mánudagur, desember 31, 2007

Gleðilega hátíð!!

Ég vona að þið hafið öll haft það gott undanfarna daga og notið jólanna og alls sem þeim fylgir:)

Það er ekkert að frétta af mínum vígstöðvum annað en að ég fékk þetta klassíska jólakvef sem ég virðist alltaf fá um leið og ég næ heilum nætursvefni eftir vinnutörn;) var að vinna frekar mikið í desember, vakti frammeftir aðeins of oft og fór ekkert sérlega vel með mig þannig að þegar ég loksins fór uppí rúm í nokkra klukkutíma samfellt vaknaði ég með kvef ... en það var flott því ég fékk þvílíkt frábærar jólagjafir sem kröfðust þess að kúra til að njóta, himinblá satín rúmföt frá mömmu og pabba, harðan disk fullan af "öryggisafritum", DVD diskar og bækur ... lífið hefur verið mér óhemju gott undanfarna daga og ég hef á tilfinningunni að nýja árið eigi eftir að vera gott líka, enda hlaupár - ég get sagt ykkur strax hvaða ár eru hlaupár og hvaða ár eru það ekki, tékkið endilega á þessum einstaka hæfileika mínum næst þegar við hittumst:)

og takið 23. febrúar frá until further notice:)


Lifið heil og góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er að gerast 23 febrúar? Ég las einhverntíman að það væru bara til 300 tegundir af kvefpestinni og eftir að maður fengi eina þá myndaði maður ónæmi gegn þeirri týpu. Þannig að hang in there...þú ert alveg að verða laus við kvef for good :)