föstudagur, desember 21, 2007

Ég var búin að fresta jólunum um einn dag. Ég var búin að sætta mig við það að ég væri að vinna kvöldvakt á aðfangadag, þrjú til ellefu. Ég kveið svolítið að fara í samlokusjálfsalann um kvöldið en hei, einu sinni þegar ég var nánast óharðnaður unglingur borðaði ég á McDonalds á aðfangadagskvöld og hertist bara, drapst ekki.

Ekki málið. Ég ætlaði bara í jólamat til mömmu og pabba á jóladag í staðinn en varðstjórinn hringdi áðan og tilkynnti mér að hann tæki það ekki í mál að ég væri að vinna aukavakt á aðfangadag, "þeir redda þessu sem eiga vaktinu, þú verður að eiga jólin" - jamms, ég er mjög sátt í vinnunni og vinnufélagarnir eru frábærir:)

... fyrir utan það að ég er búin að vinna hérna í hálftíma og í dag fékk ég jólagjöf frá embættinu:)


Glampandi góðar stundir allir saman!

og pé ess, ég hef skrifað to-do lista síðan ég lærði að skrifa, ég hef bara aldrei lært að fara eftir þeim:)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú færð nú frí um jólin :)
gbj(good, brilliant johnsson?)

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól og gæfuríkt ár!!! Hlakka til að hitta þig á nýju ári