:) vona að það séu ekki allir hættir að kíkja hingað?
það er kominn rétt rúmur mánuður síðan ég bloggaði síðast en það er að sjálfsögðu ekki vegna þess að ég hef verið löt þennan mánuð, alls ekki:)
ég kom heim frá Ungverjalandi í gærmorgun eftir tæpar tvær vikur í Búdapest en ég byrjaði mánuðinn í New York - ég var bara heima í rétt tæpa tvo sólarhringa á milli ferðanna og vann tvo heila vinnudaga þannig að ég náði hvorki að hitta né kveðja nokkurn mann nema vinnufélagana, Fídel og fjölskylduna:)
október hefur því verið mánuður ferðalagana en líka merkilegt nokk, söngleikjanna - í New York sá ég Avenue Q, Hairspray og The Color Purple með Fantasiu - held að þessi síðastnefnda hafi verið sú besta, ekki oft sem ég fer að gráta á almannafæri;)
en í Búdapest fór ég að sjá Chicago, á ungversku og það var mjög áhugavert:) leigði mér myndina í gærkvöldi því ég hafði aldrei séð hana og ungverska konan í myndinni sem dó var kínversk í ungversku uppsetningunni:)
ég fyllti minniskortið í myndavélinni í báðum ferðunum þannig að ég fyllist kvíða þegar ég hugsa um að fara í gegnum þær allar en ég mun láta verða af því fyrr en síðar - þær eru allar rosalega flottar sko, þær eru bara svo margar;)
þar til næst, lifið heil:)
það er kominn rétt rúmur mánuður síðan ég bloggaði síðast en það er að sjálfsögðu ekki vegna þess að ég hef verið löt þennan mánuð, alls ekki:)
ég kom heim frá Ungverjalandi í gærmorgun eftir tæpar tvær vikur í Búdapest en ég byrjaði mánuðinn í New York - ég var bara heima í rétt tæpa tvo sólarhringa á milli ferðanna og vann tvo heila vinnudaga þannig að ég náði hvorki að hitta né kveðja nokkurn mann nema vinnufélagana, Fídel og fjölskylduna:)
október hefur því verið mánuður ferðalagana en líka merkilegt nokk, söngleikjanna - í New York sá ég Avenue Q, Hairspray og The Color Purple með Fantasiu - held að þessi síðastnefnda hafi verið sú besta, ekki oft sem ég fer að gráta á almannafæri;)
en í Búdapest fór ég að sjá Chicago, á ungversku og það var mjög áhugavert:) leigði mér myndina í gærkvöldi því ég hafði aldrei séð hana og ungverska konan í myndinni sem dó var kínversk í ungversku uppsetningunni:)
ég fyllti minniskortið í myndavélinni í báðum ferðunum þannig að ég fyllist kvíða þegar ég hugsa um að fara í gegnum þær allar en ég mun láta verða af því fyrr en síðar - þær eru allar rosalega flottar sko, þær eru bara svo margar;)
þar til næst, lifið heil:)
fimmtudagur, september 20, 2007
Góðan og blessaðan:)
hafiði séð You've Got Mail? Í einu atriðinu er persónan hennar Meg Ryan, Kathleen Kelly, lasin og neitar að hleypa Tom Hanks, Joe Fox, upp til sín á þeirri forsendu að hún sé bullandi lasin og geti ekki tekið á móti neinum:
Who is it?
It's Joe Fox
What are you doing here?
Ah, may I please come up?
No, I don't, no, I don't think that that is a good idea because I have a, I have a terrible cold - *aaatsjhuuuu*! Can you hear that?!
Yeah
Listen, I'm sniffling, and I'm not really awake. I'm taking echinacea and vitamin C and sleeping practiacally 24 hours a day. I have a temperature. And I think I'm contagious. So I would, I would really appreciate it if you'd just go away.
Bank bank bank - Joe mætir samt og þau verða vinir
því það er ekki baun að henni! Handritshöfundarnir og leikstjórinn hafa ekki einu sinni fyrir því að láta hana í almennilega sjúskuð náttföt, hárið og meiköpið er fullkomið og eina sem sýnir að hún eigi að vera lasin er að það eru snýtubréf um allt og hún andar með munninum ... þetta atriði hefur alltaf böggað mig, jafnvel að því marki að mér finnst rómantískargamanmyndir örlítið óraunverulegar;)
ég vildi óska að ég liti eins vel út og Meg Ryan þegar ég er veik - þegar ég lít í spegil núna er það eina sem við eigum sameiginlegt að við öndum báðar með munninum:(
Verið hraust og lifið heil
hafiði séð You've Got Mail? Í einu atriðinu er persónan hennar Meg Ryan, Kathleen Kelly, lasin og neitar að hleypa Tom Hanks, Joe Fox, upp til sín á þeirri forsendu að hún sé bullandi lasin og geti ekki tekið á móti neinum:
Who is it?
It's Joe Fox
What are you doing here?
Ah, may I please come up?
No, I don't, no, I don't think that that is a good idea because I have a, I have a terrible cold - *aaatsjhuuuu*! Can you hear that?!
Yeah
Listen, I'm sniffling, and I'm not really awake. I'm taking echinacea and vitamin C and sleeping practiacally 24 hours a day. I have a temperature. And I think I'm contagious. So I would, I would really appreciate it if you'd just go away.
Bank bank bank - Joe mætir samt og þau verða vinir
því það er ekki baun að henni! Handritshöfundarnir og leikstjórinn hafa ekki einu sinni fyrir því að láta hana í almennilega sjúskuð náttföt, hárið og meiköpið er fullkomið og eina sem sýnir að hún eigi að vera lasin er að það eru snýtubréf um allt og hún andar með munninum ... þetta atriði hefur alltaf böggað mig, jafnvel að því marki að mér finnst rómantískargamanmyndir örlítið óraunverulegar;)
ég vildi óska að ég liti eins vel út og Meg Ryan þegar ég er veik - þegar ég lít í spegil núna er það eina sem við eigum sameiginlegt að við öndum báðar með munninum:(
Verið hraust og lifið heil
fimmtudagur, september 13, 2007
Ofsalega var vetrarlegt í dag:( ísjökulkuldi og mikið var ég þakklát fyrir að það skyldi haldast nokkuð þurrt milli átta og fimm;)
Kannski var það vegna þess hve vetrarlegt var úti í dag að ég fattaði ekki hvað ég var að lesa á bílnum fyrir framan mig þegar ég sat á ljósum í dag. Þetta var sendiferðabíll og á vinstri hurðinni stóð "mar" og á þeirri hægri stóð "kisur" og fyrir neðan var símanúmer og heimilsfang minnir mig ... ég las þessi tvö orð aftur og aftur og aftur en heilinn á mér fattaði þau bara alls ekki, hann náði engu taki á þeim og á meðan þau hringsóluðu í galtómu heilabúinu eins og flugur í tómri tunnu velti einhver innri meðvitund því fyrir sér hvernig svona sjókettir væru og afhverju fólk sem fengi sér svoleiðis vildi fá sér kisur sem fíluðu að vera í sjónum og hvort þessir kettir væru stærri en ruslatunnukisar eins og Fídel og þegar ég var farin að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum svona sérræktaðir kettir kosta smullu orðin saman - markisur - ekki sjókisur heldur regnhlífar utaná hús, kjáni get ég verið;)
Talandi um ketti þá er Seifur kominn í heimsókn aftur, verður framyfir helgi og kom síðasta sunnudag ... ég held að Seifur sé botnlaus, á hverjum morgni síðan hann kom hefur hann komist í eitthvað um nóttina sem ég hélt ekki að kisur borðuðu? Fyrstu nóttina vaknaði ég við að hann var að smjatta á snakki, nótt númer tvö vaknaði ég við að snakkskálin skall í gólfinu því ég hafði sett plast yfir hana áður en ég fór að sofa svo hann væri ekki að borða þessa óhollustu og núna í morgun vaknaði ég við að ákveðinn kisi hafði komist í vínberjaklasa sem ég hafði í kæruleysi skilið (plastað!!) eftir á borðinu ... Seifur er eins ævintýragjarn og Fídel er vandlátur, erfitt að finna ólíkari ketti held ég;)
en talandi um mat, afhverju heitir hrásalat hrásalat? er það ekki í eðli salats að vera hrátt? afhverju notum við orðið bara fyrir hrásalat en ekki salöt almennt sem eru öll hrá hvort sem er? ... bara að spá:)
Góðar stundir
Kannski var það vegna þess hve vetrarlegt var úti í dag að ég fattaði ekki hvað ég var að lesa á bílnum fyrir framan mig þegar ég sat á ljósum í dag. Þetta var sendiferðabíll og á vinstri hurðinni stóð "mar" og á þeirri hægri stóð "kisur" og fyrir neðan var símanúmer og heimilsfang minnir mig ... ég las þessi tvö orð aftur og aftur og aftur en heilinn á mér fattaði þau bara alls ekki, hann náði engu taki á þeim og á meðan þau hringsóluðu í galtómu heilabúinu eins og flugur í tómri tunnu velti einhver innri meðvitund því fyrir sér hvernig svona sjókettir væru og afhverju fólk sem fengi sér svoleiðis vildi fá sér kisur sem fíluðu að vera í sjónum og hvort þessir kettir væru stærri en ruslatunnukisar eins og Fídel og þegar ég var farin að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum svona sérræktaðir kettir kosta smullu orðin saman - markisur - ekki sjókisur heldur regnhlífar utaná hús, kjáni get ég verið;)
Talandi um ketti þá er Seifur kominn í heimsókn aftur, verður framyfir helgi og kom síðasta sunnudag ... ég held að Seifur sé botnlaus, á hverjum morgni síðan hann kom hefur hann komist í eitthvað um nóttina sem ég hélt ekki að kisur borðuðu? Fyrstu nóttina vaknaði ég við að hann var að smjatta á snakki, nótt númer tvö vaknaði ég við að snakkskálin skall í gólfinu því ég hafði sett plast yfir hana áður en ég fór að sofa svo hann væri ekki að borða þessa óhollustu og núna í morgun vaknaði ég við að ákveðinn kisi hafði komist í vínberjaklasa sem ég hafði í kæruleysi skilið (plastað!!) eftir á borðinu ... Seifur er eins ævintýragjarn og Fídel er vandlátur, erfitt að finna ólíkari ketti held ég;)
en talandi um mat, afhverju heitir hrásalat hrásalat? er það ekki í eðli salats að vera hrátt? afhverju notum við orðið bara fyrir hrásalat en ekki salöt almennt sem eru öll hrá hvort sem er? ... bara að spá:)
Góðar stundir
þriðjudagur, september 11, 2007
Ég er alveg eins og Valgerður! :)
... hafið þið heyrt um þessa bók?? Ekki ég;)
sem minnir mig á það, hvaða bók mælið þið með? mig langar til að kaupa mér bók sem ég get gleymt mér í á meðan ég flýg til New York (eftir 19 DAGA!!!) - og helst til baka líka;) hvaða bók hafið þið lesið nýlega sem þið mynduð mæla með?
Góðar stundir
You're Watership Down!
by Richard Adams
Though many think of you as a bit young, even childish, you're
actually incredibly deep and complex. You show people the need to rethink their
assumptions, and confront them on everything from how they think to where they
build their houses. You might be one of the greatest people of all time. You'd
be recognized as such if you weren't always talking about talking rabbits.
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
... hafið þið heyrt um þessa bók?? Ekki ég;)
sem minnir mig á það, hvaða bók mælið þið með? mig langar til að kaupa mér bók sem ég get gleymt mér í á meðan ég flýg til New York (eftir 19 DAGA!!!) - og helst til baka líka;) hvaða bók hafið þið lesið nýlega sem þið mynduð mæla með?
Góðar stundir
mánudagur, september 10, 2007
Kæru vinir!!
takk kærlega fyrir komuna síðasta laugardag og ég vona innilega að þið hafið skemmt ykkur eins vel og ég?;)
afmælisveislan var frábær og það fyllir mig alls konar væmni að vita til þess að ég á svona yndislega vini - þeir sem komu ekki en eru löglega afsakaðir eru líka yndislegir auðvitað;)
ég er ennþá að vinna hjá Þykkvabæjar og mér finnst það ennþá alveg jafnskemmtilegt þó að það sé farið að vera ögn þreytandi að vera alltaf að læra á nýjar búðir og mötuneyti, vera alltaf afleysingarstarfsmaðurinn og vera loksins komin með allt á hreint í sömu vikunni og venjulegi bílstjórinn kemur aftur úr fríinu sínu:) eitt að því skemmtilegasta við þessa vinnu er að ég er alltaf að hitta nýtt fólk, eins og um daginn þegar ég var uppí Hólagarði. Ég er að keyra frá Bónusbúðinni þegar það kemur maður hlaupandi að bílnum og bankar á rúðuna, ég skrúfa niður (eða hvað sem það heitir þegar rúður eru rafdrifnar):
"Ertu á leiðinni í Þykkvabæinn?" spurði maðurinn sem var hálftannlaus með mikið af ógreiddum gráum krullum um allt höfuðið, en samt hálfsköllóttur.
"Nei, því miður, ég er á leiðinni í Vesturbæinn núna" og hugsaði með sjálfri mér að ég hefði líklega verið á leiðinni í Þykkvabæinn ef hann hefði spurt um Vesturbæinn.
"Allt í lagi, ég ætlaði bara að fá far með þér" það var rigning þennan dag, ekkert að því að vona;)
"Nú já, einmitt" ég ákvað að vera ekkert að gefa út á þessar pælingar með farið, til vonar og vara.
"Já, ég á sko bíl en ég var að spá í að spara bensínið" hann hljómaði ekki beint sannfærandi, meira svona eins og hann væri að reyna að ganga í augun á mér með að segjast eiga bíl ekki eins og hann ætti hann í alvörunni.
"Alltaf gott að nota ferðina, alltof margir einir í bíl" það er rétt, eina fólkið sem er saman á bíl eru ellilífeyrisþegar og fólk með börn í bílstólum - og einstaka ósáttur unglingur með foreldrum sínum í stórum jeppum og lexusum ...
"Nákvæmlega!! Þú skilur mig!!" ég var að vísu að leggja mig fram um það, hann var frekar þvoglumæltur og svo vantaði í hann bróðurpartinn af tönnunum eins og áður sagði
"Ég ætlaði að fá far með þér vegna þess að ég hef aldrei farið í Þykkvabæinn!!" ef hann hefði verið sitjandi hefði hann slegið á lær sér, það getur vel verið að hann hafi gert það?
"Nei, hann er ekki í alfaraleið" ég hef bara farið einu sinni sjálf og ég "vinn þar", hvað hafa mörg ykkar farið í Þykkvabæinn?
"Ég ætla samt að fara á morgun!!" sagði maðurinn og hló stórkallalega ... ég veit, asnalegt lýsingarorð, en það eina sem er viðeigandi til að lýsa hlátrinum:)
"Ok" ég held það hafi ekkert heyrst í mér ...
"Já, ég ætla að fara á morgun!! ég ætla að húkka mér far í Þykkvabæinn og taka myndir!!" núna sló hann á lær sér, bæði, hló hátt og klappaði saman lófunum, ég var fegin að hann var farinn að fjarlægjast bílinn.
"Góð hugmynd" afhverju ekki að fara í Þykkvabæinn, þetta er mjög fallegt svæði;)
"Ég ætla að taka myndir!!" hrópaði maðurinn að bílnum skælbrosandi og kýldi útí loftið eins og Rocky þegar hann er búinn að hlaupa upp allar tröppurnar.
"Góða ferð" kallaði ég á eftir honum því það er ekki á hverjum degi sem ég sé fólk taka ákvarðanir sem gleðja það svona augljóslega:)
... svo lagði ég af stað í Vesturbæinn.
Lifið heil
takk kærlega fyrir komuna síðasta laugardag og ég vona innilega að þið hafið skemmt ykkur eins vel og ég?;)
afmælisveislan var frábær og það fyllir mig alls konar væmni að vita til þess að ég á svona yndislega vini - þeir sem komu ekki en eru löglega afsakaðir eru líka yndislegir auðvitað;)
ég er ennþá að vinna hjá Þykkvabæjar og mér finnst það ennþá alveg jafnskemmtilegt þó að það sé farið að vera ögn þreytandi að vera alltaf að læra á nýjar búðir og mötuneyti, vera alltaf afleysingarstarfsmaðurinn og vera loksins komin með allt á hreint í sömu vikunni og venjulegi bílstjórinn kemur aftur úr fríinu sínu:) eitt að því skemmtilegasta við þessa vinnu er að ég er alltaf að hitta nýtt fólk, eins og um daginn þegar ég var uppí Hólagarði. Ég er að keyra frá Bónusbúðinni þegar það kemur maður hlaupandi að bílnum og bankar á rúðuna, ég skrúfa niður (eða hvað sem það heitir þegar rúður eru rafdrifnar):
"Ertu á leiðinni í Þykkvabæinn?" spurði maðurinn sem var hálftannlaus með mikið af ógreiddum gráum krullum um allt höfuðið, en samt hálfsköllóttur.
