mánudagur, nóvember 19, 2007

Jæja:)

ég var að spjalla við Farandi áðan, við ræddum allt mögulegt og þar á meðal bloggletina sem kvelur báðar síðurnar okkar undanfarið ... ég kaus að blogga ekki á Degi íslenskrar tungu - af augljósum ástæðum - en Farandi er að spá í að bæta íslensku við ferða- og heilsubloggið sitt ... blogginu mínu vantar hugsanlega einhvurn svoleiðis vinkil þó ég geti lofað ykkur að hann verður hvorki málfars- né íslenskutengdur, af einhverju viti að minnsta kosti:)

ég gæti bloggað sögur úr vinnunni (alveg þangað til ég yrði rekin sum sé), en hver nennir að lesa endalaust um hvað annað fólk er að gera í vinnunni? sögurnar eru kannski fyndnar til að byrja með, á meðan ég er ennþá að kynnast fólkinu og starfinu, en þegar á líður og ég er komin meira inn í hvernig allt gengur breytist húmorinn ábyggilega þannig að það sem mér finnst fyndið eða skondið og frásagnarvert er það ekki í augum lesenda - alveg eins og endurskoðendur segja vafalítið brandara sem við framtalsfatlaða fólk skiljum alls ekki og hver veit nema bakarar kunni óhemjuskondnar sögur af kökum sem bökuðust ekki ... eða eitthvað? :)

sjáum til hvað verður, við Farandi ákváðum að blogga í kvöld um hvað við fílum en er hallærislegt, hlutir sem við gerum en viðurkennum ekki eða afsökum ef það ber á góma ... eins og að geta farið með línur úr heilalausum rómantískum gamanmyndum eða sungið með hnakkapoppi;) en ég hef gert það svo oft áður á þessum vettvangi, viðurkennt bresti mína opinberlega, að ég hvet ykkur eindregið til að skoða "Gamlar Synetur" hér að neðan, hægra megin - sem minnir mig á það Olla mín, spurðirðu pabba þinn einhvern tímann að því afhverju Dagvarðareyri heitir Dagvarðareyri? :)

Lifið heil og klæðið ykkur eftir veðri!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha, sko ég ákvað síðan að blogga um eitthvað heilsudót en kommenta hjá þér í staðinn, er ég ekki sniðug? :)
Sko, ég fíla mig ferlega hallærislega að finnast gaman að fara í vatnsrennibrautir - en ennþá hallærislegra er að fara með tveimur fullvaxta vinum í rennbraut og fíla það í tætlur - sem ég gerði einmitt í sumar (og ég var yngst!). Það er skömminni skárra að fara með barn í vatnsrennibraut sem er ekki nógu stórt til að fara aleitt.
Úff, meira get ég ekki játað í bili, er með bjánahroll út af sjálfri mér hahaha

Nafnlaus sagði...

Halló
ég þarf... neinei, mig langar að vita hvort einhver synetugestur viti (var þetta þágufallssýki? Nee, er ekki frjálst val í svona dæmum: frh./vth.? Jújú) hvað lag heitir og með hverjum það er; lagið er afar ljúft og fagurt – og í raun textinn líka – nánast hugljúfur ástaróður; til að byrja með. Mig minnir að viðlagið, a.m.k. einhver hluti lagsins, sé einhvern veginn:
You're a twit
You're a tosser
You are halfwitted git...
eða eitthvað í þessa átt. Svo tekur karlinn við – þetta er sko dúett – og þetta magnast hægt og rólega.
Veit nokkur hvað ég meina?
Ég er búinn að bíta í mig að það séu Cowboy Junkies sem flytja þetta en... uuuihh
Hjálp

Nafnlaus sagði...

Ég man ekki hvort ég var búin að spyrja pabba að þessu en staðurinn heitir alla vega Dagverðareyri og ég til líklegt eins og kom fram á sínum tíma að þetta tengist dagverðinum (eyri þar sem þeir átu dagverðinn). Best grilla gamla aðeins með þessu. I´ll be back ;)

Nafnlaus sagði...

Syneta mín, þér er alveg óhætt að blogga um vinnuna - eru ekki allar líkur á að þú verðir komin í aðra vinnu eða a.m.k. aukavinnu/r fyrr en síðar? Og svo verður húmorinn þinn aldrei fyrirsjáanlegur, leiðinlegur eða of mikill - só ðer jú gó.

BerglindSteins