miðvikudagur, apríl 11, 2007

Já kæru vinir, aftur bregðast krosstré sem önnur, eitt sinn svarin og gildur limur antisportista samfélagsins ætlar að ganga á Hvannadalshnúk 28. apríl næstkomandi.



... búin að borga og farin að hlakka til, vona að minnsta kosti að fiðrildin í maganum á mér þýði tilhlökkun ekki ... eitthvað annað, það er víst hrikaleg gubbupest að ganga:)

í öðrum fréttum, en tengdum, þá kann ég núna að gera "krákuna" í jóga og lærði jafnframt nýja öndunartækni sem ég man ekki hvað heitir en er það besta sem ég hef lært í háa herrans tíð ;)

Lifið heil

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kræst geturðu virkilega náð þessari jóga stellingu? Ég hélt að ég væri góður með að ná "hundinum",lol

Nafnlaus sagði...

En vá ætlarðu að ganga á tindinn? Er þetta ganga eða klifur? Virkar dálítið skarý...

Lára sagði...

Vúhú!!!
dugleg!!!
góða skemmtun á hnjúknum (sagt með eins miklu nef n-hljóði og íslendingum sæmir!)

elisabet sagði...

það er nú meiri krafturinn í þér!
Góða skemmtun og gangi þér vel á Hnjúkinn!