"Nei, því miður, ég er á leiðinni í Vesturbæinn núna" og hugsaði með sjálfri mér að ég hefði líklega verið á leiðinni í Þykkvabæinn ef hann hefði spurt um Vesturbæinn.
"Allt í lagi, ég ætlaði bara að fá far með þér" það var rigning þennan dag, ekkert að því að vona;)
"Nú já, einmitt" ég ákvað að vera ekkert að gefa út á þessar pælingar með farið, til vonar og vara.
"Já, ég á sko bíl en ég var að spá í að spara bensínið" hann hljómaði ekki beint sannfærandi, meira svona eins og hann væri að reyna að ganga í augun á mér með að segjast eiga bíl ekki eins og hann ætti hann í alvörunni.
"Alltaf gott að nota ferðina, alltof margir einir í bíl" það er rétt, eina fólkið sem er saman á bíl eru ellilífeyrisþegar og fólk með börn í bílstólum - og einstaka ósáttur unglingur með foreldrum sínum í stórum jeppum og lexusum ...
"Nákvæmlega!! Þú skilur mig!!" ég var að vísu að leggja mig fram um það, hann var frekar þvoglumæltur og svo vantaði í hann bróðurpartinn af tönnunum eins og áður sagði
"Ég ætlaði að fá far með þér vegna þess að ég hef aldrei farið í Þykkvabæinn!!" ef hann hefði verið sitjandi hefði hann slegið á lær sér, það getur vel verið að hann hafi gert það?
"Nei, hann er ekki í alfaraleið" ég hef bara farið einu sinni sjálf og ég "vinn þar", hvað hafa mörg ykkar farið í Þykkvabæinn?
"Ég ætla samt að fara á morgun!!" sagði maðurinn og hló stórkallalega ... ég veit, asnalegt lýsingarorð, en það eina sem er viðeigandi til að lýsa hlátrinum:)
"Ok" ég held það hafi ekkert heyrst í mér ...
"Já, ég ætla að fara á morgun!! ég ætla að húkka mér far í Þykkvabæinn og taka myndir!!" núna sló hann á lær sér, bæði, hló hátt og klappaði saman lófunum, ég var fegin að hann var farinn að fjarlægjast bílinn.
"Góð hugmynd" afhverju ekki að fara í Þykkvabæinn, þetta er mjög fallegt svæði;)
"Ég ætla að taka myndir!!" hrópaði maðurinn að bílnum skælbrosandi og kýldi útí loftið eins og Rocky þegar hann er búinn að hlaupa upp allar tröppurnar.
"Góða ferð" kallaði ég á eftir honum því það er ekki á hverjum degi sem ég sé fólk taka ákvarðanir sem gleðja það svona augljóslega:)
... svo lagði ég af stað í Vesturbæinn.
Lifið heil
miðvikudagur, september 05, 2007
Jæja krakkar mínir og góðan daginn Olla:)
núna er ég orðin þrítug og hef ekki breyst baun - ég er enn jafnóskipulögð og aftarlega á merinni og ég hef alltaf verið;)
ég ætla að halda uppá afmælið mitt næsta laugardag og það eru allir velkomnir;) húsið opnar tvö og öllum verður hent út rétt fyrir miðnætti, það þarf ekki að vera allan tímann auðvitað, það má líka koma og fara og koma aftur ... eigum við ekki bara að segja að afmælisbarnið muni vera heima á "afmælisdaginn":) - eftir klukkan tvö, ég ætla ekki að vakna fyrr en á hádegi;)
ég hlakka rosalega mikið til!!! og ég hlakka líka til að sjá sem flest ykkar??
Lifið heil og ég skal segja ykkur allar sögur sumarsins þegar fer að dimma og skammdegið tekur völdin;)
núna er ég orðin þrítug og hef ekki breyst baun - ég er enn jafnóskipulögð og aftarlega á merinni og ég hef alltaf verið;)
ég ætla að halda uppá afmælið mitt næsta laugardag og það eru allir velkomnir;) húsið opnar tvö og öllum verður hent út rétt fyrir miðnætti, það þarf ekki að vera allan tímann auðvitað, það má líka koma og fara og koma aftur ... eigum við ekki bara að segja að afmælisbarnið muni vera heima á "afmælisdaginn":) - eftir klukkan tvö, ég ætla ekki að vakna fyrr en á hádegi;)
ég hlakka rosalega mikið til!!! og ég hlakka líka til að sjá sem flest ykkar??
Lifið heil og ég skal segja ykkur allar sögur sumarsins þegar fer að dimma og skammdegið tekur völdin;)
sunnudagur, ágúst 05, 2007
Gleðilega verslunarmannahelgi:)
núna er ég búin að sofa út tvisvar en ég má sofa lengur á morgun líka:) að sofa út er frekar afstætt að vísu, ég get sem sagt farið aftur að sofa eftir að ég vakna um sexleytið:)
ég fór í bíó í gærkvöldi og hélt mig vera að fara á skemmtilega, feel-good, chick-flick með Írisinni en myndin var auglýst allt, allt öðruvísi en hún var í rauninni - hún var fyndin en brandararnir byggðu á efni myndarinnar sem var allt annað en fyndið þannig að ég kunni yfirleitt ekki við að hlæja að því sem átti að vera fyndið ... og þegar ég gerði það fannst mér ég vera grimm og tillitslaus:/
ætlaði að gera allt annað í gærkvöldi en það var of mikið rok til að grilla í Hljómskálagarðinum eins og stóð til þannig að við frestuðum því þangað til í kvöld - allir velkomnir auðvitað:) en látið mig vita ef ykkur langar til að koma því ef það lægir ekki verðum við að skipta um stað;) eftir grillið ætlaði ég að fara á sveitaball en ... ég fór ekki;)
aníhú, ég er kjánaleg vegna þess að þó ég verði þrítug í mánuðinum fékk ég gat á hausinn síðasta miðvikudag en vegna þess að stoltið meiddist líka var þetta ekki orðið fyndið ennþá:) núna er mér ekki lengur sérstaklega illt og þetta er orðið frekar fyndið því ég togaði sjálf hlerann ofaná hausinn á mér, selfinflicted gat á hausinn;)
og ég ætla að benda fólki á að það þarf ekki alltaf að sauma göt á höfðinu, ef það hættir að blæða innan skynsamlegs tíma og sárið er ekki allt, alltof stórt þá er betra að leyfa þessu bara að vera því þeir raka alltaf svæðið í kringum sárið og ekki bara smá til að sjá skurðinn heldur nægilega stórt svæði til að athafna sig;)
Lifið heil, njótið dagsins og helgarinnar:)
núna er ég búin að sofa út tvisvar en ég má sofa lengur á morgun líka:) að sofa út er frekar afstætt að vísu, ég get sem sagt farið aftur að sofa eftir að ég vakna um sexleytið:)
ég fór í bíó í gærkvöldi og hélt mig vera að fara á skemmtilega, feel-good, chick-flick með Írisinni en myndin var auglýst allt, allt öðruvísi en hún var í rauninni - hún var fyndin en brandararnir byggðu á efni myndarinnar sem var allt annað en fyndið þannig að ég kunni yfirleitt ekki við að hlæja að því sem átti að vera fyndið ... og þegar ég gerði það fannst mér ég vera grimm og tillitslaus:/
ætlaði að gera allt annað í gærkvöldi en það var of mikið rok til að grilla í Hljómskálagarðinum eins og stóð til þannig að við frestuðum því þangað til í kvöld - allir velkomnir auðvitað:) en látið mig vita ef ykkur langar til að koma því ef það lægir ekki verðum við að skipta um stað;) eftir grillið ætlaði ég að fara á sveitaball en ... ég fór ekki;)
aníhú, ég er kjánaleg vegna þess að þó ég verði þrítug í mánuðinum fékk ég gat á hausinn síðasta miðvikudag en vegna þess að stoltið meiddist líka var þetta ekki orðið fyndið ennþá:) núna er mér ekki lengur sérstaklega illt og þetta er orðið frekar fyndið því ég togaði sjálf hlerann ofaná hausinn á mér, selfinflicted gat á hausinn;)
og ég ætla að benda fólki á að það þarf ekki alltaf að sauma göt á höfðinu, ef það hættir að blæða innan skynsamlegs tíma og sárið er ekki allt, alltof stórt þá er betra að leyfa þessu bara að vera því þeir raka alltaf svæðið í kringum sárið og ekki bara smá til að sjá skurðinn heldur nægilega stórt svæði til að athafna sig;)
Lifið heil, njótið dagsins og helgarinnar:)
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
þriðjudagur, júlí 31, 2007
Long time, no blog :)
í morgun var ég spurð að því hvort ég hefði verið í útlöndum, ég er víst orðin svo brún:) nei, ég hef ekki verið í útlöndum en ég fór að spá í hvað ég hefði verið að gera undanfarið og fékk satt að segja ogguponsusjokk þegar ég fattaði að ágúst byrjar á morgun!
ég verð að fara að undirbúa afmælið mitt, ykkur er auðvitað öllum boðið og þið munið fá formlegt boðskort (raunverulegt eða með símtali/sms/tölvupósti) um leið og ég er búin að ákveða hvað nákvæmlega stendur til:)
ég fór á Grundarfjarðarhátíð síðustu helgi og skemmti mér konunglega í mjög góðum hópi, stefni á að fara að ári og lofa að koma með hnetur ef ég fæ að gista á sama stað og síðast?;)
búin að vera frekar dugleg félagslega undanfarið, dugleg í vinnunni, á útilegusviðinu, búin að sjá Harry Potter og mun sjá Shrek III í þriðja sinn annað kvöld - kostir og gallar við að eiga mörg frændsystkini eru óteljandi þó að kostirnir séu ótvírætt fleiri en gallarnir;)
annars er lífið búið að vera svo skemmtilegt og fjölbreytt í sumar að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að byrja - segjum þetta hafa verið byrjunina?:)
... og endilega ef þið fáið einhverja sniðuga hugmynd um hvernig eigi að halda uppá þrítugsafmæli með stæl látið mig endilega vita! ég hef ekki haldið uppá afmælið mitt almennilega í nokkur ár og önnur ástæða fyrir því að veislan verður að vera frábær er sú að þrítgusafmælið ber uppá mánudegi;)
lifið heil:)
í morgun var ég spurð að því hvort ég hefði verið í útlöndum, ég er víst orðin svo brún:) nei, ég hef ekki verið í útlöndum en ég fór að spá í hvað ég hefði verið að gera undanfarið og fékk satt að segja ogguponsusjokk þegar ég fattaði að ágúst byrjar á morgun!
ég verð að fara að undirbúa afmælið mitt, ykkur er auðvitað öllum boðið og þið munið fá formlegt boðskort (raunverulegt eða með símtali/sms/tölvupósti) um leið og ég er búin að ákveða hvað nákvæmlega stendur til:)
ég fór á Grundarfjarðarhátíð síðustu helgi og skemmti mér konunglega í mjög góðum hópi, stefni á að fara að ári og lofa að koma með hnetur ef ég fæ að gista á sama stað og síðast?;)
búin að vera frekar dugleg félagslega undanfarið, dugleg í vinnunni, á útilegusviðinu, búin að sjá Harry Potter og mun sjá Shrek III í þriðja sinn annað kvöld - kostir og gallar við að eiga mörg frændsystkini eru óteljandi þó að kostirnir séu ótvírætt fleiri en gallarnir;)
annars er lífið búið að vera svo skemmtilegt og fjölbreytt í sumar að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að byrja - segjum þetta hafa verið byrjunina?:)
... og endilega ef þið fáið einhverja sniðuga hugmynd um hvernig eigi að halda uppá þrítugsafmæli með stæl látið mig endilega vita! ég hef ekki haldið uppá afmælið mitt almennilega í nokkur ár og önnur ástæða fyrir því að veislan verður að vera frábær er sú að þrítgusafmælið ber uppá mánudegi;)
lifið heil:)
föstudagur, júní 22, 2007
mánudagur, júní 18, 2007
Jæja, gleðilega þjóðhátíð og gleðilegt sumar:)
nýja vinnan er ennþá jafnskemmtileg og hún var í síðustu viku og verður líklega bara skemmtilegri þegar ég verð búin að læra á fleiri staði ... ekki neitt ofsalega skemmtilegt að vera alltaf að leita að eldhúsum í nýjum og nýjum fyrirtækum og leikskólum og leita að vörunum okkar í mismunandi búðum en mikið ofsalega er gaman að keyra svona stóran bíl:)
ég vona að þetta veður haldist framyfir helgi svo við fáum gott veður þegar við förum Fimmvörðuhálsinn á föstudaginn:) tíminn hefur liðið svo hratt undanfarið að ég hef ekkert spáð í þessa ferð fyrr en bara núna áðan;)
hver er að fara á Chris Cornell í haust? ætlar einhver í röðina sem væri til í að kaupa miða fyrir mig líka?? gallinn við að vera nýbyrjuð á nýjum stað þá kann ég ekki við að fá frí til að standa í röð eftir miðum á tónleika ... ég kunni illa við það eftir að hafa unnið í þrjú ár á sama stað ;)
... annars man ég ekkert hvað það var sem ég ætlaði að blogga um þannig að lifið heil þangað til næst og farið vel með ykkur;)
nýja vinnan er ennþá jafnskemmtileg og hún var í síðustu viku og verður líklega bara skemmtilegri þegar ég verð búin að læra á fleiri staði ... ekki neitt ofsalega skemmtilegt að vera alltaf að leita að eldhúsum í nýjum og nýjum fyrirtækum og leikskólum og leita að vörunum okkar í mismunandi búðum en mikið ofsalega er gaman að keyra svona stóran bíl:)
ég vona að þetta veður haldist framyfir helgi svo við fáum gott veður þegar við förum Fimmvörðuhálsinn á föstudaginn:) tíminn hefur liðið svo hratt undanfarið að ég hef ekkert spáð í þessa ferð fyrr en bara núna áðan;)
hver er að fara á Chris Cornell í haust? ætlar einhver í röðina sem væri til í að kaupa miða fyrir mig líka?? gallinn við að vera nýbyrjuð á nýjum stað þá kann ég ekki við að fá frí til að standa í röð eftir miðum á tónleika ... ég kunni illa við það eftir að hafa unnið í þrjú ár á sama stað ;)
... annars man ég ekkert hvað það var sem ég ætlaði að blogga um þannig að lifið heil þangað til næst og farið vel með ykkur;)
sunnudagur, júní 10, 2007
Það er að sjálfsögðu ekkert leyndarmál hvar ég er farin að vinna! Klaufalegt af mér að vera ekki búin að upplýsa það hérna en það er ekkert nýtt kannski? að vera frekar klaufaleg? :)
ég réð mig sem bílstjóra hjá Þykkvabæjar kartöflum frammá haust:) kemur í ljós hvað ég geri í haust en það er auðveldara að ná áttum, held ég, og sjá hvert ég vil fara þegar ég er ekki neðanjarðar;)
núna þarf ég að fara að sofa þannig að ég kveð ykkur með laginu sem ég hef verið með á heilanum undanfarna daga:)
Já, kartöflur úr Þykkvabænum þykja kjarnafæða.
Þær eru einnig ljúffengar og lystugar að snæða.
Hitaðar í ofni eða steiktar litla stund,
stráin bæði og skífurnar létta þína lund.
Þær spara tíma og fyrirhöfn og flestum þykja góðar,
franskar bæði og parísar á borðum heillar þjóðar.
Já kartöflur úr þykkvabæ
franskar
parísar
strá
og
skífur
Eru frábær fæða!
Ding!
Lifið heil
ég réð mig sem bílstjóra hjá Þykkvabæjar kartöflum frammá haust:) kemur í ljós hvað ég geri í haust en það er auðveldara að ná áttum, held ég, og sjá hvert ég vil fara þegar ég er ekki neðanjarðar;)
núna þarf ég að fara að sofa þannig að ég kveð ykkur með laginu sem ég hef verið með á heilanum undanfarna daga:)
Já, kartöflur úr Þykkvabænum þykja kjarnafæða.
Þær eru einnig ljúffengar og lystugar að snæða.
Hitaðar í ofni eða steiktar litla stund,
stráin bæði og skífurnar létta þína lund.
Þær spara tíma og fyrirhöfn og flestum þykja góðar,
franskar bæði og parísar á borðum heillar þjóðar.
