Ég þarf að alvarlega ræða við Fídel ... ef ég væri ekki svona ligeglad týpa þá hefði hann eyðilagt páskana, þegar ég loksins fann páskaeggið mitt þá kom í ljós að það var Góu páskaegg ekki Nóa Síríus páskaegg eins og ég borða alltaf á páskunum ... þegar ég man eftir að kaupa mér egg það er að segja;) en súkkulaði er súkkulaði þannig að ég fyrirgaf honum mistökin, hann hefur aldrei kunnað að versla og þess vegna fær hann aldrei að fara út í búð;)
í öðrum fréttum þá fórum við Zorró við þriðja mann í smá göngutúr á Mosfellsheiðinni (er það ekki, þriðji maður? :)) í frábæru veðri og ég er ekki frá því að ég sé að verða brún ... svona bráðum ... í framan :)
búin að vera frekar dugleg um helgina þó ég segi sjálf frá og ég var að enda við að skrá mig í hópefli hópeflanna sem ég annað hvort fæ að vera með í eða ekki - ég held það sé valið í hópinn, vona það að minnsta kosti því ég vil ekki fá að vera með ef ég á ekkert erindi í hópinn ... ef þið skiljið mig? eins og ef þú kannt ekki að blanda liti en færð að vera með í regnbogahópnum því "það mega allir vera með" og þú gerðir þér í raun enga grein fyrir út í hvað þú varst að fara nema þú vissir að það yrði krefjandi þegar þú skráðir þig:) ég get blandað liti en það tekur mig lengri tíma en þá sem eyddu fyrstu 30 árum ævi sinnar í að blanda liti, if jú sí fat æ mín :)
ég var að fá frábæra boli að gjöf frá bróður mínum ... ég á orðið slatta fínt stuttermabolasafn:) spurning um að mynda þá alla þannig að ég geti notað þá en samt munað þá alla eins og þeir voru fyrir 1500 þvottum :)
Lifið heil og verið dugleg:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Fídel...þetta var nú dálítið gróft...góa og ekki nóa!!! uss uss uss meira að segja ég sem ekki borða páskaegg fékk nóa páskaegg:o) mamma heimtar að öll börnin hennar fái málshátt!!
knús Valgerður
Hey, þetta var þó ekki Bónusegg ... hmmm.
Og jú, við þriðja mann (varstu ekki annars að spá í málfræðina?) - nema Zorró sé hundur.
Það verður gaman að sjá þig útitekna ... múhahha (nei, annars, þetta hefði Maja skrifað) - tíhí.
Mosfellsheiðin það var.
Skrifa ummæli