föstudagur, apríl 13, 2007

Ég held að það sé verið að segja mér eitthvað ... ég hef verið að fá fæðingabletti sífellt örar undanfarið og þeir eru nánast allir "einn af þremur" í þríhyrning!! Þríhyrningarnir eru misstórir en allir eins í laginu, jafnarma, venjulegir þríhyrningar og engir tveir fæðingablettir eru í sama þríhyrninginum ... kannski er ég geimvera eða bara "kreisí" eins og einn frændi minn heldur fram, að vísu er það sami pollinn sem kallar mig "Töntu Krullu" þannig að þið sjáið hvað hann er marktækur ;)

ég fór og gaf blóð í morgun sem er ekki í frásögur færandi nema að það vildi ekki hætta að blæða:/ það hefur aldrei komið fyrir áður og mér fannst það alls ekki sniðugt:( hjúkrunarfræðingurinn sagði að þetta kæmi fyrir stundum án þess að nokkur skýring væri á því, stundum kæmi þetta fyrir hjá fólki sem væri duglegt við að taka lýsi og að læknar væru farnir að ráðleggja fólki að taka ekki lýsi viku fyrir aðgerð ... en ég tek ekki lýsi þannig að þetta er frekar dularfullt allt saman og óþægilegt því það er ennþá ekki alveg, alveg hætt að blæða (en þú þarft að vera ég til að sjá það auðvitað;) eða pabbi minn kannski þannig að þið megið endilega sleppa því að segja honum frá þessu atviki, nei, hann les ekki bloggið mitt;)) ... þessi helgi verður ritgerðarhelgi og andleg áreynsla eina áreynslan sem ég ætla að stunda ... og ég ætla að pikka varlega á lyklaborðið með blóðtökuhendinni ;)

eitthvað hefur borið á misskilningi varðandi Fídel og Zorró, nei, ég bý ekki með latínógaur og held ekki við annan:)

Fídel er sambýlisKÖTTURINN minn og Zorró er HUNDUR bróður míns:) ástæðan fyrir því að Fídel keypti ranga tegund af páskaeggi er sú að sjálf geri ég ekki mistök:) ég myndi setja inn mynd af þeim saman en það gengur ekki af skiljanlegum ástæðum þannig að hérna eru myndir af þeim í sitthvoru lagi:

Fídel

... já, ég varð að velja dare-devil mynd af svölunum heima:)

Zorró


... ég veit ekki alveg hvers vegna það er þannig að við systkinin höfum bæði skírt gæludýrin okkar útlenskum nöfnum? en Fídel var einu sinni skæruliði þó hann sé eiginlega vaxinn uppúr því núna en er enn þrjóskari en allt þrjóskt:)

Zorró er hins vegar með grímu, dökkur um augun og með smá línur upp að eyrunum sem sést ekki sérlega vel á myndinni en svo er hann líka mikill sjarmör auðvitað:)

Góðar stundir

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gæti verið að líkaminn á þér sé minni útgáfa af Bermúdaþríhyrningnum?

Nafnlaus sagði...

ég elska skrifin þín, þú ert frábær penni!!!!

Eydís sagði...

Ég er með svona fæðingablettaþríhyrning við vinstri rifbeinin!!! En bara einn þríhyrning. Gott að vita að ég er allavega ekki eina fríkið :p

theddag sagði...

Á tímabili spruttu fæðingarblettir fram á mér eins og gorkúlur, mér var ekki farið að litast á blikuna.

Myndirnar af Fídel og Zorró eru mjög flottar :)

VallaÓsk sagði...

Hmm ég er þá líka frík því ég er sko með nokkra svona þríhyrningar og þeim fjölgar reglulega!!!!
Fídel er krútt og Zorro er það sko sannanlega líka...finnst þeir sætastir live en þeir taka sig líka vel út í mynd!!!

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.

Góð mynd af Fídel.
Mikið hefur hann stækkað síðan ég sá hann seinast undir sófa, að farast úr gestafælni.
Hann er orðinn hinn virðulegasti fress.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.