Já kartöflur úr þykkvabæ
franskar
parísar
strá
og
skífur
Eru frábær fæða!
Ding!
Lifið heil
fimmtudagur, júní 07, 2007
Þá er fyrsti dagurinn búinn og mér fannst þetta ofsalega skemmtilegt:) bjóst svo sem ekki við neinu öðru því ég hafði svo góða tilfinningu fyrir starfinu, framkvæmdastjórinn alnafni langaafa míns og tók það svo ekki í mál að ég byrjaði á mánudegi, það byrjar enginn hjá fyrirtækinu á mánudegi:) hinir starfsmennirnir eru skemmtilegir og allir miklar "týpur", ekki stór vinnustaður, aldrei verið jafnmargir í kaffi og í morgun, við vorum tíu í kaffistofunni!;)
mér finnst gaman að byrja í nýjum vinnum og dagurinn í dag var engin undantekning:) alltaf gaman að kynnast nýju fólki og gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður en það leiðinlegasta við nýjan vinnustað er að skilja gömlu vinnufélagana eftir í gömlu vinnunni ... og ég kann það ekki, alls ekki - hvað gerið þið þegar þið skiptið um vinnu?
... ég fer alltaf bara í heimsóknir og held áfram að mæta í starfsmannapartýin :)
Góðar stundir
mér finnst gaman að byrja í nýjum vinnum og dagurinn í dag var engin undantekning:) alltaf gaman að kynnast nýju fólki og gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður en það leiðinlegasta við nýjan vinnustað er að skilja gömlu vinnufélagana eftir í gömlu vinnunni ... og ég kann það ekki, alls ekki - hvað gerið þið þegar þið skiptið um vinnu?
... ég fer alltaf bara í heimsóknir og held áfram að mæta í starfsmannapartýin :)
Góðar stundir
Jæja, góðan og blessaðan:)
bara nokkur orð til að biðja ykkur um að hugsa fallega til mín í dag, ég er að byrja í nýrri vinnu og mig langar til að koma vel fyrir fyrsta daginn og þannig:) ekki sulla niður á mig í hádeginu eða prumpa óvart í návist samstafsmanns/manna eða fatta ekki hvernig skápur virkar ... eitthvað ofsalega lúðalegt sem getur komið fyrir besta fólk;)
læt heyra í mér í kvöld, upplýsi ykkur um hvernig dagurinn var:)
lifið heil
bara nokkur orð til að biðja ykkur um að hugsa fallega til mín í dag, ég er að byrja í nýrri vinnu og mig langar til að koma vel fyrir fyrsta daginn og þannig:) ekki sulla niður á mig í hádeginu eða prumpa óvart í návist samstafsmanns/manna eða fatta ekki hvernig skápur virkar ... eitthvað ofsalega lúðalegt sem getur komið fyrir besta fólk;)
læt heyra í mér í kvöld, upplýsi ykkur um hvernig dagurinn var:)
lifið heil
miðvikudagur, maí 30, 2007
Ég held að það sé ekki til betri feel-good-tónlist en Bon Jovi - Livin' On A Prayer nema þá helst You Give Love a Bad Name með sama manni?
Ég er ekki í ástarsorg, ég er hvorki hætt með Fídel né Zorró - Bon Jovi er bara góður - ég er að endurskipuleggja fermetrana mína og mér sýnist vanta ca. 10 ...
Lifið heil
Ég er ekki í ástarsorg, ég er hvorki hætt með Fídel né Zorró - Bon Jovi er bara góður - ég er að endurskipuleggja fermetrana mína og mér sýnist vanta ca. 10 ...
Lifið heil
mánudagur, maí 14, 2007
Þá er Serbía búin að vinna og ég er mjög sátt við þau úrslit:)
Ég hitti Majuna alltaf á barnum á mánudögum en í dag ætlum við að skjótast upp Esjuna fyrst, skyndiákvörðun en mér líst vel á hana ... ég fór líka í gær en þá lögðum við Gréta af stað snemma, á meðan borgin svaf og hittum eiginlega engan fyrr en á leiðinni niður aftur, en þá var varla hægt að fá stæði:)
í síðustu viku þegar við Maja hittumst á barnum var ég klukkutíma of snemma því ég var ekki alveg í sambandi eftir prófið fyrr um daginn:) við hittumst alltaf klukkan sjö þannig að ég var eiginlega orðin of sein þegar ég sat á ljósunum á Grensásveginum og beið eftir að beygja inn í Skeifuna. Fréttirnar voru nefnilega að byrja, þær eru yfirleitt á heila tímanum og klukkan hlaut því að vera orðin sjö en ég var rétt hjá þannig að Maja hlaut að fyrirgefa mér þriggja mínútna seinkun. En svo gleymdi ég öllum áhyggjum yfir að vera of sein þegar ég fór að hlæja að fréttaþulinum, hann sagði nefnilega: "klukkan er orðin sex, nú verða lesnar fréttir" svo kom löng þöng og ég hélt að hann væri að spá hvort hann ætti að leiðrétta sig og flissaði þess vegna að mistökum mannsins ... þegar ég keyrði Hagkaupsplanið fattaði ég svo að hann var ekki kjáninn í þessum brandara heldur ég sjálf, sem mér fannst að sjálfsögðu ennþá fyndnara þannig að skellihlæjandi lagði ég fyrir utan Hagkaup og skoðaði svo úrval Leikbæs, Rúmfatalagersins og Hagkaupa þangað til klukkan varð sjö:)
klukkutími of snemma er ekki neitt miðað við að ég er stelpan sem mætti 12 tímum og seint til læknis um árið:)
lifið heil og notið sólarvörn
Ég hitti Majuna alltaf á barnum á mánudögum en í dag ætlum við að skjótast upp Esjuna fyrst, skyndiákvörðun en mér líst vel á hana ... ég fór líka í gær en þá lögðum við Gréta af stað snemma, á meðan borgin svaf og hittum eiginlega engan fyrr en á leiðinni niður aftur, en þá var varla hægt að fá stæði:)
í síðustu viku þegar við Maja hittumst á barnum var ég klukkutíma of snemma því ég var ekki alveg í sambandi eftir prófið fyrr um daginn:) við hittumst alltaf klukkan sjö þannig að ég var eiginlega orðin of sein þegar ég sat á ljósunum á Grensásveginum og beið eftir að beygja inn í Skeifuna. Fréttirnar voru nefnilega að byrja, þær eru yfirleitt á heila tímanum og klukkan hlaut því að vera orðin sjö en ég var rétt hjá þannig að Maja hlaut að fyrirgefa mér þriggja mínútna seinkun. En svo gleymdi ég öllum áhyggjum yfir að vera of sein þegar ég fór að hlæja að fréttaþulinum, hann sagði nefnilega: "klukkan er orðin sex, nú verða lesnar fréttir" svo kom löng þöng og ég hélt að hann væri að spá hvort hann ætti að leiðrétta sig og flissaði þess vegna að mistökum mannsins ... þegar ég keyrði Hagkaupsplanið fattaði ég svo að hann var ekki kjáninn í þessum brandara heldur ég sjálf, sem mér fannst að sjálfsögðu ennþá fyndnara þannig að skellihlæjandi lagði ég fyrir utan Hagkaup og skoðaði svo úrval Leikbæs, Rúmfatalagersins og Hagkaupa þangað til klukkan varð sjö:)
klukkutími of snemma er ekki neitt miðað við að ég er stelpan sem mætti 12 tímum og seint til læknis um árið:)
lifið heil og notið sólarvörn
laugardagur, maí 12, 2007
Kosningadagurinn!!
búin að kjósa niðrí Ráðhúsi - það tók rúmlega hálftíma því "kosningabókhaldið" stemmdi ekki og við þurftum öll að bíða eftir að þau væru búin að finna mistökin:/
núna á ég eftir að kjósa í Júróvisjón, held með Serbíu og Ungverjalandi og Finnlandi:) ... finnska lagið er að vísu það eina sem ég hef heyrt af þeim sem fóru beint í aðalúrslitin þannig að kannski skipti ég um skoðun þegar líður á kvöldið, sjáum til:)
hitti Berglindi áðan, bjóst við að hitta hana á kjörstað eins og í fyrra en við hittumst í Bónus eins og venjulega í staðinn:) hún minnti mig á að kíkja á heimasíðu Babels, félags þýðingafræðinema og ég minni ykkur hérmeð á það sama, kíkið endilega;)
ég er með smjörputta í dag og hitti ekki á rétta takka á lyklaborðinu, stóð of lengi úti og horfði á risessuna hitta pabba sinn:)
ætli þurfi meirapróf á risessuna?
lifið heil og góðar stundir
búin að kjósa niðrí Ráðhúsi - það tók rúmlega hálftíma því "kosningabókhaldið" stemmdi ekki og við þurftum öll að bíða eftir að þau væru búin að finna mistökin:/
núna á ég eftir að kjósa í Júróvisjón, held með Serbíu og Ungverjalandi og Finnlandi:) ... finnska lagið er að vísu það eina sem ég hef heyrt af þeim sem fóru beint í aðalúrslitin þannig að kannski skipti ég um skoðun þegar líður á kvöldið, sjáum til:)
hitti Berglindi áðan, bjóst við að hitta hana á kjörstað eins og í fyrra en við hittumst í Bónus eins og venjulega í staðinn:) hún minnti mig á að kíkja á heimasíðu Babels, félags þýðingafræðinema og ég minni ykkur hérmeð á það sama, kíkið endilega;)
ég er með smjörputta í dag og hitti ekki á rétta takka á lyklaborðinu, stóð of lengi úti og horfði á risessuna hitta pabba sinn:)
ætli þurfi meirapróf á risessuna?
lifið heil og góðar stundir
föstudagur, maí 11, 2007
FYI
Your results:
You are Superman
Click here to take the "Which Superhero am I?" quiz...
sem minnir mig á brandarann sem ég gaf kokkinum í hádeginu:
Góðar stundir
Your results:
You are Superman
| You are mild-mannered, good, strong and you love to help others. |
Click here to take the "Which Superhero am I?" quiz...
sem minnir mig á brandarann sem ég gaf kokkinum í hádeginu:
Góðar stundir
Gleðilegan föstudag:)
ef það er spurning hvað þú ætlar að kjósa á morgun mæli ég með því að kíkja hingað
... þú lærir ekkert á því en gaman að þessu samt:) en ef þú vilt kaupa dansarann skoðið þetta :) gaman að þessum frjálsa markaði:)
annars á ég í erfiðleikum með að gera upp hug minn varðandi hvaða flokk ég á að kjósa ... ekki í fyrsta sinn sem ég óska þess að það væru persónukosningar á Alþingi:/ einu sinni bauð dúkka úr barnasjónvarpinu sig fram í kosningum til írska þingsins og komst inn minnir mig að heimildarfólk mitt hafi sagt? Helga? Keith? hvað hét þessi blessaði kalkúnn annars (ég man að hann var kalkúnn því hann vildi banna jólin) en hvað hét hann? var að leita að honum á netinu en fann ekki "réttu leitarorðin";)
og eitt enn varðandi íslensku, fékk póst áðan þar sem stóð "Framsendið skeytið sem víðast og fjölmennið sjálf!" ... get ég sjálf fjölmennt? ... er verið að segja mér að ég sé feit? eða tveggja manna maki kannski?:)
Lifið heil
ef það er spurning hvað þú ætlar að kjósa á morgun mæli ég með því að kíkja hingað
... þú lærir ekkert á því en gaman að þessu samt:) en ef þú vilt kaupa dansarann skoðið þetta :) gaman að þessum frjálsa markaði:)
annars á ég í erfiðleikum með að gera upp hug minn varðandi hvaða flokk ég á að kjósa ... ekki í fyrsta sinn sem ég óska þess að það væru persónukosningar á Alþingi:/ einu sinni bauð dúkka úr barnasjónvarpinu sig fram í kosningum til írska þingsins og komst inn minnir mig að heimildarfólk mitt hafi sagt? Helga? Keith? hvað hét þessi blessaði kalkúnn annars (ég man að hann var kalkúnn því hann vildi banna jólin) en hvað hét hann? var að leita að honum á netinu en fann ekki "réttu leitarorðin";)
og eitt enn varðandi íslensku, fékk póst áðan þar sem stóð "Framsendið skeytið sem víðast og fjölmennið sjálf!" ... get ég sjálf fjölmennt? ... er verið að segja mér að ég sé feit? eða tveggja manna maki kannski?:)
Lifið heil
fimmtudagur, maí 10, 2007
Gleðilegan Júróvisjóndag!! :)
ég ætla ekki að tjá mig um keppnina því ég er lélegur áhorfandi, ég horfi á kvöldunum sjálfum en hef ekkert kynnt mér neitt varðandi keppendurna og lögin ... I have people that do that for me;)
og afsakið, veðrið í dag er mér að kenna, ég var bara á sandölum í gær og jinxaði sumrinu, en þetta lagast;) ég ætla til dæmis að fara í bíltúr og kaupa ís á Akureyri í sumar og þá verður glampandi sól og bongóblíða:) ... og svo þegar Jóhanna kemur heim verður "rejúníon the sequel" og ég er búin að panta gott veður í það líka:)
dögurð, nýtt orð ... fyrir forvitna þá lærði ég annað nýtt orð í gær sem ég vissi ekki að væri til, fletti því upp og allt saman því ég trúði ekki krossgátuleysaranum sem hélt þessu fram, orðið er:
ídrepa
og er annað orð yfir sósur og ídýfur:)
verður ídrepa með snakkinu í kvöld? nei, líklega ekki ... ég er orðin sannfærð um tilvist annarra vídda en ég ætla að ræða betur við annað tækifæri og svo var ég að fatta eitt, Nýdönsk fór eiginlega framhjá mér, ég gæti ekki nefnt eitt lag með þeim ... nema þetta þegar hann spyr hvernig hann komist inn þegar allt er orðið hljótt, vera með um sinn og djamma frammá nótt ... og verður að ganga rekinn í kút til að verða ekki fyrir aðkasti mannanna :)
Merkilegt.
Lifið heil
ég ætla ekki að tjá mig um keppnina því ég er lélegur áhorfandi, ég horfi á kvöldunum sjálfum en hef ekkert kynnt mér neitt varðandi keppendurna og lögin ... I have people that do that for me;)
og afsakið, veðrið í dag er mér að kenna, ég var bara á sandölum í gær og jinxaði sumrinu, en þetta lagast;) ég ætla til dæmis að fara í bíltúr og kaupa ís á Akureyri í sumar og þá verður glampandi sól og bongóblíða:) ... og svo þegar Jóhanna kemur heim verður "rejúníon the sequel" og ég er búin að panta gott veður í það líka:)
dögurð, nýtt orð ... fyrir forvitna þá lærði ég annað nýtt orð í gær sem ég vissi ekki að væri til, fletti því upp og allt saman því ég trúði ekki krossgátuleysaranum sem hélt þessu fram, orðið er:
ídrepa
og er annað orð yfir sósur og ídýfur:)
verður ídrepa með snakkinu í kvöld? nei, líklega ekki ... ég er orðin sannfærð um tilvist annarra vídda en ég ætla að ræða betur við annað tækifæri og svo var ég að fatta eitt, Nýdönsk fór eiginlega framhjá mér, ég gæti ekki nefnt eitt lag með þeim ... nema þetta þegar hann spyr hvernig hann komist inn þegar allt er orðið hljótt, vera með um sinn og djamma frammá nótt ... og verður að ganga rekinn í kút til að verða ekki fyrir aðkasti mannanna :)
Merkilegt.
