Ég gerði mér enga grein fyrir hvað væri mikið í sjónvarpinu um miðja nótt ... ég hélt að svona miðnætursjónvarp væri bara bundið við helgar, jól og páska ekki virkar nætur líka:)
Það er alltaf í gangi hérna í vinnunni, sjónvarpið sko, en ég fylgist mjög mismikið með því, fer bæði eftir því hvað er að gera og hvaða þátt er verið að sýna. Einhvern tímann eftir miðnættið á Skjá einum sýna þeir gamla CSI Las Vegas þætti sem er gaman að horfa á og eftir fjögur er Numb3rs á Stöð tvö - fyrsta skiptið sem ég sá tilgang með stærðfræði var þegar ég sá Numbers:) ég veit auðvitað að stærðfræði er notuð í alls konar hluti í daglega lífinu en aldrei eins áberandi og í þessum þáttum:)
aníhú, ég er að venjast þessum næturvöktum aðeins en það er samt skringilegt að vera vakandi alla nóttina og vakna á kvöldin sem morgun væri, ekkert að því svo sem, geri það stundum í prívatlífinu og oft þegar ég var unglingur, bara skrítið að fá borgað fyrir það?:)
það er engin klórlykt á nóttunni en í nótt hef ég verið að nota rúðusprey hingað og þangað þannig að það er svona frískleg hrein lykt hérna inni:) ætla að spjalla við stelpurnar sem láta okkur fá þrifefni næst þegar ég er að dagvakt og fá eitthvað ilmgott í stað klórsins, hlýtur að vera hægt þó þetta sé ríkisstofnun;)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Töff að næturvaktirnar eiga vel við þig :) Geturðu ekki notað næturnar til að lesa ferlega mikið? g bækur til að lna sem g held að þ hefðir gaman af :) Bestu kveðjur Gummi
Kannski getið þið fengið svona "Wunderbaum" til að festa á viðskiptavini ykkar. Þá ætti að verða svona hressandi ferskur ilmur í vinnunni ;)
Skrifa ummæli