mánudagur, desember 03, 2007

WunderBaum-hugmyndin er stórkostleg Olla, ég ætla að bera hana undir varðstjórana við tækifæri - hlýtur að vera hægt að finna glufu einhvers staðar í fjárútlátarammanum til að koma töfratrjánum fyrir;)

Ég var að spjalla við Fídel í morgun áður en ég fór að sofa og skyndilega fannst mér nefið á honum afskaplega merkilegt, ég kenni þreytu að sjálfsögðu eitthvað um pælingarnar en ég er að spá í að kalla hann Bleiknef í staðinn fyrir Loðkút:)

hann er með barbí-bleikt nef, það hefur auðvitað alltaf verið bleikt en það var bara svo ofsalega áberandi í morgun af einhverjum ástæðum:) ... gæti samt farið illa með egóið þannig að kannski kalla ég hann bara Loðkút áfram? það er svo miklu karlmannlegra, hann má ekki við meiri "vönun" en þegar er orðin;)

hvernig gengur ykkur annars að undirbúa jólin? ... ég verð að fara að spá í þeim bráðum, annars bilast ég á Þorláksmessu og kaupi allar gjafirnar hugsunarlaust með visakortinu;)

lifið heil

4 ummæli:

Lára sagði...

Jólaundirbúningur er langt komin - ahemm ;) Í ár fest hann meira í því að hjálpa fólki að mála og setja saman innréttingar en að baka og þrífa heima hjá sér..

sælla er að gefa (aðstoð) en þiggja, ekki satt? ;)

Nafnlaus sagði...

Jól...hvað eru jól??? tengist það eitthvað jólagjöfum, jólaskrauti og jólaauglýsingum....
Á seinasta ári kom ég í mjög skemmtilegan jólagjafaleiðangur til Reykjavíkur með viðkomu heima hjá þér....spurning um að endurtaka það:o)

Lára sagði...

mér þykir líka vænt um þig ;) og þú færð kort frá mér, hehe!

Nafnlaus sagði...

Hvað er annars Wunderbaum?

Gummi