Lifið heil
miðvikudagur, maí 09, 2007
Takk kærlega fyrir svörin hér að neðan!! :)
Það voru einmitt Müllersæfingar sem hann Þórbergur Þórðarson heitinn stundaði berrassaður niður í Örfirsey :) hann hefur væntanlega snúið sér í allar áttir, býst ég við? en hann horfði á sjóinn þegar myndavélarnar voru nálægt, ég man amk bara eftir rassinum á honum ... til allrar hamingju kannski því ég man hann of greinilega;)
Líta út fyrir að vera skemmtilegar æfingar Hvaff en ég stunda alls engar æfingar nakin og alls ekki niðrí fjöru með marflóm og myndavélum :)
Er það Örfirsey eða Örfirisey eða ... ? íslensk örnefni geta verið sérkennileg, getur til dæmis einhver sagt mér hvort hann segi í alvörunni "Dalvík og Dagverðareyri" í Sjómannavalsinum? afhverju er eyrin kennd við dagverð? og hvað er dagverður? hádegismatur kannski, ef morgunverður er morgunmatur? ... eða drekkutíminn? er það kannksi "Dagvarðareyri", hvað er dagvörður? húsvörður sem vekur alla? eða passar uppá að stilla klukkurnar?:)
Lifið heil og notið nýrun:)
Það voru einmitt Müllersæfingar sem hann Þórbergur Þórðarson heitinn stundaði berrassaður niður í Örfirsey :) hann hefur væntanlega snúið sér í allar áttir, býst ég við? en hann horfði á sjóinn þegar myndavélarnar voru nálægt, ég man amk bara eftir rassinum á honum ... til allrar hamingju kannski því ég man hann of greinilega;)
Líta út fyrir að vera skemmtilegar æfingar Hvaff en ég stunda alls engar æfingar nakin og alls ekki niðrí fjöru með marflóm og myndavélum :)
Er það Örfirsey eða Örfirisey eða ... ? íslensk örnefni geta verið sérkennileg, getur til dæmis einhver sagt mér hvort hann segi í alvörunni "Dalvík og Dagverðareyri" í Sjómannavalsinum? afhverju er eyrin kennd við dagverð? og hvað er dagverður? hádegismatur kannski, ef morgunverður er morgunmatur? ... eða drekkutíminn? er það kannksi "Dagvarðareyri", hvað er dagvörður? húsvörður sem vekur alla? eða passar uppá að stilla klukkurnar?:)
Lifið heil og notið nýrun:)
þriðjudagur, maí 08, 2007
Vita allir að Þórbergur Þórðarson stundaði æfingar í fjöruborðinu? veit fólk almennt hvernig æfingar? og hverju hann var klæddur?
... þetta eru ekki fræðilegar spurningar heldur skoðanakönnun, svör óskast í kommentakerfið hér að neðan:) ... og bannað að svindla auðvitað, ég treysti ykkur bara;)
búin í skólanum þetta vorið, hefði getað staðið mig betur finnst mér ... ég las mikið en miðað við hvað hefur gengið á undanfarna önn á hinum ýmsu vígstöðvum hef ég greinilega ekki alltaf verið í sambandi þegar ég var að lesa? og nei, ég hefði ekki átt að hætta við Hvannadalshnúkinn og lesa í staðinn, ég gaf mér alveg fínan tíma í skólabækurnar - er það ekki? þið sem hafið ekki hitt mig svo vikum skiptir?;)
ég hef kannski ekki verið að lesa "með meðvitund"? sjáum til þegar að einkunnaskilum kemur, óþarfi að örvænta strax:)
veit samt eitt fyrir víst, það bíður mín fjall í vinnunni þannig að það er ekkert víst að ég hafi tíma til að gera neitt að því sem ég ætlaði að gera strax???
sjáum til, verum glöð og verum til (ekki sjálfgefið;)) !
... þetta eru ekki fræðilegar spurningar heldur skoðanakönnun, svör óskast í kommentakerfið hér að neðan:) ... og bannað að svindla auðvitað, ég treysti ykkur bara;)
búin í skólanum þetta vorið, hefði getað staðið mig betur finnst mér ... ég las mikið en miðað við hvað hefur gengið á undanfarna önn á hinum ýmsu vígstöðvum hef ég greinilega ekki alltaf verið í sambandi þegar ég var að lesa? og nei, ég hefði ekki átt að hætta við Hvannadalshnúkinn og lesa í staðinn, ég gaf mér alveg fínan tíma í skólabækurnar - er það ekki? þið sem hafið ekki hitt mig svo vikum skiptir?;)
ég hef kannski ekki verið að lesa "með meðvitund"? sjáum til þegar að einkunnaskilum kemur, óþarfi að örvænta strax:)
veit samt eitt fyrir víst, það bíður mín fjall í vinnunni þannig að það er ekkert víst að ég hafi tíma til að gera neitt að því sem ég ætlaði að gera strax???
sjáum til, verum glöð og verum til (ekki sjálfgefið;)) !
sunnudagur, maí 06, 2007
Ég gleymdi að óska Guðrúnu Lind litlu frænku minni innilega til hamingju með árangurinn í Landsbankahlaupinu í gær!!
Það eru engin úrslit en það kepptu nokkur þúsund krakkar og hún var með fremstu í mark;) vinkona hennar hljóp hraðar en "hún er að æfa frjálsar, ef við hefðum keppt í fimleikum hefði ég unnið" - that's the spirit! :)
fyrir þátttökuna fékk hún brúsa og bol og aðra medalíu!! núna eru medalíurnar orðnar 17 talsins ... ég fékk bara eina sem krakki, að vísu fékk ég hana fyrir að vera í 2. sæti unglingaflokks í frjálsum bardaga á íslandsmeistaramóti í karate, hverjum hefði dottið það í hug:) ég vona medalíuleysið stafi af því að ég hafi einfaldlega ekki tekið þátt í mörgum keppnum, ekki að ég hafi verið svona léleg? er hreinlega ekki viss:)
aníhú, vegna þess að Guðrún Lind var að keppa þá fór mamma með Ólöfu Maríu í ballet, á leiðinni heim sáu þau mann með hund og litla stelpan segir:
"þessi maður er nágranni minn"
Ólöf María hefur aldrei talað eins og krakki, hún er bara sex ára núna en les allt og er komin með ágætis Morgunblaðsorðaforða:)
Mamma kannaðist við manninn og rámaði í að hann væri pabbi tvíburastráka sem búa í sömu götu, þegar þær keyra inn götuna bendir Ólöf María á húsið sem þeir búa í og segir:
"þarna býr maðurinn sem við sáum með hundinn sinn, hann á líka tvo stráka. Þeir eru ekkert skemmtilegir! Einu sinni köstuðu þeir grenikönglum í okkur!!"
Mamma alltaf jafnmikill jafnréttissinni svaraði:
"afhverju tókuð þið ekki könglana bara upp og hentuð í þá á móti?!"
"sko! Ég var bara tveggja ára!!"
spurning hvað hún myndi gera í dag? :)
og að lokum, heimsreisumennirnir Sverrir og Einar eiga eins hjól og ég og segjast hafa valið það vegna þess að þeir eru vissir um að það eigi eftir að komast alla leið, þeir taka meira að segja nánast enga varahluti með sér:) þeir eru að vísu búnir að breyta frekar miklu og hjólin þeirra eru núna orðin rauð eftir að þeir settu stærri bensíntank á þau, en samt sama hjólið undir aukabúnaðinum:)
Lifið heil:)
Það eru engin úrslit en það kepptu nokkur þúsund krakkar og hún var með fremstu í mark;) vinkona hennar hljóp hraðar en "hún er að æfa frjálsar, ef við hefðum keppt í fimleikum hefði ég unnið" - that's the spirit! :)
fyrir þátttökuna fékk hún brúsa og bol og aðra medalíu!! núna eru medalíurnar orðnar 17 talsins ... ég fékk bara eina sem krakki, að vísu fékk ég hana fyrir að vera í 2. sæti unglingaflokks í frjálsum bardaga á íslandsmeistaramóti í karate, hverjum hefði dottið það í hug:) ég vona medalíuleysið stafi af því að ég hafi einfaldlega ekki tekið þátt í mörgum keppnum, ekki að ég hafi verið svona léleg? er hreinlega ekki viss:)
aníhú, vegna þess að Guðrún Lind var að keppa þá fór mamma með Ólöfu Maríu í ballet, á leiðinni heim sáu þau mann með hund og litla stelpan segir:
"þessi maður er nágranni minn"
Ólöf María hefur aldrei talað eins og krakki, hún er bara sex ára núna en les allt og er komin með ágætis Morgunblaðsorðaforða:)
Mamma kannaðist við manninn og rámaði í að hann væri pabbi tvíburastráka sem búa í sömu götu, þegar þær keyra inn götuna bendir Ólöf María á húsið sem þeir búa í og segir:
"þarna býr maðurinn sem við sáum með hundinn sinn, hann á líka tvo stráka. Þeir eru ekkert skemmtilegir! Einu sinni köstuðu þeir grenikönglum í okkur!!"
Mamma alltaf jafnmikill jafnréttissinni svaraði:
"afhverju tókuð þið ekki könglana bara upp og hentuð í þá á móti?!"
"sko! Ég var bara tveggja ára!!"
spurning hvað hún myndi gera í dag? :)
og að lokum, heimsreisumennirnir Sverrir og Einar eiga eins hjól og ég og segjast hafa valið það vegna þess að þeir eru vissir um að það eigi eftir að komast alla leið, þeir taka meira að segja nánast enga varahluti með sér:) þeir eru að vísu búnir að breyta frekar miklu og hjólin þeirra eru núna orðin rauð eftir að þeir settu stærri bensíntank á þau, en samt sama hjólið undir aukabúnaðinum:)
Lifið heil:)
laugardagur, maí 05, 2007
Laugardagur 5. maí ... vika síðan ég gekk á hæsta tind landsins og í morgun skreið ég á maganum í gæsakúk í Hljómskálagarðinum, skemmtilegt hvað fólk getur gert marga og mismunandi hluti sér til skemmtunar:)
eftir laugardagsæfingar fáum við alltaf Powerade en í dag stóð til boða að fá sambærilegan en öðruvísi drykk líka og ég er svo ævintýragjörn að ég fékk mér að sjálfsögðu þetta nýja, með appelsínubragði ... minnir að það heiti AquaActive, flaskan er útí bíl, tóm:) þetta var fínn orkudrykkur en þegar ég smakkaði hann var fyrsta hugsun mín: "oh, gervibragð! ég þoli ekki svona áberandi gervilega drykki, ég hefði átt að fá mér bláan Powerade eins og venjulega" ... nú spyr ég, hversu náttúrulegt er "blátt" bragð? :)
próf á mánudaginn svo bara vinna ... og sumarfrí og útilegur og svoleiðis:)
búin að banna mér að taka hjólið út fyrr en eftir próf, þriðjudagur er málið geri ég fastlega ráð fyrir, skipta um olíu og byrja að hjóla:)
lifið heil
eftir laugardagsæfingar fáum við alltaf Powerade en í dag stóð til boða að fá sambærilegan en öðruvísi drykk líka og ég er svo ævintýragjörn að ég fékk mér að sjálfsögðu þetta nýja, með appelsínubragði ... minnir að það heiti AquaActive, flaskan er útí bíl, tóm:) þetta var fínn orkudrykkur en þegar ég smakkaði hann var fyrsta hugsun mín: "oh, gervibragð! ég þoli ekki svona áberandi gervilega drykki, ég hefði átt að fá mér bláan Powerade eins og venjulega" ... nú spyr ég, hversu náttúrulegt er "blátt" bragð? :)
próf á mánudaginn svo bara vinna ... og sumarfrí og útilegur og svoleiðis:)
búin að banna mér að taka hjólið út fyrr en eftir próf, þriðjudagur er málið geri ég fastlega ráð fyrir, skipta um olíu og byrja að hjóla:)
lifið heil
mánudagur, apríl 30, 2007
Jæja, þá er ég komin heim aftur:) kom í gær en sagði ferðasöguna svo oft að ég nennti ekki að blogga hana líka ... nenni því ekki núna heldur að vísu en ég var búin að lofa nokkrum orðum um ferðina og hérna eru þau:)
núna er ég búin að ganga á Hvannadalshnúk og komst klakklaust niður líka:) ég set allar myndirnar sem ég tók á netið við tækifæri en hérna er ein til sönnunar sem verður að duga þangað til:)
Þangað til er líka hægt kíkja á síðu samferðamanna minna, 5tinda gaurarnir tóku helling af myndum og trökkuðu leiðina:) mjög fínir strákar og ég hvet ykkur öll til að styrjka þá í júní þegar þeir fara í ferðina sína umhverfis landið og klífa hæstu tinda hvers landshluta:)
ég sem sagt lagði af stað úr bænum um miðjan daginn á föstudag, keyrði austur í Skaftafell og fann tjaldsvæðið fullt af tjöldum - var farin að vera hálfstressuð um að ég yrði ein í tjaldi því mér heyrðist á öllu að margir ætluðu að gista í sumarhúsum og hótelum í nágreninu ekki á tjaldsvæðinu:) ég var auðvitað ein í tjaldi en ég tjaldaði við hliðina á tjöldum 5tindagauranna þannig að ég var alls ekki ein á tjaldsvæðinu heldur í mjög góðum félagsskap:)
ég fór frekar snemma að sofa því við urðum að vakna um miðja nótt, klukkan fjögur því hópurinn ætlaði að leggja af stað upp klukkan fimm um morguninn ... jökullinn verður mýkri eftir því sem líður á daginn, þess vegna er lagt af stað svona snemma:)
það var frekar bratt til að byrja með en ekkert óviðráðanlegt:) það var skýjað þegar við lögðum af stað en við gengum upp í gegnum þau og eftir það var útsýnið eins og úr flugvél, fyrir ofan skýin en aðeins nær fjallinu sjálfu en ég myndi kjósa ef ég væri í flugvél:) í ca. 1100 metra hæð fórum við í línu og lögðum í óendanlega brekku upp að "gígbarminum". Við vorum bara fjögur í minni línu, leiðsögustelpan hún Sveinborg, kærustuparið Hulda og Guðmundur og ég:)
Við gengum og gengum og gengum í glampandi sólskini og frábæru færi alla leið upp endalausu brekkuna, með gígbarminum og að lokum upp hnúkinn sjálfan þar sem útsýnið var stórkostlegt og ég var svo himinlifandi að ég gaf samferðafólki mínu öllu high-five og brosti svo þangað til ég fékk tannkul:) Guðmundur og Hulda voru líka ofsalega sátt við að vera komin upp að lokum en þau eiga eftir að muna þessa ferð af annarri ástæðu en bara að hafa farið upp, þegar við vorum nefnilega komin upp og búin að snúa okkur í nokkra hringi til að dást að útsýninu fór Guðmundur á skeljarnar og bað Huldu - hún sagði já:)
ferðin til baka gekk hraðar en upp, helmingi hraðar raunar þrátt fyrir að þurfa að vaða blautan snjóinn niður óendanlegu brekkuna upp að hnjám ... þegar við komum niður stóð ekki til boða að fara í sturtu (var verið að endurnýja alla aðstöðuna í Skaftafelli og sundlaugin ekki opin nema á sumrin ...), ég tók "bala-þvott" eins og í bátum, skipti um föt og grillaði mér pylsur í kvöldmat:)
... ég náði ekki að halda mér vakandi nema til rétt rúmlega tíu, þá skreið ég inn í tjald (takk aftur Maja fyrir lánið:)) og steinsofnaði áður en ég náði að renna svefnpokanum almennilega:)
Á sunnudagsmorgninum vaknaði ég hress, hellti uppá kaffi og sat og spjallaði við samferðafólkið fyrir utan tjaldið í svona tvo tíma í glampandi sólskini og sumarhita:) snilldar veður alla helgina og þegar ég tók mér stuttan göngutúr upp að Svartafossi áður en ég lagði af stað í bæinn (til að fá blóðið í fæturna aftur) fór ég næstum alla leið á hlýrabol því það var svo hlýtt:) ekki Ásbyrgishiti að vísu en samt eins og um sumar:)
