sunnudagur, nóvember 04, 2007

Góðan og blessaðan daginn:)

segið mér, vegna þess að ég er orðin ringluð og get ekki svarað fyrirspurn góðvinar míns um í hvora áttina þessi unga stúlka er að snúa sér, hvort snýr hún sér réttsælis eða rangsælis?

annarsvar ég að vakna eftir fyrstu vaktina mína í nýju vinnunni og mér líður bara slatti vel:) ég held jafnvel að ég eigi alveg eftir að ráða við að vera fangavörður, þó að fangageymslurnar hafi verið fullar í nótt þá reddaðist þetta allt saman:)

verð samt að venjast búningnum aðeins, hef aldrei unnið með bindi og síðast þegar ég var í blárri skyrtu, með "skynsamlega hárgreiðslu" og varð að fara í plasthanska fyrir
viðskiptavininn var það ekki vegna hlandbleytu heldur fisks ... en á móti kemur þá er ammóníak í skötunni og þegar ég var að vinna í skötutunnunum mátti ég heldur ekki vera ein oní henni þannig að ég er viss um að ég eigi eftir að venjast þessu eins og andarungi tjörninni:)

Lifið heil

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna :) Konan á myndinni er að snúa sér réttsælis sýnist mér?

Nafnlaus sagði...

Konan snýr sér í báðar áttir samt ekki í einu heldur til skiptis!!!
Ég hef aldrei verið með skynsamlega hárgreiðslu held ég en til hamingju með nýju vinnuna og auðvitað áttu eftir að venjast þessu...getur allt!!!

Nafnlaus sagði...

Er ég orðinn klikk? Hún snýr sér bara í eina átt og það er réttsælis.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna!
Þú ferð létt með þetta og ég vona bara að þú verðir á vakt ef að ég skyldi koma mér í klandur í höfuðborginni ;)

Lára sagði...

Ú je!
Maður verður að sem sagt að pissa á vegg, mótmæla svo harðlega þegar löggan kemur að sekta mig og rífa hana með mikilli dramatík og látum og vona að þeir handtaki mig og skelli mér í geymslu - þá get ég hitt þig og séð þig í vinnunni, hehehehe

Nafnlaus sagði...

Úff, norðlensku þýðendur - passið bara að réttur fangavörður sé á vakt ef þið ætlið út í það að láta handtaka ykkur. Ég er með vaktaplanið hennar Synetu :)

Syneta, er ekki annars gaman í nýju vinnunni? Voru ekki fullir klefarnir um helgina? Go girl! hehehe

Nafnlaus sagði...

Já, til hamingju með nýju vinnuna! Mér finnst þú alltaf velja svo spennandi störf sem ég myndi sjálf aldrei þora að prófa.

Annars, þá er myndin af stelpunni byggð á skynjunarsálfræði, minnig mig. Áttin sem hún hreyfist í breytist þegar þú horfir niður á skuggann á henni.

Nafnlaus sagði...

ég hlýt að vera með bilaða skynjun...ég þarf ekkert að horfa á skuggann, hún bara skiptir um átt nokkuð jafnt. Ég var farin að spá í hvort þetta væri ekki bara tímastillt:o)

Tinna vinkona þín sagði...

ég verð bara að árétta það enn og aftur hvað ég er spennt yfir nýju vinnunni þinni. er að spá í að fá mér vinnu í líkhúsi til að geta verið næstum jafn kúl.

Nafnlaus sagði...

fer eitthvað eftir heilastarfsemi/tengslum er mér sagt hvernig hún snýst hjá þeim sem á horfir - flott nýtt djobb - vöðvarnir nýtast kannski eitthvað þarna? Ertu með á Vegamót annað kvöld (fimmtud. 8.11.) það er verið að kveðja Lufs þar kl.19.00. kv. áp

elisabet sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna!
ertu með alvörubindi eða bara smellubindi? ég var bara með smellubindi þegar ég var í tollinum á sínum tíma en ég vona að fangavarðabúningurinn sé þægilegri en tollvarðbúningurinn var þá.

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún

Til hamingju með nýju vinnuna.

Kær kveðja

Sigurjón Þórðar

Tinna vinkona þín sagði...

ég vil sögur úr djeilinu. ef þú ert bundin þagnarskyldu þá máttu senda mér þær í tölvupósti.

Nafnlaus sagði...

Faúm við ekki að vita hvort að stúlkan snýr sér réttsælis eða rangsælis. Ég segi ekki að ég sé að klikkast yfir þessari spurningu en það væri gaman að vita það :)

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus er Gummi, bloody javascripts og keyboard errors...garg, ég hata tölvur...

Hlúnkur Skúnkur sagði...

Ertu með bindi í vinnunni?! Jössus. Hvað heldurðu að þú endist þarna lengi?


...bindi... !