þriðjudagur, desember 11, 2007

Þessi gerðist í afskekktri sveit á Austfjörðum ekki alls fyrir löngu.

Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.

Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.

Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.
Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.

Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.

Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:

"Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!".


... ég veit að nokkrir sem lesa þetta munu kunna að meta þessa sögu;)

Lifið heil

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meira svona! Alltaf vantað smá erótík í bloggið hjá þér :)

Gummi

Nafnlaus sagði...

ha, ha, sveifla handklæðinu, sveifla helvítis handklæðinu!!!!

Lára sagði...

snilld - minnir á atriði úr fóstbræðrum!

Nafnlaus sagði...

Hef lesið þessa sögu og kími alltaf aðeins yfir henni en það er þá helst yfir heimsku dýralæknisins að tengja saman fullnægingar og burð.... minnir mig dálítið á dýralækni sem ég kannast við..hehehehe
Finnst reyndar brandarinn um prestinn sem ráðleggur hjónunum í kynlífinu fyndnari en hann er aðeins grófari og á best heima yfir einum köldum!!!