einn leiðsögumanna Fjallaleiðsögumanna (sem fóru með okkur upp) fékk far með mér í bæinn og var nokkuð hrifinn af Ara, enda ekki annað hægt:)
frábær helgi, mæli hiklaust með svona ferðalögum - ég er búin að skrá mig í Jónsmessunæturgöngu Útivistar á Fimmvörðuháls 22.-24. júni næstkomandi, hver vill koma með? :)
Lifið heil og góðar stundir
núna er ég búin að ganga á Hvannadalshnúk og komst klakklaust niður líka:) ég set allar myndirnar sem ég tók á netið við tækifæri en hérna er ein til sönnunar sem verður að duga þangað til:)
Þangað til er líka hægt kíkja á síðu samferðamanna minna, 5tinda gaurarnir tóku helling af myndum og trökkuðu leiðina:) mjög fínir strákar og ég hvet ykkur öll til að styrjka þá í júní þegar þeir fara í ferðina sína umhverfis landið og klífa hæstu tinda hvers landshluta:)
ég sem sagt lagði af stað úr bænum um miðjan daginn á föstudag, keyrði austur í Skaftafell og fann tjaldsvæðið fullt af tjöldum - var farin að vera hálfstressuð um að ég yrði ein í tjaldi því mér heyrðist á öllu að margir ætluðu að gista í sumarhúsum og hótelum í nágreninu ekki á tjaldsvæðinu:) ég var auðvitað ein í tjaldi en ég tjaldaði við hliðina á tjöldum 5tindagauranna þannig að ég var alls ekki ein á tjaldsvæðinu heldur í mjög góðum félagsskap:)
ég fór frekar snemma að sofa því við urðum að vakna um miðja nótt, klukkan fjögur því hópurinn ætlaði að leggja af stað upp klukkan fimm um morguninn ... jökullinn verður mýkri eftir því sem líður á daginn, þess vegna er lagt af stað svona snemma:)
það var frekar bratt til að byrja með en ekkert óviðráðanlegt:) það var skýjað þegar við lögðum af stað en við gengum upp í gegnum þau og eftir það var útsýnið eins og úr flugvél, fyrir ofan skýin en aðeins nær fjallinu sjálfu en ég myndi kjósa ef ég væri í flugvél:) í ca. 1100 metra hæð fórum við í línu og lögðum í óendanlega brekku upp að "gígbarminum". Við vorum bara fjögur í minni línu, leiðsögustelpan hún Sveinborg, kærustuparið Hulda og Guðmundur og ég:)
Við gengum og gengum og gengum í glampandi sólskini og frábæru færi alla leið upp endalausu brekkuna, með gígbarminum og að lokum upp hnúkinn sjálfan þar sem útsýnið var stórkostlegt og ég var svo himinlifandi að ég gaf samferðafólki mínu öllu high-five og brosti svo þangað til ég fékk tannkul:) Guðmundur og Hulda voru líka ofsalega sátt við að vera komin upp að lokum en þau eiga eftir að muna þessa ferð af annarri ástæðu en bara að hafa farið upp, þegar við vorum nefnilega komin upp og búin að snúa okkur í nokkra hringi til að dást að útsýninu fór Guðmundur á skeljarnar og bað Huldu - hún sagði já:)
ferðin til baka gekk hraðar en upp, helmingi hraðar raunar þrátt fyrir að þurfa að vaða blautan snjóinn niður óendanlegu brekkuna upp að hnjám ... þegar við komum niður stóð ekki til boða að fara í sturtu (var verið að endurnýja alla aðstöðuna í Skaftafelli og sundlaugin ekki opin nema á sumrin ...), ég tók "bala-þvott" eins og í bátum, skipti um föt og grillaði mér pylsur í kvöldmat:)
... ég náði ekki að halda mér vakandi nema til rétt rúmlega tíu, þá skreið ég inn í tjald (takk aftur Maja fyrir lánið:)) og steinsofnaði áður en ég náði að renna svefnpokanum almennilega:)
Á sunnudagsmorgninum vaknaði ég hress, hellti uppá kaffi og sat og spjallaði við samferðafólkið fyrir utan tjaldið í svona tvo tíma í glampandi sólskini og sumarhita:) snilldar veður alla helgina og þegar ég tók mér stuttan göngutúr upp að Svartafossi áður en ég lagði af stað í bæinn (til að fá blóðið í fæturna aftur) fór ég næstum alla leið á hlýrabol því það var svo hlýtt:) ekki Ásbyrgishiti að vísu en samt eins og um sumar:)
einn leiðsögumanna Fjallaleiðsögumanna (sem fóru með okkur upp) fékk far með mér í bæinn og var nokkuð hrifinn af Ara, enda ekki annað hægt:)
frábær helgi, mæli hiklaust með svona ferðalögum - ég er búin að skrá mig í Jónsmessunæturgöngu Útivistar á Fimmvörðuháls 22.-24. júni næstkomandi, hver vill koma með? :)
Lifið heil og góðar stundir
föstudagur, apríl 27, 2007
mánudagur, apríl 16, 2007
Gleðilegan mánudag! :)
vona að þið komið öll vel undan helginni og vitið hvert þið stefnið í lífinu ... engin krísa í gangi mín megin, það er bara staðreynd að það er alltaf gott að vita hvert við stefnum því þá vitum við dag frá degi hvort við séum á leiðinni í rétta átt eður ei;)
fór í bíó í gær, sat milli tveggja heiðursmanna og horfði á afskaplega skemmtilega heimildamynd sem ég hvet alla til að kíkja á - í vikunni, ef ske kynni að hún verði ekki lengi í bíó:) mjög góð mynd, einlæg og falleg:)
Hérna getið þið séð trailerinn og brot úr myndinni sjálfri;)
Annars voru viðbrögðin við baðmyndinni hér að neðan góð og meira að segja mamma hló:) hérna kemur þá önnur sem mér fannst alveg jafnskemmilegt að ... sitja fyrir á;)
Góðar stundir
vona að þið komið öll vel undan helginni og vitið hvert þið stefnið í lífinu ... engin krísa í gangi mín megin, það er bara staðreynd að það er alltaf gott að vita hvert við stefnum því þá vitum við dag frá degi hvort við séum á leiðinni í rétta átt eður ei;)
fór í bíó í gær, sat milli tveggja heiðursmanna og horfði á afskaplega skemmtilega heimildamynd sem ég hvet alla til að kíkja á - í vikunni, ef ske kynni að hún verði ekki lengi í bíó:) mjög góð mynd, einlæg og falleg:)
Hérna getið þið séð trailerinn og brot úr myndinni sjálfri;)
Annars voru viðbrögðin við baðmyndinni hér að neðan góð og meira að segja mamma hló:) hérna kemur þá önnur sem mér fannst alveg jafnskemmilegt að ... sitja fyrir á;)
Góðar stundir
sunnudagur, apríl 15, 2007
úúúúúúúúúúú!!! hvað haldiði???
Ég er á YouTube!!
alveg síðast í myndbandinu og í bláu en áður en kemur að mér þá sjáið þið síðustu mínúturnar í stöðvaþjálfun síðasta fimmtudags:) það eru líka komnar inn myndr frá hádegisæfingunni allri á ketilbjöllusíðuna ... hair og makeup fólkið mitt var í mat þegar myndirnar voru teknar þess vegna lít ég ekki út eins og venjulega;)
var að sjá þetta á YouTube, eins og blanda af ketilbjöllum og boot camp :) virkar mjög skemmtilegt allt saman ;) samt fyndið að velja kód fimm því það felur í sér kyrrstöðu, stakeout
- ég googlaði það því ég er forvitin, ég er ekki besservisser ;)
Góðar stundir
Ég er á YouTube!!
alveg síðast í myndbandinu og í bláu en áður en kemur að mér þá sjáið þið síðustu mínúturnar í stöðvaþjálfun síðasta fimmtudags:) það eru líka komnar inn myndr frá hádegisæfingunni allri á ketilbjöllusíðuna ... hair og makeup fólkið mitt var í mat þegar myndirnar voru teknar þess vegna lít ég ekki út eins og venjulega;)
var að sjá þetta á YouTube, eins og blanda af ketilbjöllum og boot camp :) virkar mjög skemmtilegt allt saman ;) samt fyndið að velja kód fimm því það felur í sér kyrrstöðu, stakeout
- ég googlaði það því ég er forvitin, ég er ekki besservisser ;)
Góðar stundir
laugardagur, apríl 14, 2007
Mér leið alveg eins og Juliu Roberts í dag ... ekki vegna þess að ég hækkaði og grenntist, né heldur vegna þess að ég fékk mér krullur, rautt hár og ný föt og ekki vegna þess að ég fór í bað með Richard Gere sem væri samt saga til næsta bæjar ...
og góðar sögur þurfa alls ekki að vera sannar til að lifa eins og allir vita;)
....
... eða ekki? :)
nei, mér leið eins og henni því í morgun reyndi ég að eyða peningum en það gekk ekki!! það voru ábyggilega allir þunnir;)
Ég var meðal annars að skoða tjöld og í einni ónefndri búð var ég að skoða tjald sem er framleitt í Bandaríkjunum, það stóð að það væri 3 árstíða og myndi duga frá vori frammá haust, en í hvaða heimshluta?
Gaurinn í búðinni mælti með því á þeim forsendum að "hann ætti svona tjald". Ekkert að því auðvitað en ég spurði þá hvort það myndi þola íslenskt "vor", hvort það myndi brotna ef það snjóaði? og brosti til að undirstrika að spurningin væri bara fræðileg, hélt ég:)
Því svaraði hann
"Hefur það komið fyrir þig?"
"Nei, ég veit ekki svo mikið um tjöld ..."
"Ég vinn í þessum bransa og ég veit alveg hvað er gott og hvað er drasl."
"Þess vegna er ég einmitt að leita álits ..."
"Ég myndi aldrei kaupa drasl fyrir sjálfan mig."
"Nei, auðvitað ekki ..."
"Þetta er verulega gott tjald."
"Það er það ábyggilega."
"Já, ég á svona sjálfur."
"Einmitt, þú sagðir það ..."
"Það er mjög gott."
... ókei, heyrðu, ég ætla að hugsa málið ...
og ég er núna búin að því og hef ákveðið að leita ekkert lengra og skoða ekkert meira en það sem ég er búin að ákveða að kaupa - var bara að skoða til málamynda svo ég hefði samanburð og nú hef ég hann.
Ég ætla að kaupa Vangotjald af honum Guðbirni í Everest í Skeifunni ... og allt annað sem ég þarf í framtíðinni ætla ég líka að kaupa af honum því hann er eini sölumaðurinn sem er alltaf almennilegur sama að hverju ég er að spyrja hann, það er alls ekki sama hvernig mér er sagt að ég sé kjáni;)
nei, ég er ekki skotin í honum, mig langar bara ekki til að roðna, stama, láta trampa á mér og verða pirruð þegar ég fer í búðir - Guðbjörn er vinalegur og ég mæli með því að þið verslið við hann líka ;)
Lifið heil
föstudagur, apríl 13, 2007
Ég held að það sé verið að segja mér eitthvað ... ég hef verið að fá fæðingabletti sífellt örar undanfarið og þeir eru nánast allir "einn af þremur" í þríhyrning!! Þríhyrningarnir eru misstórir en allir eins í laginu, jafnarma, venjulegir þríhyrningar og engir tveir fæðingablettir eru í sama þríhyrninginum ... kannski er ég geimvera eða bara "kreisí" eins og einn frændi minn heldur fram, að vísu er það sami pollinn sem kallar mig "Töntu Krullu" þannig að þið sjáið hvað hann er marktækur ;)
ég fór og gaf blóð í morgun sem er ekki í frásögur færandi nema að það vildi ekki hætta að blæða:/ það hefur aldrei komið fyrir áður og mér fannst það alls ekki sniðugt:( hjúkrunarfræðingurinn sagði að þetta kæmi fyrir stundum án þess að nokkur skýring væri á því, stundum kæmi þetta fyrir hjá fólki sem væri duglegt við að taka lýsi og að læknar væru farnir að ráðleggja fólki að taka ekki lýsi viku fyrir aðgerð ... en ég tek ekki lýsi þannig að þetta er frekar dularfullt allt saman og óþægilegt því það er ennþá ekki alveg, alveg hætt að blæða (en þú þarft að vera ég til að sjá það auðvitað;) eða pabbi minn kannski þannig að þið megið endilega sleppa því að segja honum frá þessu atviki, nei, hann les ekki bloggið mitt;)) ... þessi helgi verður ritgerðarhelgi og andleg áreynsla eina áreynslan sem ég ætla að stunda ... og ég ætla að pikka varlega á lyklaborðið með blóðtökuhendinni ;)
eitthvað hefur borið á misskilningi varðandi Fídel og Zorró, nei, ég bý ekki með latínógaur og held ekki við annan:)
Fídel er sambýlisKÖTTURINN minn og Zorró er HUNDUR bróður míns:) ástæðan fyrir því að Fídel keypti ranga tegund af páskaeggi er sú að sjálf geri ég ekki mistök:) ég myndi setja inn mynd af þeim saman en það gengur ekki af skiljanlegum ástæðum þannig að hérna eru myndir af þeim í sitthvoru lagi:
Fídel
... já, ég varð að velja dare-devil mynd af svölunum heima:)
Zorró
... ég veit ekki alveg hvers vegna það er þannig að við systkinin höfum bæði skírt gæludýrin okkar útlenskum nöfnum? en Fídel var einu sinni skæruliði þó hann sé eiginlega vaxinn uppúr því núna en er enn þrjóskari en allt þrjóskt:)
Zorró er hins vegar með grímu, dökkur um augun og með smá línur upp að eyrunum sem sést ekki sérlega vel á myndinni en svo er hann líka mikill sjarmör auðvitað:)
Góðar stundir
ég fór og gaf blóð í morgun sem er ekki í frásögur færandi nema að það vildi ekki hætta að blæða:/ það hefur aldrei komið fyrir áður og mér fannst það alls ekki sniðugt:( hjúkrunarfræðingurinn sagði að þetta kæmi fyrir stundum án þess að nokkur skýring væri á því, stundum kæmi þetta fyrir hjá fólki sem væri duglegt við að taka lýsi og að læknar væru farnir að ráðleggja fólki að taka ekki lýsi viku fyrir aðgerð ... en ég tek ekki lýsi þannig að þetta er frekar dularfullt allt saman og óþægilegt því það er ennþá ekki alveg, alveg hætt að blæða (en þú þarft að vera ég til að sjá það auðvitað;) eða pabbi minn kannski þannig að þið megið endilega sleppa því að segja honum frá þessu atviki, nei, hann les ekki bloggið mitt;)) ... þessi helgi verður ritgerðarhelgi og andleg áreynsla eina áreynslan sem ég ætla að stunda ... og ég ætla að pikka varlega á lyklaborðið með blóðtökuhendinni ;)
eitthvað hefur borið á misskilningi varðandi Fídel og Zorró, nei, ég bý ekki með latínógaur og held ekki við annan:)
Fídel er sambýlisKÖTTURINN minn og Zorró er HUNDUR bróður míns:) ástæðan fyrir því að Fídel keypti ranga tegund af páskaeggi er sú að sjálf geri ég ekki mistök:) ég myndi setja inn mynd af þeim saman en það gengur ekki af skiljanlegum ástæðum þannig að hérna eru myndir af þeim í sitthvoru lagi:
Fídel
... já, ég varð að velja dare-devil mynd af svölunum heima:)
Zorró
... ég veit ekki alveg hvers vegna það er þannig að við systkinin höfum bæði skírt gæludýrin okkar útlenskum nöfnum? en Fídel var einu sinni skæruliði þó hann sé eiginlega vaxinn uppúr því núna en er enn þrjóskari en allt þrjóskt:)
Zorró er hins vegar með grímu, dökkur um augun og með smá línur upp að eyrunum sem sést ekki sérlega vel á myndinni en svo er hann líka mikill sjarmör auðvitað:)
Góðar stundir
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Já kæru vinir, aftur bregðast krosstré sem önnur, eitt sinn svarin og gildur limur antisportista samfélagsins ætlar að ganga á Hvannadalshnúk 28. apríl næstkomandi.
