föstudagur, desember 14, 2007

Ég keyrði kartöflur í dag og er búin að vera að passa menn í nótt, Riddari götunnar er gestur hjá mér núna. Hann var til einhverra vandræða áðan vegna ölvunar og var sóttur. Hann útskýrði fyrir mér afhverju hann drekkur:

Forstöðukonan [ég veit ekki hvar] sagði við mig að þegar ég væri fullur væri ég eins og hundrað menn en þegar ég er edrú er ég eins og lamb. Ég vil ekki vera einhver andskotans kind!! Meeeeeeee!

... þetta eru ágætis rök verð ég að segja:)

Annars hef ég verið að spá, myndi ég koma nakin fram til að verða heimsfræg? Ég er ansi hrædd um að svarið sé já, ég myndi koma nakin fram til að verða heimsfræg EN ég myndi ekki vilja verða heimsfræg fyrir að hafa komið nakin fram ... tvennt ólíkt nefnilega.

En vil ég verða heimsfræg? Það er allt önnur saga og ljótari.

Góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skelltu inn einni nektarmynd til að styðja við bakið PETA, sjum hvað gerist :) g lofa að dvlda ekki myndinni :P

Gummi