mánudagur, desember 10, 2007

Löggan stoppaði mig á leiðinni heim úr vinnunni á laugardagsmorguninn, ég var eitthvað að vandræðast með að finna bílastæði og keyrði hægt upp götuna og beygði svo inn Freyjugötuna á löllinu og án þess að gefa stefnuljós - ólöglegt, ég veit, en umferðin var ekki nein um sexleytið á laugardagsmorgni ... nema löggubíllinn á eftir mér:)

ég fór út í kant um leið og bláu ljósin blikkuðu á eftir mér, tók af mér húfuna og skrúfaði niður rúðuna:

"Nei, ert þetta bara þú! Ertu á leiðinni heim?"
"Já, er ég svona grunsamleg?"
"Nei, nei, við erum svona desperat, það er allt orðið svo rólegt"

síðustu tímarnir á vaktinni geta verið lengi að líða ef það er ekkert að gerast:)

lítið að gerast mín megin í kvöld, ekki hægt að handtaka þakplötur fyrir að fjúka:)

það var eitthvað sem ég ætlaði að skrifa um hérna en ég man ekki hvað það var? læt að sjálfsögðu heyra í mér þegar ég man það,

þangað til, farið vel með ykkur og ekki gera neina vitleysu:)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu þá orðin góðkunningi lögreglunnar :) Farðu vel með þig og farðu varlega með alla krimmana :)