... búin að borga og farin að hlakka til, vona að minnsta kosti að fiðrildin í maganum á mér þýði tilhlökkun ekki ... eitthvað annað, það er víst hrikaleg gubbupest að ganga:)
í öðrum fréttum, en tengdum, þá kann ég núna að gera "krákuna" í jóga og lærði jafnframt nýja öndunartækni sem ég man ekki hvað heitir en er það besta sem ég hef lært í háa herrans tíð ;)
Lifið heil
... búin að borga og farin að hlakka til, vona að minnsta kosti að fiðrildin í maganum á mér þýði tilhlökkun ekki ... eitthvað annað, það er víst hrikaleg gubbupest að ganga:)
í öðrum fréttum, en tengdum, þá kann ég núna að gera "krákuna" í jóga og lærði jafnframt nýja öndunartækni sem ég man ekki hvað heitir en er það besta sem ég hef lært í háa herrans tíð ;)
Lifið heil
mánudagur, apríl 09, 2007
Ég þarf að alvarlega ræða við Fídel ... ef ég væri ekki svona ligeglad týpa þá hefði hann eyðilagt páskana, þegar ég loksins fann páskaeggið mitt þá kom í ljós að það var Góu páskaegg ekki Nóa Síríus páskaegg eins og ég borða alltaf á páskunum ... þegar ég man eftir að kaupa mér egg það er að segja;) en súkkulaði er súkkulaði þannig að ég fyrirgaf honum mistökin, hann hefur aldrei kunnað að versla og þess vegna fær hann aldrei að fara út í búð;)
í öðrum fréttum þá fórum við Zorró við þriðja mann í smá göngutúr á Mosfellsheiðinni (er það ekki, þriðji maður? :)) í frábæru veðri og ég er ekki frá því að ég sé að verða brún ... svona bráðum ... í framan :)
búin að vera frekar dugleg um helgina þó ég segi sjálf frá og ég var að enda við að skrá mig í hópefli hópeflanna sem ég annað hvort fæ að vera með í eða ekki - ég held það sé valið í hópinn, vona það að minnsta kosti því ég vil ekki fá að vera með ef ég á ekkert erindi í hópinn ... ef þið skiljið mig? eins og ef þú kannt ekki að blanda liti en færð að vera með í regnbogahópnum því "það mega allir vera með" og þú gerðir þér í raun enga grein fyrir út í hvað þú varst að fara nema þú vissir að það yrði krefjandi þegar þú skráðir þig:) ég get blandað liti en það tekur mig lengri tíma en þá sem eyddu fyrstu 30 árum ævi sinnar í að blanda liti, if jú sí fat æ mín :)
ég var að fá frábæra boli að gjöf frá bróður mínum ... ég á orðið slatta fínt stuttermabolasafn:) spurning um að mynda þá alla þannig að ég geti notað þá en samt munað þá alla eins og þeir voru fyrir 1500 þvottum :)
Lifið heil og verið dugleg:)
í öðrum fréttum þá fórum við Zorró við þriðja mann í smá göngutúr á Mosfellsheiðinni (er það ekki, þriðji maður? :)) í frábæru veðri og ég er ekki frá því að ég sé að verða brún ... svona bráðum ... í framan :)
búin að vera frekar dugleg um helgina þó ég segi sjálf frá og ég var að enda við að skrá mig í hópefli hópeflanna sem ég annað hvort fæ að vera með í eða ekki - ég held það sé valið í hópinn, vona það að minnsta kosti því ég vil ekki fá að vera með ef ég á ekkert erindi í hópinn ... ef þið skiljið mig? eins og ef þú kannt ekki að blanda liti en færð að vera með í regnbogahópnum því "það mega allir vera með" og þú gerðir þér í raun enga grein fyrir út í hvað þú varst að fara nema þú vissir að það yrði krefjandi þegar þú skráðir þig:) ég get blandað liti en það tekur mig lengri tíma en þá sem eyddu fyrstu 30 árum ævi sinnar í að blanda liti, if jú sí fat æ mín :)
ég var að fá frábæra boli að gjöf frá bróður mínum ... ég á orðið slatta fínt stuttermabolasafn:) spurning um að mynda þá alla þannig að ég geti notað þá en samt munað þá alla eins og þeir voru fyrir 1500 þvottum :)
Lifið heil og verið dugleg:)
föstudagur, apríl 06, 2007
Góðan og blessaðan:)
komið kvöld og föstudagurinn langi ... margt hefur gerst undanfarið þannig að nú verður stiklað á stóru :)
ég er að læra á fullu en ekki alveg, alveg nægilega dugleg ... veðrið er of gott þannig að við Zorró höfum verið að styrkja óbyggða- og fjallaeðlið:) við erum alltaf að verða betri í þessari útivist okkar en það er samt lagt í land stundum, við vorum til að mynda næstum búin að drepa okkur á Vífilfelli í gær :/ það var auðvelt upp í móti, við gengum og gengum þangað til við komumst ekki hærra vegna klaka og harðfennis en höfðum ekki áttað okkur á að harðfenni niður í móti er erfiðara en upp í móti aðallega vegna þess að það er erfitt að komast hjá því að horfa niður á leiðinni niður og brekkan leit illa út skal ég segja ykkur ... en við komumst niður, í einu lagi og við ætlum aftur, alla leið upp um leið og snjóa leysir:)
Zorró dreymdi fjallgönguna í allt gærkvöld og mig dreymdi hana líka í alla nótt en ekki aðeins var fjallið brattara, snjórinn harðari og klakinn beittari heldur var ég með ketilbjöllur í báðum höndum, tvær 12 kílóa ketilbjöllur sem kólnuðu þegar á leið og ég gat ekki notað hanskana mína því þá náði ég engu taki á þeim ... þetta var samt ekki beint martröð því ég vissi að ég kæmist niður þó það tæki mig smá tíma og þolinmæði og viti menn þegar ég kom niður var komið sumar, bláber og krækiber (fyrir mig), kanínur (fyrir hundinn) og lítill lækur (fyrir okkur bæði) :)
ég fór á Vorfagnað Boot Camp síðustu helgi, fyrst í forpartý með hópnum mínum þar sem ég var spurð nokkrum sinnum hvort ég væri í Boot Camp og svo í hvaða hóp ég væri ... ég er greinilega ekki lík sjálfri mér þegar ég sjæna mig til:) enda ekkert skrítið, Olga klippimeistari gerði hárið á mér hrikalega fínt, svona elegant rokkara móhíkani með krullum:) svo var ég máluð og í fínum fötum og ekki sveitt og rauð og másandi:) sjálf átti ég erfitt með að þekkja fólkið í partýinu þannig að í fyrstu reyndi ég að sjá alla fyrir mér sveitta og móða þangað til ég áttaði mig á því hvað það var rangt ... næstum því pervertískt:)
hætti því snarlega og minglaði eins mikið og mögulegt var ... gekk ekki sérlega vel að vísu, mér finnst ég vera frekar vinaleg og þrátt fyrir að vera smávegis kjáni í mannlegum samskiptum stundum þá er yfirleitt alveg hægt að tala við mig, er það ekki? :)
ég þekkti engan í þessu partýi og það var mjög erfitt að spjalla jafnvel þó ég vissi fyrir víst að við þekktum sama fólkið (til dæmis þjálfarana okkar), byggjum yfir svipaðri reynslu (tveggja tíma útiæfingar til dæmis eru reynsla) og hefðum að minnsta kosti eitt sameiginlegt áhugamál (ef þú mætir á árshátíð í líkamsræktinni þinni flokkast líkamsræktin undir áhugamál er það ekki?:)) ... en konur mynda múra utanum hópana sína sem er mjög erfitt að brjóta niður án þess að vera hálfgerður hálfviti og hanga eins og hrægammur í kringum þær - ég er hvorki hrægammur né hálfviti þannig að ég talaði aðallega við strákana en fannst ég vera frekar hallærisleg týpa sem kom til að hössla ... það var alls ekki planið það er bara auðveldara að tala við stráka en stelpur ef þú þekkir engan:) stelpur talið við ókunnugar stelpur þó þið séuð með með vinkonum ykkar, sérstaklega ef ókunnuga stelpan er ég:) og strákar þó að ókunnugar stelpur tali við ykkur þá vilja þær ekki allar raðhús, gasgrill og hund í stíl við sófann - ekki ég allavegana;)
afhverju var ég ókunnuga stelpan í partýinu? mig langaði á árshátíðina og keypti mér miða full tilhlökkunnar:) um það bil viku fyrir vorfagnaðinn fattaði ég að ég þekkti í rauninni engan sem var að fara, ekki nema í sjón og tæknilega væri ég að fara ein án þess að hafa átt í samræðum við neinn um annað en hvað við værum búin að gera margar endurtekningar, að ég væri ekki að deyja þó ég væri að gelta og harðsperrur síðustu æfingu;) ég ákvað samt að fara því mig langaði til þess, ef ég biði eftir því að fá einhvern með mér í allt sem mig langar til að gera myndi ég líklega hafa gert frekar lítið af því sem ég er búin að vera að gera:) ketilbjöllur eru gleðilegasta íþrótt sem ég hef kynnst, boot camp er frábært, vorfagnaðurinn var mjög skemmtilegur ... og ég get ekki beðið eftir sumrinu og mótorhjólaferðunum sem ég er búin að skipuleggja;)
annað í fréttum? ójá ... en klukkan er orðin margt þannig að ég segi bara að útidyrahurðin mín syngur dúett í nýrri VR auglýsingu:) og bróðir minn er kominn heim frá Afganistan:) Lára og Maja eru hrikalega sætar, hæfileikaríkar og skemmtilegar stelpur sem ég hvet alla til að kynnast, samkvæmt 10 ára frænku minni hef ég gott af páskaeggi því ég er hálfgerður krakki og krakkar hafa allir gott af páskaeggjum, ég varð að hafa mig alla við til að vinna sex ára frænda minn í skák, sex ára frænka mín missti af balletsýningunni sinni því hún var með gubbupest en hún tók því af stóískri ró sem ekkert okkar hinna bjó yfir (mér finnst ennþá hrikalegt að hún skuli ekki hafa fengið að vera með í sýningunni sinni - sem við fórum öll á því henni fannst enn leiðinlegra að við skyldum missa af sýningunni en að hún gæti ekki verið með sjálf;)) og níu ára frænka mín var í þriðja sæti á Ármannsmeistaramóti :)
Fídel er búinn að fela páskaeggið mitt og þó ég hafi byrjað að leita í gær er ég engu nær - hann er mjög laumulegur þegar hann vill vera það:)
lifið heil og njótið páskanna;)
komið kvöld og föstudagurinn langi ... margt hefur gerst undanfarið þannig að nú verður stiklað á stóru :)
ég er að læra á fullu en ekki alveg, alveg nægilega dugleg ... veðrið er of gott þannig að við Zorró höfum verið að styrkja óbyggða- og fjallaeðlið:) við erum alltaf að verða betri í þessari útivist okkar en það er samt lagt í land stundum, við vorum til að mynda næstum búin að drepa okkur á Vífilfelli í gær :/ það var auðvelt upp í móti, við gengum og gengum þangað til við komumst ekki hærra vegna klaka og harðfennis en höfðum ekki áttað okkur á að harðfenni niður í móti er erfiðara en upp í móti aðallega vegna þess að það er erfitt að komast hjá því að horfa niður á leiðinni niður og brekkan leit illa út skal ég segja ykkur ... en við komumst niður, í einu lagi og við ætlum aftur, alla leið upp um leið og snjóa leysir:)
Zorró dreymdi fjallgönguna í allt gærkvöld og mig dreymdi hana líka í alla nótt en ekki aðeins var fjallið brattara, snjórinn harðari og klakinn beittari heldur var ég með ketilbjöllur í báðum höndum, tvær 12 kílóa ketilbjöllur sem kólnuðu þegar á leið og ég gat ekki notað hanskana mína því þá náði ég engu taki á þeim ... þetta var samt ekki beint martröð því ég vissi að ég kæmist niður þó það tæki mig smá tíma og þolinmæði og viti menn þegar ég kom niður var komið sumar, bláber og krækiber (fyrir mig), kanínur (fyrir hundinn) og lítill lækur (fyrir okkur bæði) :)
ég fór á Vorfagnað Boot Camp síðustu helgi, fyrst í forpartý með hópnum mínum þar sem ég var spurð nokkrum sinnum hvort ég væri í Boot Camp og svo í hvaða hóp ég væri ... ég er greinilega ekki lík sjálfri mér þegar ég sjæna mig til:) enda ekkert skrítið, Olga klippimeistari gerði hárið á mér hrikalega fínt, svona elegant rokkara móhíkani með krullum:) svo var ég máluð og í fínum fötum og ekki sveitt og rauð og másandi:) sjálf átti ég erfitt með að þekkja fólkið í partýinu þannig að í fyrstu reyndi ég að sjá alla fyrir mér sveitta og móða þangað til ég áttaði mig á því hvað það var rangt ... næstum því pervertískt:)
hætti því snarlega og minglaði eins mikið og mögulegt var ... gekk ekki sérlega vel að vísu, mér finnst ég vera frekar vinaleg og þrátt fyrir að vera smávegis kjáni í mannlegum samskiptum stundum þá er yfirleitt alveg hægt að tala við mig, er það ekki? :)
ég þekkti engan í þessu partýi og það var mjög erfitt að spjalla jafnvel þó ég vissi fyrir víst að við þekktum sama fólkið (til dæmis þjálfarana okkar), byggjum yfir svipaðri reynslu (tveggja tíma útiæfingar til dæmis eru reynsla) og hefðum að minnsta kosti eitt sameiginlegt áhugamál (ef þú mætir á árshátíð í líkamsræktinni þinni flokkast líkamsræktin undir áhugamál er það ekki?:)) ... en konur mynda múra utanum hópana sína sem er mjög erfitt að brjóta niður án þess að vera hálfgerður hálfviti og hanga eins og hrægammur í kringum þær - ég er hvorki hrægammur né hálfviti þannig að ég talaði aðallega við strákana en fannst ég vera frekar hallærisleg týpa sem kom til að hössla ... það var alls ekki planið það er bara auðveldara að tala við stráka en stelpur ef þú þekkir engan:) stelpur talið við ókunnugar stelpur þó þið séuð með með vinkonum ykkar, sérstaklega ef ókunnuga stelpan er ég:) og strákar þó að ókunnugar stelpur tali við ykkur þá vilja þær ekki allar raðhús, gasgrill og hund í stíl við sófann - ekki ég allavegana;)
afhverju var ég ókunnuga stelpan í partýinu? mig langaði á árshátíðina og keypti mér miða full tilhlökkunnar:) um það bil viku fyrir vorfagnaðinn fattaði ég að ég þekkti í rauninni engan sem var að fara, ekki nema í sjón og tæknilega væri ég að fara ein án þess að hafa átt í samræðum við neinn um annað en hvað við værum búin að gera margar endurtekningar, að ég væri ekki að deyja þó ég væri að gelta og harðsperrur síðustu æfingu;) ég ákvað samt að fara því mig langaði til þess, ef ég biði eftir því að fá einhvern með mér í allt sem mig langar til að gera myndi ég líklega hafa gert frekar lítið af því sem ég er búin að vera að gera:) ketilbjöllur eru gleðilegasta íþrótt sem ég hef kynnst, boot camp er frábært, vorfagnaðurinn var mjög skemmtilegur ... og ég get ekki beðið eftir sumrinu og mótorhjólaferðunum sem ég er búin að skipuleggja;)
annað í fréttum? ójá ... en klukkan er orðin margt þannig að ég segi bara að útidyrahurðin mín syngur dúett í nýrri VR auglýsingu:) og bróðir minn er kominn heim frá Afganistan:) Lára og Maja eru hrikalega sætar, hæfileikaríkar og skemmtilegar stelpur sem ég hvet alla til að kynnast, samkvæmt 10 ára frænku minni hef ég gott af páskaeggi því ég er hálfgerður krakki og krakkar hafa allir gott af páskaeggjum, ég varð að hafa mig alla við til að vinna sex ára frænda minn í skák, sex ára frænka mín missti af balletsýningunni sinni því hún var með gubbupest en hún tók því af stóískri ró sem ekkert okkar hinna bjó yfir (mér finnst ennþá hrikalegt að hún skuli ekki hafa fengið að vera með í sýningunni sinni - sem við fórum öll á því henni fannst enn leiðinlegra að við skyldum missa af sýningunni en að hún gæti ekki verið með sjálf;)) og níu ára frænka mín var í þriðja sæti á Ármannsmeistaramóti :)
Fídel er búinn að fela páskaeggið mitt og þó ég hafi byrjað að leita í gær er ég engu nær - hann er mjög laumulegur þegar hann vill vera það:)
lifið heil og njótið páskanna;)
þriðjudagur, mars 27, 2007
æ hvað er gott að það skuli vera til síður eins og kissthisguy.com því þegar ég les hvað aðrir geta líka heyrt vitlaust þá finnst mér ég ekki vera eins mikill kjáni ... krefst ekki meiri auglýsingar, ekki í dag:)
Takk fyrir mig
Takk fyrir mig
mánudagur, mars 26, 2007
Núna er ég búin að setja svo mikið af linkum hérna hægra megin að ég verð líklega að blogga á hverjum degi eða mikið í einu til að krækjulistinn verði ekki lengri en bloggfærslurnar :)
krækjulisti er frekar flott orð:)
en þar sem það er mánudagur og það er langalgengast að fólk byrji "nýtt líf" á mánudögum, ef það tókst ekki um áramót, ætla ég að koma með nokkrar uppástungur um hvað er hægt að gera við "nýja lífið":) Það hefur ekkert uppá sig að ætla að gera allt örðuvísi en við höfum verið að gera án þess að hafa eitthvað til að gera í staðinn:
Net-nýtt-líf:
ef þú ert að byrja "nýtt líf" í dag gæti verið góð hugmynd að koma við á Amnesty síðunni og láta gott af þér leiða, það er ekkert mál, tekur enga stund og þér finnst þú hafa áorkað einhverju :)
ef þú ert ennþá í aktífistafíling máttu líka endilega kíkja inn á Framtíðarlandið í staðinn fyrir að hanga á Barnalandi eða einkamal.is og ef þú ert sammála hvet ég þig til að skrifa undir :)
Andlegt-nýtt-líf:
ertu alltaf að fara að lesa fleiri bækur en lætur aldrei verða af því? eða á leiðinni á sýningar eða fyrirlestra en finnur aldrei tíma? taktu heyrnatól með þér í vinnuna og farðu á heimasíðu RÚV, hlustaðu á útvarpssöguna, víðsjá eða spegilinn, bara sunnudagar á rúv.is endast í nokkra daga - nema þú hefur þeim mun meiri tíma til að hlusta auðvitað ;)
Líkamlegt-nýtt-líf:
hefurðu engan tíma til að stunda líkamsrækt? horfðu þá á sjónvarpsdagskránna á öðrum fæti ... styrkir vöðva um allan líkamann, meira að segja grindarbotninn:) haltu á ryksugunni með annarri hendinni á meðan þú ryksugar, farðu lengri leiðina inn úr bílnum, meira að segja á Íslandi er oft sérdeilis prýðilegt útiveður ef þú ert ekki í fötum sem miða við síðsumar í Róm - ekki klæða þig eins og bjáni (ég er alls ekki að segja að Ítalir séu bjánar auðvitað) þá geturðu náð ágætis gönugtúr daglega með því að ganga örlítinn hring á leiðinni í bílinn og úr honum aftur :) ef þér líst ekki á það farðu þá í Smáralindina eða Kringluna og röltu milli verslanna í klukkutíma ... veldu þér fótboltalið og æstu þig almennilega þegar liðið þitt keppir, að því gefnu að þú eigir ekki við hjartavandamál að stríða:) stundaðu meira kynlíf, ef þig vantar félaga verður þú bara að leggja þig meira fram;) ef þú verður að læra heima og hefur engan tíma til að æfa þess vegna settu bókina á borðstofustól og haltu á honum á meðan þú lest eina og eina blaðsíðu standandi :)
Þess má geta að ég er ekki að byrja nýtt líf þó það sé mánudagur ... mér finnst bara gaman að skrifa prédikunarpistla á mánudögum :)
Góðar stundir
krækjulisti er frekar flott orð:)
en þar sem það er mánudagur og það er langalgengast að fólk byrji "nýtt líf" á mánudögum, ef það tókst ekki um áramót, ætla ég að koma með nokkrar uppástungur um hvað er hægt að gera við "nýja lífið":) Það hefur ekkert uppá sig að ætla að gera allt örðuvísi en við höfum verið að gera án þess að hafa eitthvað til að gera í staðinn:
Net-nýtt-líf:
ef þú ert að byrja "nýtt líf" í dag gæti verið góð hugmynd að koma við á Amnesty síðunni og láta gott af þér leiða, það er ekkert mál, tekur enga stund og þér finnst þú hafa áorkað einhverju :)
ef þú ert ennþá í aktífistafíling máttu líka endilega kíkja inn á Framtíðarlandið í staðinn fyrir að hanga á Barnalandi eða einkamal.is og ef þú ert sammála hvet ég þig til að skrifa undir :)
Andlegt-nýtt-líf:
ertu alltaf að fara að lesa fleiri bækur en lætur aldrei verða af því? eða á leiðinni á sýningar eða fyrirlestra en finnur aldrei tíma? taktu heyrnatól með þér í vinnuna og farðu á heimasíðu RÚV, hlustaðu á útvarpssöguna, víðsjá eða spegilinn, bara sunnudagar á rúv.is endast í nokkra daga - nema þú hefur þeim mun meiri tíma til að hlusta auðvitað ;)
Líkamlegt-nýtt-líf:
hefurðu engan tíma til að stunda líkamsrækt? horfðu þá á sjónvarpsdagskránna á öðrum fæti ... styrkir vöðva um allan líkamann, meira að segja grindarbotninn:) haltu á ryksugunni með annarri hendinni á meðan þú ryksugar, farðu lengri leiðina inn úr bílnum, meira að segja á Íslandi er oft sérdeilis prýðilegt útiveður ef þú ert ekki í fötum sem miða við síðsumar í Róm - ekki klæða þig eins og bjáni (ég er alls ekki að segja að Ítalir séu bjánar auðvitað) þá geturðu náð ágætis gönugtúr daglega með því að ganga örlítinn hring á leiðinni í bílinn og úr honum aftur :) ef þér líst ekki á það farðu þá í Smáralindina eða Kringluna og röltu milli verslanna í klukkutíma ... veldu þér fótboltalið og æstu þig almennilega þegar liðið þitt keppir, að því gefnu að þú eigir ekki við hjartavandamál að stríða:) stundaðu meira kynlíf, ef þig vantar félaga verður þú bara að leggja þig meira fram;) ef þú verður að læra heima og hefur engan tíma til að æfa þess vegna settu bókina á borðstofustól og haltu á honum á meðan þú lest eina og eina blaðsíðu standandi :)
Þess má geta að ég er ekki að byrja nýtt líf þó það sé mánudagur ... mér finnst bara gaman að skrifa prédikunarpistla á mánudögum :)
Góðar stundir
sunnudagur, mars 25, 2007
Búin að vera lasin núna í nokkra daga og búin að fá alveg meira en nóg þannig að ég ætla í vinnuna á morgun ... ég er auðvitað líka orðin hress :)
Ég er búin að skoða netið frekar mikið og breyta aðeins linknum hérna hægra megin, bæta við síðum og spjallsíðum sem ég fer inná daglega og reglulega :) líka búin að hugsa mikið um komandi sumar - hefði mátt vera duglegri við að læra heima og lesa skólabækur því ég fæ ekki að gera neitt skemmtilegt í sumar ef ég verð að taka sumarpróf!! en ég er stundum smábarn og ræð ekki við mig:(
ég ætla að taka hjólið úr geymslu um leið og ég er búin að skrifa eina ritgerð - sem ég hefði getað komist langleiðina með undanfarna daga ef ég hefði ekki verið svona upptekin við að skipuleggja sumarið ;)
og strax eftir vorpróf taka ferðalögin við, alltaf gott veður í maí þó að næturnar séu kaldar þannig að fyrstu ferðarnar verða í heimsóknir til fólk sem ég þekki hingað og þangað - má ég ekki koma í heimsókn eina nótt annars? :)
ætlaði að blogga um heilan helling skemmtilegt en ég er búin að gleyma hvað það var nákvæmlega þannig að ég geri það bara næst ... eða ekki;)
Lifið heil
Ég er búin að skoða netið frekar mikið og breyta aðeins linknum hérna hægra megin, bæta við síðum og spjallsíðum sem ég fer inná daglega og reglulega :) líka búin að hugsa mikið um komandi sumar - hefði mátt vera duglegri við að læra heima og lesa skólabækur því ég fæ ekki að gera neitt skemmtilegt í sumar ef ég verð að taka sumarpróf!! en ég er stundum smábarn og ræð ekki við mig:(
ég ætla að taka hjólið úr geymslu um leið og ég er búin að skrifa eina ritgerð - sem ég hefði getað komist langleiðina með undanfarna daga ef ég hefði ekki verið svona upptekin við að skipuleggja sumarið ;)
og strax eftir vorpróf taka ferðalögin við, alltaf gott veður í maí þó að næturnar séu kaldar þannig að fyrstu ferðarnar verða í heimsóknir til fólk sem ég þekki hingað og þangað - má ég ekki koma í heimsókn eina nótt annars? :)
ætlaði að blogga um heilan helling skemmtilegt en ég er búin að gleyma hvað það var nákvæmlega þannig að ég geri það bara næst ... eða ekki;)
Lifið heil
fimmtudagur, mars 15, 2007
Ég hélt fyrirlestur í gær um líkamsrækt, sýndi meira að segja smá takta ... síðasta miðvikudag hélt ég mótmælaræðu um næringu og næringarfasisma (hvað er annars málið með fyrirsagnir eins og "blóðsykur veldur krabbameini"??! nei! án blóðsykurs ferðu í dá ;)) en næsta miðvikudag held ég hvorki ræðu né fyrirlestur því ræðunámskeiðið er búið og ég er útskrifuð:) ... en ég fer á framhaldsnámskeiðið ef það stendur til boða, ótrúlegt hvað mér finnst ég hafa lært mikið á þessu námskeiði þó það hafi verið stutt - mæli hiklaust með ræðunámskeiðum!!
en núna tveir brandarar sem fengu mig til að hlæja smá upphátt:
A woman goes to the doctor for her yearly physical.
The nurse starts with certain basic items.
"How much do you weigh?" she asks.
"115," she says.
The nurse puts her on the scale.
It turns out her weight is 140.
The nurse asks, "Your height?"
"5 foot 8," she says.
The nurse checks and sees that she only measures 5' 5".
She then takes her blood pressure
And tells the woman it is very high.
"Of course it's high!" she screams,
"When I came in here I was tall and slender!
Now I'm short and fat!"
og svo þessi:
A man and a woman were sitting beside each other in the first class section of an airplane. The woman sneezed, took out a tissue, gently wiped her nose, then visibly shuddered for ten to fifteen seconds. Thinking nothing of it, the man went back to his reading. A few minutes later, the woman sneezed again, took a tissue, wiped her nose, then shuddered violently once more. Assuming that the woman might have a cold, the man was still curious about the shuddering. A few more minutes passed when the woman sneezed yet again. As before, she took a tissue, wiped her nose, her body shaking even more than before.
Unable to restrain his curiosity, the m an turned to the woman and said, "I couldn't help but notice that you've sneezed three times, wiped your nose and then shuddered violently. Are you okay?"
"I am sorry if I disturbed you. I have a very rare medical condition; whenever I sneeze I have an orgasm."
The man, more than a bit embarrassed, was still curious. "I have never heard of that condition before," he said. "Are you taking anything for it?"
The woman nodded. "Pepper."
Góðar stundir
en núna tveir brandarar sem fengu mig til að hlæja smá upphátt:
A woman goes to the doctor for her yearly physical.
The nurse starts with certain basic items.
"How much do you weigh?" she asks.
"115," she says.
The nurse puts her on the scale.
It turns out her weight is 140.
The nurse asks, "Your height?"
"5 foot 8," she says.
The nurse checks and sees that she only measures 5' 5".
She then takes her blood pressure
And tells the woman it is very high.
"Of course it's high!" she screams,
"When I came in here I was tall and slender!
Now I'm short and fat!"
og svo þessi:
A man and a woman were sitting beside each other in the first class section of an airplane. The woman sneezed, took out a tissue, gently wiped her nose, then visibly shuddered for ten to fifteen seconds. Thinking nothing of it, the man went back to his reading. A few minutes later, the woman sneezed again, took a tissue, wiped her nose, then shuddered violently once more. Assuming that the woman might have a cold, the man was still curious about the shuddering. A few more minutes passed when the woman sneezed yet again. As before, she took a tissue, wiped her nose, her body shaking even more than before.
Unable to restrain his curiosity, the m an turned to the woman and said, "I couldn't help but notice that you've sneezed three times, wiped your nose and then shuddered violently. Are you okay?"
"I am sorry if I disturbed you. I have a very rare medical condition; whenever I sneeze I have an orgasm."
The man, more than a bit embarrassed, was still curious. "I have never heard of that condition before," he said. "Are you taking anything for it?"
The woman nodded. "Pepper."
Góðar stundir
fimmtudagur, mars 08, 2007
Farandabloggið er núna opið þannig að krækja er komin á það hérna hægra megin, ég notaði tækifærið og uppfærði eina gamla krækju á nýja bloggið hennar Þóru Ká og bætti við blogginu hans Kolbeins Há og Heiðrúnar ... löngu kominn tími á þetta en af einhverju ástæðum finnst mér alltaf eins og svona breytingar eigi eftir að taka svo langan tíma þannig að ég geri ekkert í þeim fyrr en eftir dúk og disk:)
ræðunámskeiðið mitt gengur skínandi vel og ég á bara eftir að læra að tala hægar ... gekk ekki alveg upp í gær að tala hægt samt talaði ég næstum hálfri mínútu lengur en á æfingum - ég hlýt að hafa talað eins og byssubrandur þegar ég hélt ræðuna fyrir Fídel fyrr um daginn, hann hefur ábyggilega ekki skilið orð af því sem ég sagði eyminginn ;) nema kannski undir lokin hafi hann verið búinn að ná ræðunni allri, ég endurtók hana nefnilega nokkrum sinnum til að slípa hana til ... og æfa hraðann greinilega ;)
í kvöld fer ég svo á þjóðdansanámskeið og annað kvöld í matarboð - eftir það verður félagslífið sett á pásu þangað til eftir vorprófin og ég bið ykkur um að vera ekki fúl þegar ég afþakka boð og hittinga.
það er einfaldlega aðeins of mikið að gera hjá mér og auðvitað væri ég miklu frekar til í að gera eitthvað með fólki í staðinn fyrir að sitja heima og lesa verk löngu látinna meistara öll kvöld vikunar en eitthvað verður að láta undan og þangað til í maí verða það vinirnir því miður - þið verðið (vonandi) enn til staðar eftir vorprófin en ekki tækifærið til að læra heima og brillera á prófi :)
ég mun samt ennþá fara á æfingar og út fyrir bæinn með hundinn þannig að ef þið viljið hitta mig tékkið þá endilega göngutúra-planinu og komið með - það er að koma vor og yndislegt að komast úr svifrykinu, gott bæði fyrir líkama og sál, ég lofa ;)
Lifið heil og verið hraust!
ræðunámskeiðið mitt gengur skínandi vel og ég á bara eftir að læra að tala hægar ... gekk ekki alveg upp í gær að tala hægt samt talaði ég næstum hálfri mínútu lengur en á æfingum - ég hlýt að hafa talað eins og byssubrandur þegar ég hélt ræðuna fyrir Fídel fyrr um daginn, hann hefur ábyggilega ekki skilið orð af því sem ég sagði eyminginn ;) nema kannski undir lokin hafi hann verið búinn að ná ræðunni allri, ég endurtók hana nefnilega nokkrum sinnum til að slípa hana til ... og æfa hraðann greinilega ;)
í kvöld fer ég svo á þjóðdansanámskeið og annað kvöld í matarboð - eftir það verður félagslífið sett á pásu þangað til eftir vorprófin og ég bið ykkur um að vera ekki fúl þegar ég afþakka boð og hittinga.
það er einfaldlega aðeins of mikið að gera hjá mér og auðvitað væri ég miklu frekar til í að gera eitthvað með fólki í staðinn fyrir að sitja heima og lesa verk löngu látinna meistara öll kvöld vikunar en eitthvað verður að láta undan og þangað til í maí verða það vinirnir því miður - þið verðið (vonandi) enn til staðar eftir vorprófin en ekki tækifærið til að læra heima og brillera á prófi :)
ég mun samt ennþá fara á æfingar og út fyrir bæinn með hundinn þannig að ef þið viljið hitta mig tékkið þá endilega göngutúra-planinu og komið með - það er að koma vor og yndislegt að komast úr svifrykinu, gott bæði fyrir líkama og sál, ég lofa ;)
Lifið heil og verið hraust!
þriðjudagur, mars 06, 2007
Samband mitt við Jeff Buckley er í fyrsta lagi ímyndað en sambandi mitt við tónlistina hans er flókið, erfitt að útskýra og ég get ekki gert það upp við mig hvort ég kunni að meta hana (tónlistina) eður ei :)
þetta kemur stundum fyrir, ég veit ekki hvað mér finnst um hluti (samanber endalausa umræðu mína á þessum vettvangi um svani) ... og nýjasta dæmið, ég veit ekki hvað mér finnst um El Labertino del Fauno) sem við fórum að sjá síðasta föstudag en ég er ennþá að hugsa um hana og ég mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á þjóðfræði og ævintýrum áður en Disney dýfði þeim í flórsykur og aspartam :)
en þó ég viti ekki skoðun mína á Jeff Buckley þá get ég alveg sagt að ég held mér finnist pabbi hans Tim Buckley frekar flottur :) ég er ekki alveg 100% en Goodbye and Hello er verulega góður diskur og ég er jafnvel að hugsa um að reyna að nálgast fleiri diska með honum :)
mig langaði bara til að deila þessu með lesendum og því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum er "gleðifæð" er ekki orð ;)
Góðar stundir
þetta kemur stundum fyrir, ég veit ekki hvað mér finnst um hluti (samanber endalausa umræðu mína á þessum vettvangi um svani) ... og nýjasta dæmið, ég veit ekki hvað mér finnst um El Labertino del Fauno) sem við fórum að sjá síðasta föstudag en ég er ennþá að hugsa um hana og ég mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á þjóðfræði og ævintýrum áður en Disney dýfði þeim í flórsykur og aspartam :)
en þó ég viti ekki skoðun mína á Jeff Buckley þá get ég alveg sagt að ég held mér finnist pabbi hans Tim Buckley frekar flottur :) ég er ekki alveg 100% en Goodbye and Hello er verulega góður diskur og ég er jafnvel að hugsa um að reyna að nálgast fleiri diska með honum :)
mig langaði bara til að deila þessu með lesendum og því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum er "gleðifæð" er ekki orð ;)
Góðar stundir
mánudagur, mars 05, 2007
Mánudagur og eins og venjulega er pósthólfið mitt fullt af fyndni, ég er ekkert skárri með að nenna ekki að einbeita mér 100% að vinnunni, les allt og skemmti mér vel:)
... en mig langar til að deila gleðinni með ykkur þannig að ég ætla að pósta nokkrum, sem fengu mig til að brosa breiðar - án þess þó að hlæja upphátt því eins og áður sagði þá er ég í vinnunni og ég er ekki í skemmtilegu verkefni núna þannig að ég reyni að hlæja ekki mikið upphátt, svona til að draga ekki athyglina að því að ég er ekki að vinna akkúrat þá stundina ;)
þegar ég segi "ekki skemmtilegu" þá er ég að meina að það er umtalsverður kátínuskortur frekar en leiðinlegt, gleðifæð frekar en óáhugavert - er "gleðifæð" orð? :)
annars er ég yfirleitt mjög einbeitt og dugleg í vinnunni en það er mánudagur ... eftir helgi ;)
A highway patrolman pulled alongside a speeding car on the freeway. Glancing at the car, he was astounded to see that the blonde behind the wheel was knitting!
Realizing that she was oblivious to his flashing lights and siren, the trooper cranked down his window, turned on his bullhorn and yelled, "PULL OVER!"
"NO!" the blonde yelled back, "IT'S A SCARF!"
Fifty-one years ago, Herman James, a North Carolina mountain man, was drafted by the Army.
On his first day in basic training, the Army issued him a comb. That afternoon the Army barber sheared off all his hair.
On his second day, the Army issued Herman a toothbrush. That afternoon the Army dentist yanked seven of his teeth.
On the third day, the Army issued him a jock strap. The Army has been looking for Herman for 51 years.
A blonde was playing Trivial Pursuit one night. It was her turn. She rolled the dice and she landed on Science & Nature. Her question was, "If you are in a vacuum and someone calls your name, can you hear it?"
She thought for a time and then asked, "Is it on or off?"
A Polish immigrant went to the DMV to apply for a driver's license. First, of course, he had to take an eye sight test. The optician showed him a card with the letters: 'C Z W I X N O S T A C Z.'
"Can you read this?" the optician asked.
"Read it?" the Polish guy replied, "I know the guy."
A girl was visiting her blonde friend, who had acquired two new dogs, and asked her what their names were. The blonde responded by saying that one was named Rolex and one was named Timex. Her friend said, "Whoever heard of someone naming dogs like that?"
"HELLLOOOOOOO......," answered the blond. "They're watch dogs!"
There's this blonde out for a walk. She comes to a river and sees another blonde on the opposite bank. "Yoo-hoo!" she shouts, "How can Iget to the other side?"
The second blonde looks up the river then down the river and shouts back, "You ARE on the other side."
og að lokum eitt ljóð sem heitir "Sometimes":
Sometimes...
when you cry
no one sees your tears.
Sometimes...
when you are in pain
no one sees your hurt.
Sometimes...
when you are worried
no one sees your stress.
Sometimes...
when you are happy
no one sees your smile .
But FART!! just ONE time...
And everybody knows!!
Lifið heil og gleðilegan mánudag
... en mig langar til að deila gleðinni með ykkur þannig að ég ætla að pósta nokkrum, sem fengu mig til að brosa breiðar - án þess þó að hlæja upphátt því eins og áður sagði þá er ég í vinnunni og ég er ekki í skemmtilegu verkefni núna þannig að ég reyni að hlæja ekki mikið upphátt, svona til að draga ekki athyglina að því að ég er ekki að vinna akkúrat þá stundina ;)
þegar ég segi "ekki skemmtilegu" þá er ég að meina að það er umtalsverður kátínuskortur frekar en leiðinlegt, gleðifæð frekar en óáhugavert - er "gleðifæð" orð? :)
annars er ég yfirleitt mjög einbeitt og dugleg í vinnunni en það er mánudagur ... eftir helgi ;)
A highway patrolman pulled alongside a speeding car on the freeway. Glancing at the car, he was astounded to see that the blonde behind the wheel was knitting!
Realizing that she was oblivious to his flashing lights and siren, the trooper cranked down his window, turned on his bullhorn and yelled, "PULL OVER!"
"NO!" the blonde yelled back, "IT'S A SCARF!"
Fifty-one years ago, Herman James, a North Carolina mountain man, was drafted by the Army.
On his first day in basic training, the Army issued him a comb. That afternoon the Army barber sheared off all his hair.
On his second day, the Army issued Herman a toothbrush. That afternoon the Army dentist yanked seven of his teeth.
On the third day, the Army issued him a jock strap. The Army has been looking for Herman for 51 years.
A blonde was playing Trivial Pursuit one night. It was her turn. She rolled the dice and she landed on Science & Nature. Her question was, "If you are in a vacuum and someone calls your name, can you hear it?"
She thought for a time and then asked, "Is it on or off?"
A Polish immigrant went to the DMV to apply for a driver's license. First, of course, he had to take an eye sight test. The optician showed him a card with the letters: 'C Z W I X N O S T A C Z.'
"Can you read this?" the optician asked.
"Read it?" the Polish guy replied, "I know the guy."
A girl was visiting her blonde friend, who had acquired two new dogs, and asked her what their names were. The blonde responded by saying that one was named Rolex and one was named Timex. Her friend said, "Whoever heard of someone naming dogs like that?"
"HELLLOOOOOOO......," answered the blond. "They're watch dogs!"
There's this blonde out for a walk. She comes to a river and sees another blonde on the opposite bank. "Yoo-hoo!" she shouts, "How can Iget to the other side?"
The second blonde looks up the river then down the river and shouts back, "You ARE on the other side."
og að lokum eitt ljóð sem heitir "Sometimes":
Sometimes...
when you cry
no one sees your tears.
Sometimes...
when you are in pain
no one sees your hurt.
Sometimes...
when you are worried
no one sees your stress.
Sometimes...
when you are happy
no one sees your smile .
But FART!! just ONE time...
And everybody knows!!
Lifið heil og gleðilegan mánudag
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Góðan og blessaðan,
mig vantar að komast í samband við einhver sem kann færeysku, þarf ekki að geta talað hana óaðfinnanlega bara nægilega vel til að geta þýtt nokkrar setningar fyrir mig:)
það er verið leita að nöfnum á menn í fótboltaliði frá árinu 1951, þeir eru saman á ljósmynd og fólk er að segja hver er hvað en ég skil ekki hvar hver er ... til dæmis:
Mittastaræð undir liðin av dámuni:
Mikkjal Houmann (Mikkjal post)
hvar er Mikkjal post? svarið sem kemur er svo enn undarlegra:
Eg meini hatta er Heri Mortensen, fyrrv. stjóri á Atl. Airways.
ég skil þetta alveg, gleymir hann ekki bara að segja hvar Heri er á myndinni? og að lokum:
Aftasta ræð undir liðuni á dámuni er mervin Dimon
... hvað þýðir av dámuni og á dámuni?
þekkið þið færeying eða færeyskumælandi einstakling? :)
Lifið heil
mig vantar að komast í samband við einhver sem kann færeysku, þarf ekki að geta talað hana óaðfinnanlega bara nægilega vel til að geta þýtt nokkrar setningar fyrir mig:)
það er verið leita að nöfnum á menn í fótboltaliði frá árinu 1951, þeir eru saman á ljósmynd og fólk er að segja hver er hvað en ég skil ekki hvar hver er ... til dæmis:
Mittastaræð undir liðin av dámuni:
Mikkjal Houmann (Mikkjal post)
hvar er Mikkjal post? svarið sem kemur er svo enn undarlegra:
Eg meini hatta er Heri Mortensen, fyrrv. stjóri á Atl. Airways.
ég skil þetta alveg, gleymir hann ekki bara að segja hvar Heri er á myndinni? og að lokum:
Aftasta ræð undir liðuni á dámuni er mervin Dimon
... hvað þýðir av dámuni og á dámuni?
þekkið þið færeying eða færeyskumælandi einstakling? :)
Lifið heil
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Ég er ekkert hætt að blogga, alls ekki, ég er alltaf að semja blogg í kollinum á mér sem komast aldrei á skjáinn :)
... sem er synd því þetta eru ofsalega skemmtileg blogg, svo skemmtileg að ég sit á ljósum eða er uppá fjalli eða í sturtu eftir æfingu og hlæ undurlágt með sjálfri mér eða brosi eins og ég hafi fundið fimmþúsundkall í gömlum jakka - hef ég minnst á það að ég hef ekki eignast nýja vini undanfarið? :)
annars er ég farin að hafa smá áhyggjur af sjálfsmynd minni og að hún sé fáránlega skekkt, mér finnst ég nefnilega alveg vera í lagi og jafnvel frekar sæt svona in a certain angle and in certain light svo ég kvóti nú manninn sem mig langar aldrei til að hitta því ég þekki sjálfa mig, eins og fram hefur komið - en þekki ég sjálfa mig svona "utaná"? myndi ég þekkja mig ef ég sæi sjálfa mig á gangi eftir götu? mig er nefnilega farið að gruna að ég sé með anti-anorexíu!! Fólk með anorexíu finnst það alltaf vera of feitt sama hvað mælingar sýna mér finnst ég hins vegar vera alveg í lagi þó ég sé ekkert endilega grönn eða horuð en mælingarnar mínar sýna allt annað!! ég er ekkert meðalmanneskja á blaði eins og mér finnst ég vera inní mér heldur er ég of feit og á sumum töflum horfir þetta til vandræða, ég á það á hættu að verða bráð hinna ýmsu sjúkdóma fyrir utan að eiga að ræða við lækni minn áður en ég fer að stunda cardio-æfingar til að vera viss um að hjartað í mér þoli álagið ... og að þessu kemst ég daginn sem ég tek heila æfingu án eins einasta gelts, en það hefur ekki komið fyrir síðan í haust :)
ég er að hugsa um að hætta að skoða heimasíður og lesa mér til um heilsu og líkamsrækt því það sem ég er að gera núna virkar, þetta er nefnilega allt spurning um déennaið okkar (DNA) - ég held að frumurnar í mér þekki eggaldin og kúrbít ekki sem mat því pabbi minn borðaði aldrei epli nema á jólunum og afi minn smakkaði ekki kartöflu fyrr en um fermingu ... hvernig í ósköpunum eiga genin í mér að skilja að salat með fetaosti, furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum sé matur? hvað vorum við margar milljónir ára að koma okkur uppúr sjónum, uppí tréin og niður úr þeim aftur? hversu margar kynslóðir sjómanna og bænda á eyjum norður undir heimskautsbaug lifðu ágætu lífi án þess að þekkja kosti tófú og soya? svo kem ég, langaftast í keðjunni og ætla að vera grænmetisæta ... kannski ekki skrítið að ég skuli vera með ofnæmi fyrir öllu, Pétri og Páli - en ég borða ekki súrmat, hann er ógeðslegur:)
en þetta er útúrdúr :) þið hafið eflaust engan áhuga á því hvað ég borða og hverjar mínar pælingar eru varðandi mat því þær eru ekki sérlega meinstrím - en ég þekki stelpu sem borðar ekki kjúkling og lambakjöt því hún borðar ekki huglaus dýr, hún borðar hvalkjöt, hross og nautakjöt því það eru hugrökk og hraust dýr :) alls ekki slæm pæling ef þú trúir því að þú sért það sem þú borðar :)
það sem ég ætlaði að segja er að ég ákvað að breyta til í janúar og sagði upp í vinnunni en nú hafa málin æxlast þannig að ég hætti ekki fyrr en næstu áramót, uppsagnarfresturinn lengdist aðeins umfram þessa lögbundnu þrjá mánuði en til að breyta einhverju samt þá skráði ég mig í skólann, á miðri önn og þegar ég er ekki í vinnunni, með hundinum, vinunum, á æfingu eða sofandi þá er ég að lesa upp allt sem ég hef misst af síðan í byrjun janúar þegar allt annað vitiborið og skynsamlegt fólk byrjaði :) ... svo er ég líka á ræðunámskeiði sem þarf að læra fyrir þannig að það er alveg nóg að gera og þess vegna hef ég ekki bloggað í háa herrans tíð, ég er ekki hætt:)
bíðið bara þegar kemur að ritgerðaskrifum og prófum verð ég virkari sem aldrei fyrr, það er alltaf í byrjun annar sem ég er duglegust ... minnir mig :)
Góðar stundir og notið sólgleraugu við akstur
... sem er synd því þetta eru ofsalega skemmtileg blogg, svo skemmtileg að ég sit á ljósum eða er uppá fjalli eða í sturtu eftir æfingu og hlæ undurlágt með sjálfri mér eða brosi eins og ég hafi fundið fimmþúsundkall í gömlum jakka - hef ég minnst á það að ég hef ekki eignast nýja vini undanfarið? :)
annars er ég farin að hafa smá áhyggjur af sjálfsmynd minni og að hún sé fáránlega skekkt, mér finnst ég nefnilega alveg vera í lagi og jafnvel frekar sæt svona in a certain angle and in certain light svo ég kvóti nú manninn sem mig langar aldrei til að hitta því ég þekki sjálfa mig, eins og fram hefur komið - en þekki ég sjálfa mig svona "utaná"? myndi ég þekkja mig ef ég sæi sjálfa mig á gangi eftir götu? mig er nefnilega farið að gruna að ég sé með anti-anorexíu!! Fólk með anorexíu finnst það alltaf vera of feitt sama hvað mælingar sýna mér finnst ég hins vegar vera alveg í lagi þó ég sé ekkert endilega grönn eða horuð en mælingarnar mínar sýna allt annað!! ég er ekkert meðalmanneskja á blaði eins og mér finnst ég vera inní mér heldur er ég of feit og á sumum töflum horfir þetta til vandræða, ég á það á hættu að verða bráð hinna ýmsu sjúkdóma fyrir utan að eiga að ræða við lækni minn áður en ég fer að stunda cardio-æfingar til að vera viss um að hjartað í mér þoli álagið ... og að þessu kemst ég daginn sem ég tek heila æfingu án eins einasta gelts, en það hefur ekki komið fyrir síðan í haust :)
ég er að hugsa um að hætta að skoða heimasíður og lesa mér til um heilsu og líkamsrækt því það sem ég er að gera núna virkar, þetta er nefnilega allt spurning um déennaið okkar (DNA) - ég held að frumurnar í mér þekki eggaldin og kúrbít ekki sem mat því pabbi minn borðaði aldrei epli nema á jólunum og afi minn smakkaði ekki kartöflu fyrr en um fermingu ... hvernig í ósköpunum eiga genin í mér að skilja að salat með fetaosti, furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum sé matur? hvað vorum við margar milljónir ára að koma okkur uppúr sjónum, uppí tréin og niður úr þeim aftur? hversu margar kynslóðir sjómanna og bænda á eyjum norður undir heimskautsbaug lifðu ágætu lífi án þess að þekkja kosti tófú og soya? svo kem ég, langaftast í keðjunni og ætla að vera grænmetisæta ... kannski ekki skrítið að ég skuli vera með ofnæmi fyrir öllu, Pétri og Páli - en ég borða ekki súrmat, hann er ógeðslegur:)
en þetta er útúrdúr :) þið hafið eflaust engan áhuga á því hvað ég borða og hverjar mínar pælingar eru varðandi mat því þær eru ekki sérlega meinstrím - en ég þekki stelpu sem borðar ekki kjúkling og lambakjöt því hún borðar ekki huglaus dýr, hún borðar hvalkjöt, hross og nautakjöt því það eru hugrökk og hraust dýr :) alls ekki slæm pæling ef þú trúir því að þú sért það sem þú borðar :)
það sem ég ætlaði að segja er að ég ákvað að breyta til í janúar og sagði upp í vinnunni en nú hafa málin æxlast þannig að ég hætti ekki fyrr en næstu áramót, uppsagnarfresturinn lengdist aðeins umfram þessa lögbundnu þrjá mánuði en til að breyta einhverju samt þá skráði ég mig í skólann, á miðri önn og þegar ég er ekki í vinnunni, með hundinum, vinunum, á æfingu eða sofandi þá er ég að lesa upp allt sem ég hef misst af síðan í byrjun janúar þegar allt annað vitiborið og skynsamlegt fólk byrjaði :) ... svo er ég líka á ræðunámskeiði sem þarf að læra fyrir þannig að það er alveg nóg að gera og þess vegna hef ég ekki bloggað í háa herrans tíð, ég er ekki hætt:)
bíðið bara þegar kemur að ritgerðaskrifum og prófum verð ég virkari sem aldrei fyrr, það er alltaf í byrjun annar sem ég er duglegust ... minnir mig :)
Góðar stundir og notið sólgleraugu við akstur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)